Everton marði Lincoln

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Everton fagna marki Bernard.
Leikmenn Everton fagna marki Bernard. vísir/getty
Everton er komið áfram í fjórðu umferð bikarkeppninnar eftir 2-1 sigur á D-deildarliðinu Lincoln á Goodison Park í dag.

Það stefndi allt í stórsigur Everton því eftir fjórtánd mínútur var staðan orðinn 2-0 fyrir heimalaiðinu og gestirnir úr D-deildinni virtust skelkaðir.

Ademola Lookman kom Everton yfir á tólftu mínútu eftir sendingu frá Leighton Baines og tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Bernarnd forystuna eftir flott spil.

Varnarleikur Everton hefur ekki verið upp á marga fiska á leiktíðinni og gestirnir náðu að minnka forystuna á 28. mínútu. Varnarmaðurinn Michael Bostwick kom þá boltanum yfir línuna eftir hornspyrnu.

Fátt markvert gerðist í síðari hálfleiknum. Everton réði lögum og lofum en náði ekki að gera út um leikinn. Lokatölur 2-1 sigur Everton sem er komið í 32-liða úrslitin.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton en var tekinn af velli er um tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira