Enski boltinn

United hleður batteríin í Dúbaí

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ole Gunnar Solskjær vill komast í smá sól
Ole Gunnar Solskjær vill komast í smá sól Vísir/Getty
Ole Gunnar Solskjær ætlar að skjótast með leikmenn sína í sólina í Dúbaí og hlaða rafhlöðurnar eftir jólahátíðirnar fyrir leikinn við Tottenham.

Manchester United mætir Reading í ensku bikarkeppninni um helgina en á síðan ekki leik fyrr en viku síðar þegar liðið sækir Tottenham heim á Wembley.

Samkvæmt heimildum ESPN ætlar Solskjær að nota tækifærið og fara í stutta æfingaferð til Dúbaí þar sem hann getur komið þeim enn betur inn í sína hugmyndafræði.

Norðmaðurinn hefur byrjað mjög vel á Old Trafford, með fjóra sigra úr fjórum leikjum, eftir að hann tók við þegar Jose Mourinho var rekinn fyrir jól.

Solskjær var ráðinn 19. desember en hann hefur bara náð fimm alvöru æfingum með liðið vegna anna yfir jólin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×