Erlent

Táningur yfirheyrður í Þýskalandi vegna gagnalekans

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan í Þýskalandi rannsakar málið.
Lögreglan í Þýskalandi rannsakar málið. Getty/Thomas Lohnes.
Nítján ára gamall karlmaður hefur verið yfirheyrður af lögreglu í Þýskalandi í tengslum við umfangsmikinn gagnaleka þar sem persónuupplýsingum þýskra stjórnmálamanna voru birtar á netinu.

Greiðslukortaupplýsingar og farsímanúmer er á meðal upplýsinga um hundruð þýskra stjórnmálamanna sem lekið var en félagar í öllum stjórnmálaflokkum Þýskalands nema hægriöfgaflokksins Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) urðu fyrir barðinu á þrjótunum. Upplýsingum um Angelu Merkel var meðal annars lekið á netið.

Lögregla gerði húsleit á heimili mannsins í bænum Heilbronn í suðvestur-Þýskalandi í gær og lagði hald á tölvubúnað og það sem fannst í ruslatunnum heimilisins.

Maðurinn hefur aðeins verið nafngreindur sem Jan S. segist ekki vera maðurinn á bak við lekann en segist þó kannast við og hafa átt í samskiptum við tölvuhakkarann Orbit, sem birti upplýsingarnar sem um ræðir.

Lögregluyfirvöld í Þýskalandi fengu ekki upplýsingar um tölvuinnbrotin fyrr en á föstudag og var þá greint frá þeim opinberlega. Engu að síður hafði Upplýsingaöryggisstofnun Þýskalands haft vitneskju um gagnalekann frá því í desember.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×