Guardiola: Liverpool þarf að spyrja sig af hverju það sé svona langt síðan liðið vann titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2019 09:00 Það eru að verða liðin 29 ár síðan Liverpool varð síðast Englandsmeistari. Hér eru fjórir úr því liði eða þeir Steve Nicol, Peter Beardsley, Ian Rush og Ronnie Whelan. Vísir/Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, talaði um traust eða réttara sagt skort á trausti til hans liðs á blaðamannafundi fyrir stórleikinn á móti Liverpool. Hann skaut líka aðeins á 29 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitli enda eru báðir stjórar uppteknir við að setja pressuna yfir á hvorn annan. Manchester City fær topplið Liverpool í heimsókn í kvöld en Liverpool liðið nær tíu stiga forskoti á City með sigri. Þá væru City-menn nánast úr leik í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. „Ég veit að í dag treystir okkur enginn. Allir eru að tala um „ef við töpum“ en við getum unnið,“ sagði Pep Guardiola. „Eins og er þá er Liverpool með besta liðið í Evrópu, hvað varðar stöðugleika og hvernig þeir stjórna litlu hlutunum í sínum leikjum,“ sagði Guardiola en Liverpool liðið hefur unnið níu deildarleiki í röð.Pep Guardiola says pressure to end 29-year title drought will be 'difficult to handle' for Liverpool playershttps://t.co/Ch85BpiOwo — Telegraph Football (@TeleFootball) January 2, 2019Manchester City setti nýtt met í stigasöfnuna og markaskorun á síðasta tímabili þegar liðið vann deildina með yfirburðum. Það hefur ekki gengið alveg eins vel í vetur. „Þú heyrir fullt af fallegum orðum þegar þú nærð í hundrað stig á tímabili. Þá er það spurningin um hvernig þú kemur til baka og við gerðum það. Ég er ánægður með liðið mitt því vioð höfum náð í fullt af stigum,“ sagði Guardiola. „Við getum ekki búist við því að vera með tólf eða þrettán stiga forskot um jólin eins og á síðasta tímabili. Það hefur aðeins gerst einu sinni á okkar ævi. Þetta er nýtt tímabil og andstæðingur okkar er sterkur. Fyrir mig skiptir það miklu máli og er mikil hvatning,“ sagði Guardiola.Oh here we go... https://t.co/pSDI9NtKIa — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) January 3, 2019Manchester City hefur unnið þrjá Englandsmeistaratitla á síðustu sjö tímabilum en Liverpool hefur ekki unnið ensku deildina síðan 1990. „Sagan er ekki bara tíu ár. Hún er mun lengri. Anfield er Anfield. Sagan er þar. Meistaradeildina er þar. Þegar leikmenn klæðast skyrtunni þá vita þeir hvað þeir eru að spila fyrir. Við erum að reyna að búa til sögu hér,“ sagði Guardiola en örlög City breyttust snögglega þegar nýr moldríkur eigandi keypti félagið árið 2008. „Nú er það Liverpool sem þarf að spyrja sig um ástæður þess að félagið hefur ekki unnið ensku deildina í svona langan tíma. Ég veit hvernig þeim líður og ég skil það. Það er erfitt að eiga við það,“ sagði Guardiola.Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, talaði um traust eða réttara sagt skort á trausti til hans liðs á blaðamannafundi fyrir stórleikinn á móti Liverpool. Hann skaut líka aðeins á 29 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitli enda eru báðir stjórar uppteknir við að setja pressuna yfir á hvorn annan. Manchester City fær topplið Liverpool í heimsókn í kvöld en Liverpool liðið nær tíu stiga forskoti á City með sigri. Þá væru City-menn nánast úr leik í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. „Ég veit að í dag treystir okkur enginn. Allir eru að tala um „ef við töpum“ en við getum unnið,“ sagði Pep Guardiola. „Eins og er þá er Liverpool með besta liðið í Evrópu, hvað varðar stöðugleika og hvernig þeir stjórna litlu hlutunum í sínum leikjum,“ sagði Guardiola en Liverpool liðið hefur unnið níu deildarleiki í röð.Pep Guardiola says pressure to end 29-year title drought will be 'difficult to handle' for Liverpool playershttps://t.co/Ch85BpiOwo — Telegraph Football (@TeleFootball) January 2, 2019Manchester City setti nýtt met í stigasöfnuna og markaskorun á síðasta tímabili þegar liðið vann deildina með yfirburðum. Það hefur ekki gengið alveg eins vel í vetur. „Þú heyrir fullt af fallegum orðum þegar þú nærð í hundrað stig á tímabili. Þá er það spurningin um hvernig þú kemur til baka og við gerðum það. Ég er ánægður með liðið mitt því vioð höfum náð í fullt af stigum,“ sagði Guardiola. „Við getum ekki búist við því að vera með tólf eða þrettán stiga forskot um jólin eins og á síðasta tímabili. Það hefur aðeins gerst einu sinni á okkar ævi. Þetta er nýtt tímabil og andstæðingur okkar er sterkur. Fyrir mig skiptir það miklu máli og er mikil hvatning,“ sagði Guardiola.Oh here we go... https://t.co/pSDI9NtKIa — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) January 3, 2019Manchester City hefur unnið þrjá Englandsmeistaratitla á síðustu sjö tímabilum en Liverpool hefur ekki unnið ensku deildina síðan 1990. „Sagan er ekki bara tíu ár. Hún er mun lengri. Anfield er Anfield. Sagan er þar. Meistaradeildina er þar. Þegar leikmenn klæðast skyrtunni þá vita þeir hvað þeir eru að spila fyrir. Við erum að reyna að búa til sögu hér,“ sagði Guardiola en örlög City breyttust snögglega þegar nýr moldríkur eigandi keypti félagið árið 2008. „Nú er það Liverpool sem þarf að spyrja sig um ástæður þess að félagið hefur ekki unnið ensku deildina í svona langan tíma. Ég veit hvernig þeim líður og ég skil það. Það er erfitt að eiga við það,“ sagði Guardiola.Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira