Liverpool svaraði rassskellinum á móti City í fyrravetur með þremur sigrum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2019 17:15 Mohamed Salah hjá Liverpool og Aymeric Laporte hjá Manchester City í leik liðanna í fyrra. Vísir/Getty Manchester City og Liverpool mætast í kvöld í risaleik í ensku úrvalsdeildinni en margir líta á leikinn sem einn af úrslitaleikjum tímabilsins. Það er líka von á góðri skemmtun ef við skoðum fjóra leiki liðanna í fyrravetur. Liðin mættust alls fjórum sinnum í deild og Meistaradeild tímbilið 2017-18 og alls voru skoruð 4,5 mörk að meðaltali í þessum fjórum fjörugu leikjum.Speed. Strength. Skill. Bobby's stunner against @ManCity from last season. pic.twitter.com/6R2xjfHfYp — Liverpool FC (@LFC) January 3, 2019Manchester City vann 5-0 stórsigur á Liverpool í fyrsta leik liðanna í september en Sadio Mané fékk þá að líta rauða spjaldið strax á 37. mínútu leiksins. Staðan var þá 2-0 fyrir City en lærisveinar Pep Guardiola bættu við þremur mörkum manni fleiri þar af skoraði Leroy Sané tvö þeirra. Hin mörk City liðsins skoruðu þeir Gabriel Jesus (2 mörk) og Sergio Agüero. Seinni deildarleikurinn fór fram á Anfield í byrjun ársins 2018 og þar var boðið upp á sjö marka veislu. Liverpool vann leikinn 4-3 eftir að hafa komist í 4-1 eftir 68 mínútna leik. City menn skoruðu tvö mörk í lokin en tókst ekki að jafna metin. Alex Oxlade-Chamberlain, Roberto Firmino, Sadio Mané og Mohamed Salah skoruðu mörk Liverpool en fyrir City skoruðu þeir Leroy Sané, Bernardo Silva og Ilkay Gündogan. Liðin spiluðu síðan tvisvar með sex daga millibili í aprílmánuði eftir að þau drógust saman í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool vann fyrri leikinn 3-0 á Anfield þar sem öll þrjú mörkin komu á fyrstu 32 mínútunum. Salah, Oxlade-Chamberlain og Mané komu Liverpool í 3-0 og í lykilstöðu fyrir seinni leikinn. Liverpool vann seinni leikinn 2-1 með mörkum Firmino og Salah og þar með 5-1 samanlagt. Gabriel Jesus kom City í 1-0 strax á 2. mínútu og gaf þeim von en mark Mohamed Salah á 56. mínútu þýddi að City menn þurftu að skora fjögur mörk til viðbótar. Þeim tókst hinsvegar ekki að komast aftur yfir og Roberto Firmino skoraði síðan sigurmarkið þrettán mínútum fyrir leikslok. Liverpool fór síðan alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir sigur á Roma í undanúrslitunum en tapaði þar fyrir Real Madrid. Liverpool vann kannski tveimur fleiri leiki en Manchester City í innbyrðisleikjum liðanna á síðasta tímabili en þau skoruðu samt jafnmörg mörk í þessum fjórum leikjum eða níu mörk hvort lið.Leikir Manchester City og Liverpool tímabilið 2017-18:Enska úrvalsdeildin 9. september: Manchester City - Liverpool 5-0 14. janúar: Liverpool - Manchester City 4-3Meistaradeildin, átta liða úrslit: 4. apríl: Liverpool - Manchester City 3-0 10. apríl: Manchester City - Liverpool 1-2Samtals: 4 leikir 18 mörk 4,5 mörk í leik Liverpool 3 sigrar og 9 mörk Manchester City 1 sigur og 9 mörk Enski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
Manchester City og Liverpool mætast í kvöld í risaleik í ensku úrvalsdeildinni en margir líta á leikinn sem einn af úrslitaleikjum tímabilsins. Það er líka von á góðri skemmtun ef við skoðum fjóra leiki liðanna í fyrravetur. Liðin mættust alls fjórum sinnum í deild og Meistaradeild tímbilið 2017-18 og alls voru skoruð 4,5 mörk að meðaltali í þessum fjórum fjörugu leikjum.Speed. Strength. Skill. Bobby's stunner against @ManCity from last season. pic.twitter.com/6R2xjfHfYp — Liverpool FC (@LFC) January 3, 2019Manchester City vann 5-0 stórsigur á Liverpool í fyrsta leik liðanna í september en Sadio Mané fékk þá að líta rauða spjaldið strax á 37. mínútu leiksins. Staðan var þá 2-0 fyrir City en lærisveinar Pep Guardiola bættu við þremur mörkum manni fleiri þar af skoraði Leroy Sané tvö þeirra. Hin mörk City liðsins skoruðu þeir Gabriel Jesus (2 mörk) og Sergio Agüero. Seinni deildarleikurinn fór fram á Anfield í byrjun ársins 2018 og þar var boðið upp á sjö marka veislu. Liverpool vann leikinn 4-3 eftir að hafa komist í 4-1 eftir 68 mínútna leik. City menn skoruðu tvö mörk í lokin en tókst ekki að jafna metin. Alex Oxlade-Chamberlain, Roberto Firmino, Sadio Mané og Mohamed Salah skoruðu mörk Liverpool en fyrir City skoruðu þeir Leroy Sané, Bernardo Silva og Ilkay Gündogan. Liðin spiluðu síðan tvisvar með sex daga millibili í aprílmánuði eftir að þau drógust saman í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool vann fyrri leikinn 3-0 á Anfield þar sem öll þrjú mörkin komu á fyrstu 32 mínútunum. Salah, Oxlade-Chamberlain og Mané komu Liverpool í 3-0 og í lykilstöðu fyrir seinni leikinn. Liverpool vann seinni leikinn 2-1 með mörkum Firmino og Salah og þar með 5-1 samanlagt. Gabriel Jesus kom City í 1-0 strax á 2. mínútu og gaf þeim von en mark Mohamed Salah á 56. mínútu þýddi að City menn þurftu að skora fjögur mörk til viðbótar. Þeim tókst hinsvegar ekki að komast aftur yfir og Roberto Firmino skoraði síðan sigurmarkið þrettán mínútum fyrir leikslok. Liverpool fór síðan alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir sigur á Roma í undanúrslitunum en tapaði þar fyrir Real Madrid. Liverpool vann kannski tveimur fleiri leiki en Manchester City í innbyrðisleikjum liðanna á síðasta tímabili en þau skoruðu samt jafnmörg mörk í þessum fjórum leikjum eða níu mörk hvort lið.Leikir Manchester City og Liverpool tímabilið 2017-18:Enska úrvalsdeildin 9. september: Manchester City - Liverpool 5-0 14. janúar: Liverpool - Manchester City 4-3Meistaradeildin, átta liða úrslit: 4. apríl: Liverpool - Manchester City 3-0 10. apríl: Manchester City - Liverpool 1-2Samtals: 4 leikir 18 mörk 4,5 mörk í leik Liverpool 3 sigrar og 9 mörk Manchester City 1 sigur og 9 mörk
Enski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira