Enski boltinn

Gerrard fær Jermain Defoe til sín í Rangers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jermain Defoe og Steven Gerrard léku saman hjá enska landsliðinu.
Jermain Defoe og Steven Gerrard léku saman hjá enska landsliðinu. Vísir/Getty
Enski framherjinn Jermain Defoe ætlar að spila næstu mánuðina með Rangers í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Rangers hefur gert átján mánaða lánsamning við Bournemouth og er Jermain Defoe ætlað að lífga upp á sóknarleik skoska liðsins. Bournemouth getur þó kallað hann tvisvar til baka, fyrst í sumar og svo aftuir í janúar 2020.





Steven Gerrard er á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri Rangers en liðið er í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar með 42 stig og 43 mörk í 21 leik. Celtic er líka með 42 stig en með betri markatölu auk þess að eiga leik inni.

Hinn 36 ára gamli Jermain Defoe hefur aðeins komið við sögu í fjórum deildarleikjum Bournemouth á leiktíðinni og í öll skiptin sem varamaður. Hann hefur aðeins fengið að byrja inná í deildabikarnum.

Markahæsti leikmaður Rangers á tímabilinu er fyrirliðinn James Tavernier en hann er hægri bakvörður. Fjórir markahæstu leikmenn liðsins eru miðjumenn en varnarmenn en markahæsti sóknarmaðurinn er Kyle Lafferty með 4 mörk í 20 leikjum í öllum keppnum.

Það kemur því ekkert mikið á óvart að Steven Gerrard hafi viljað fá til síns markaskorara af guðs náð. Jermain Defoe hefur skorað 261 mark á ferli sínum í enska boltanum en hann lék líka eitt tímabil með Toronto FC í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×