Guardiola: Liverpool þarf að spyrja sig af hverju það sé svona langt síðan liðið vann titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2019 09:00 Það eru að verða liðin 29 ár síðan Liverpool varð síðast Englandsmeistari. Hér eru fjórir úr því liði eða þeir Steve Nicol, Peter Beardsley, Ian Rush og Ronnie Whelan. Vísir/Getty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, talaði um traust eða réttara sagt skort á trausti til hans liðs á blaðamannafundi fyrir stórleikinn á móti Liverpool. Hann skaut líka aðeins á 29 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitli enda eru báðir stjórar uppteknir við að setja pressuna yfir á hvorn annan. Manchester City fær topplið Liverpool í heimsókn í kvöld en Liverpool liðið nær tíu stiga forskoti á City með sigri. Þá væru City-menn nánast úr leik í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. „Ég veit að í dag treystir okkur enginn. Allir eru að tala um „ef við töpum“ en við getum unnið,“ sagði Pep Guardiola. „Eins og er þá er Liverpool með besta liðið í Evrópu, hvað varðar stöðugleika og hvernig þeir stjórna litlu hlutunum í sínum leikjum,“ sagði Guardiola en Liverpool liðið hefur unnið níu deildarleiki í röð.Pep Guardiola says pressure to end 29-year title drought will be 'difficult to handle' for Liverpool playershttps://t.co/Ch85BpiOwo — Telegraph Football (@TeleFootball) January 2, 2019Manchester City setti nýtt met í stigasöfnuna og markaskorun á síðasta tímabili þegar liðið vann deildina með yfirburðum. Það hefur ekki gengið alveg eins vel í vetur. „Þú heyrir fullt af fallegum orðum þegar þú nærð í hundrað stig á tímabili. Þá er það spurningin um hvernig þú kemur til baka og við gerðum það. Ég er ánægður með liðið mitt því vioð höfum náð í fullt af stigum,“ sagði Guardiola. „Við getum ekki búist við því að vera með tólf eða þrettán stiga forskot um jólin eins og á síðasta tímabili. Það hefur aðeins gerst einu sinni á okkar ævi. Þetta er nýtt tímabil og andstæðingur okkar er sterkur. Fyrir mig skiptir það miklu máli og er mikil hvatning,“ sagði Guardiola.Oh here we go... https://t.co/pSDI9NtKIa — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) January 3, 2019Manchester City hefur unnið þrjá Englandsmeistaratitla á síðustu sjö tímabilum en Liverpool hefur ekki unnið ensku deildina síðan 1990. „Sagan er ekki bara tíu ár. Hún er mun lengri. Anfield er Anfield. Sagan er þar. Meistaradeildina er þar. Þegar leikmenn klæðast skyrtunni þá vita þeir hvað þeir eru að spila fyrir. Við erum að reyna að búa til sögu hér,“ sagði Guardiola en örlög City breyttust snögglega þegar nýr moldríkur eigandi keypti félagið árið 2008. „Nú er það Liverpool sem þarf að spyrja sig um ástæður þess að félagið hefur ekki unnið ensku deildina í svona langan tíma. Ég veit hvernig þeim líður og ég skil það. Það er erfitt að eiga við það,“ sagði Guardiola.Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, talaði um traust eða réttara sagt skort á trausti til hans liðs á blaðamannafundi fyrir stórleikinn á móti Liverpool. Hann skaut líka aðeins á 29 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitli enda eru báðir stjórar uppteknir við að setja pressuna yfir á hvorn annan. Manchester City fær topplið Liverpool í heimsókn í kvöld en Liverpool liðið nær tíu stiga forskoti á City með sigri. Þá væru City-menn nánast úr leik í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. „Ég veit að í dag treystir okkur enginn. Allir eru að tala um „ef við töpum“ en við getum unnið,“ sagði Pep Guardiola. „Eins og er þá er Liverpool með besta liðið í Evrópu, hvað varðar stöðugleika og hvernig þeir stjórna litlu hlutunum í sínum leikjum,“ sagði Guardiola en Liverpool liðið hefur unnið níu deildarleiki í röð.Pep Guardiola says pressure to end 29-year title drought will be 'difficult to handle' for Liverpool playershttps://t.co/Ch85BpiOwo — Telegraph Football (@TeleFootball) January 2, 2019Manchester City setti nýtt met í stigasöfnuna og markaskorun á síðasta tímabili þegar liðið vann deildina með yfirburðum. Það hefur ekki gengið alveg eins vel í vetur. „Þú heyrir fullt af fallegum orðum þegar þú nærð í hundrað stig á tímabili. Þá er það spurningin um hvernig þú kemur til baka og við gerðum það. Ég er ánægður með liðið mitt því vioð höfum náð í fullt af stigum,“ sagði Guardiola. „Við getum ekki búist við því að vera með tólf eða þrettán stiga forskot um jólin eins og á síðasta tímabili. Það hefur aðeins gerst einu sinni á okkar ævi. Þetta er nýtt tímabil og andstæðingur okkar er sterkur. Fyrir mig skiptir það miklu máli og er mikil hvatning,“ sagði Guardiola.Oh here we go... https://t.co/pSDI9NtKIa — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) January 3, 2019Manchester City hefur unnið þrjá Englandsmeistaratitla á síðustu sjö tímabilum en Liverpool hefur ekki unnið ensku deildina síðan 1990. „Sagan er ekki bara tíu ár. Hún er mun lengri. Anfield er Anfield. Sagan er þar. Meistaradeildina er þar. Þegar leikmenn klæðast skyrtunni þá vita þeir hvað þeir eru að spila fyrir. Við erum að reyna að búa til sögu hér,“ sagði Guardiola en örlög City breyttust snögglega þegar nýr moldríkur eigandi keypti félagið árið 2008. „Nú er það Liverpool sem þarf að spyrja sig um ástæður þess að félagið hefur ekki unnið ensku deildina í svona langan tíma. Ég veit hvernig þeim líður og ég skil það. Það er erfitt að eiga við það,“ sagði Guardiola.Leikur Manchester City og Liverpool hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira