Enski boltinn

Loks getur de Gea hætt að væla

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
De Gea getur tekið gleði sína á ný
De Gea getur tekið gleði sína á ný vísir/getty
Ander Herrera fagnaði manna mest að Manchester United hafi náð að halda hreinu í gær því þá hættir David de Gea að væla.

Síðan Ole Gunnar Solskjær tók við liði United fyrir jól hefur verið allt annað að sjá til liðsins og það skorað nóg af mörkum og unnið alla fjóra leiki sína. Hins vegar fékk United á sig mark í fyrstu leikjunum þremur þar til þeir héldu loks hreinu gegn Newcastle í gærkvöld.

„Það er mjög mikilvægt og sérstaklega mikilvægt fyrir David,“ sagði miðjumaðurinn Herrera.

„Við vildum gera David ánægðan því hann var vonsvikinn með síðustu leiki. Ég þurfti að þola hann eftir leiki, að drepa niður ánægjuna og væla um að hann vildi halda hreinu. Nú er ég ánægður með að hann hafi loks náð því.“

Eftir erfiða jólatörn er aðeins að hægja á álaginu hjá United, liðið mætir Reading í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar um helgina og fær svo vikufrí þar til liðið sækir Tottenham heim í deildinni 13. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×