Íslenski boltinn

Segja að Arnar Þór Viðars og Eiður Smári verði kynntir í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson (til vinstri) á dögum sínum saman í íslenska A-landsliðinu.
Eiður Smári Guðjohnsen og Arnar Þór Viðarsson (til vinstri) á dögum sínum saman í íslenska A-landsliðinu. Vísir/Getty
Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen munu taka við íslenska 21 árs landsliðinu í fótbolta samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Knattspyrnusamband Íslands verður með blaðmannafund í dag þar sem nýtt þjálfarateymi U21 árs landsliðs karla verður kynnt.

Fótbolti.net greindi frá því á dögunum að Arnar Þór og Eiður Smári væru í viðræðum við KSÍ sem gengu svo vel að þeir verða kynntir seinna í dag.

Arnar Þór Viðarsson mun taka við starfi Eyjólfs Sverrissonar sem hefur þjálfað 21 árs landsliðið frá árinu 2009. Eiður Smári kemur í staðinn fyrir Tómas Inga Tómassonar.

Besti árangurinn undir stjórn Eyjólfs var þegar íslenska 21 árs landsliðið komst í úrslitakeppni EM í Danmörku sumarið 2011.

Þeir Arnar og Eiður voru herbergisfélagar í A-landsliðinu á sínum tíma og þekkjast því mjög vel.

Arnar Þór hefur verið að þjálfa í Belgíu síðan að skórnir fóru upp á hillu bæði sem aðstoðarþjálfari og aðalþjálfari. Hann fékk tækifæri bæði hjá Cercle Brugge og Lokeren.

Þetta er fyrsta þjálfarastarf Eiðs Smára en hann hefur verið að vinna sem knattspyrnusérfræðingur í sjónvarpi undanfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×