Akranesbæ synjað um fleiri hjúkrunarrými: „Við erum með fólk sem vill koma í þessi hjúkrunarrými“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. janúar 2019 20:00 Heilbrigðisráðherra hefur synjað beiðni Akranesbæjar um fjölgun hjúkrunarrýma á dvalarheimilinu Höfða þrátt fyrir brýna þörf, að sögn stjórnarformanns Höfða. Hún segir mikla óánægju innan bæjarstjórnar enda hafi hjúkrunarrýmum fækkað um átta á nokkrum árum á sama tíma og íbúum fjölgar. Árið 2016 hófust bréfaskrif hjúkrunarforstjóra hjúkrunarheimilisins Höfða á Akranesi til Velferðarráðuneytisins um brýna þörf á fleiri hjúkrunarrýmum. Þar var gerð grein fyrir þeirri fækkun sem hefur orðið á hjúkrunarrýmum en þeim hefur fækkað úr 78 í 70 frá 2014. „Þeim hefur fækkað um átta á meðan samfélagið Akranes hefur verið að stækka gríðarlega hratt á þessum árum. Í tvö ár, á meðan við höfum haft þrjá heilbrigðisráðherra, þá var erindinu ekki svarað. Það gerist ekki fyrr en bæjarstjórn skerst í leikinn og þrýstir á ráðherra með ályktun þar sem er verið að knýja á um svör hvort við fáum að fjölga hjúkrunarrýmum,“ segir Elsa Lára og bætir við að þetta séu ólíðandi vinnubrögð og að þannig eigi stjórnsýslan ekki að virka. Í dag eru rekin fjögur biðrými á Höfða en þau voru sett á fót til að taka á fráflæðisvanda Landspítalans en þau eiga að falla niður í haust. Stjórn Höfða og bæjarstjórn báðu um að þessi rými yrðu í það minnsta gerð varanleg en í svarbréfi ráðherra sem barst á dögunum er því synjað á þeim forsendum að ekki séð gert ráð fyrir rýmunum í fjárlögum ársins og að á Vesturlandi sé staðan nokkuð góð. Elsa Lára segir að staðan sé allt önnur. „Þörfin er brýn. Nú hafa sambönd sveitarfélaga á Vesturlandi verið að vinna að velferðarstefnu og þar sést þörfin greinilega. Við erum með fjögur rými sem eru til staðar, það rennur út í haust, við erum með fólk sem vill koma í þessi rými,“ segir Elsa Lára en henni þykir fráleitt að Höfði fái ekki að bæta við varanlegum rýmum sem eru nú þegar til staðar. „Ef við nýtum þau pláss sem eru auð þá kostað það ríkið tólf milljónir á ári en ef við erum að byggja rými þá kostar það okkur 36,5 milljónir á ári,“ segir Elsa og vísað til þess að nú liggi fyrir að byggja eigi 270 ný hjúkrunarrými. Akranes Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur synjað beiðni Akranesbæjar um fjölgun hjúkrunarrýma á dvalarheimilinu Höfða þrátt fyrir brýna þörf, að sögn stjórnarformanns Höfða. Hún segir mikla óánægju innan bæjarstjórnar enda hafi hjúkrunarrýmum fækkað um átta á nokkrum árum á sama tíma og íbúum fjölgar. Árið 2016 hófust bréfaskrif hjúkrunarforstjóra hjúkrunarheimilisins Höfða á Akranesi til Velferðarráðuneytisins um brýna þörf á fleiri hjúkrunarrýmum. Þar var gerð grein fyrir þeirri fækkun sem hefur orðið á hjúkrunarrýmum en þeim hefur fækkað úr 78 í 70 frá 2014. „Þeim hefur fækkað um átta á meðan samfélagið Akranes hefur verið að stækka gríðarlega hratt á þessum árum. Í tvö ár, á meðan við höfum haft þrjá heilbrigðisráðherra, þá var erindinu ekki svarað. Það gerist ekki fyrr en bæjarstjórn skerst í leikinn og þrýstir á ráðherra með ályktun þar sem er verið að knýja á um svör hvort við fáum að fjölga hjúkrunarrýmum,“ segir Elsa Lára og bætir við að þetta séu ólíðandi vinnubrögð og að þannig eigi stjórnsýslan ekki að virka. Í dag eru rekin fjögur biðrými á Höfða en þau voru sett á fót til að taka á fráflæðisvanda Landspítalans en þau eiga að falla niður í haust. Stjórn Höfða og bæjarstjórn báðu um að þessi rými yrðu í það minnsta gerð varanleg en í svarbréfi ráðherra sem barst á dögunum er því synjað á þeim forsendum að ekki séð gert ráð fyrir rýmunum í fjárlögum ársins og að á Vesturlandi sé staðan nokkuð góð. Elsa Lára segir að staðan sé allt önnur. „Þörfin er brýn. Nú hafa sambönd sveitarfélaga á Vesturlandi verið að vinna að velferðarstefnu og þar sést þörfin greinilega. Við erum með fjögur rými sem eru til staðar, það rennur út í haust, við erum með fólk sem vill koma í þessi rými,“ segir Elsa Lára en henni þykir fráleitt að Höfði fái ekki að bæta við varanlegum rýmum sem eru nú þegar til staðar. „Ef við nýtum þau pláss sem eru auð þá kostað það ríkið tólf milljónir á ári en ef við erum að byggja rými þá kostar það okkur 36,5 milljónir á ári,“ segir Elsa og vísað til þess að nú liggi fyrir að byggja eigi 270 ný hjúkrunarrými.
Akranes Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira