Erlent

Koma sama til að kjósa nýjan konung Malasíu

Atli Ísleifsson skrifar
Muhammed fimmti tók við völdum árið 2017.
Muhammed fimmti tók við völdum árið 2017. AP/YAM G-JUN
Soldánar úr hinum níu konunglegu fjölskyldum Malasíu munu koma saman til að kjósa nýjan konung landsins eftir að óvænt var greint frá því að Muhammed fimmti hafi afsalað sér völdum.

Frá þessu greinir ríkisfjölmiðillinn Bernama. Atkvæðagreiðslan mun fara fram 24. janúar og mun nýr konungur formlega taka við í lok mánaðar.

Sérstakt ráð, sem samanstendur af soldánum, velur næsta konung. Valdatímabil hans er fimm ár, en embættið að mestu valdalítið.

Greint var frá því um helgina að hinn 49 ára Muhammed fimmti hafi ákveðið að afsala sér völdum. Hann gekk nýlega að eiga rússneska fegurðardrottningu frá Moskvu.

Malasískir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að spenna hafi að undanförnu verið í samskiptum konungs og ríkisstjórnar landsins.

Muhammed fimmti tók við völdum árið 2017.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×