Akranesbæ synjað um fleiri hjúkrunarrými: „Við erum með fólk sem vill koma í þessi hjúkrunarrými“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. janúar 2019 20:00 Heilbrigðisráðherra hefur synjað beiðni Akranesbæjar um fjölgun hjúkrunarrýma á dvalarheimilinu Höfða þrátt fyrir brýna þörf, að sögn stjórnarformanns Höfða. Hún segir mikla óánægju innan bæjarstjórnar enda hafi hjúkrunarrýmum fækkað um átta á nokkrum árum á sama tíma og íbúum fjölgar. Árið 2016 hófust bréfaskrif hjúkrunarforstjóra hjúkrunarheimilisins Höfða á Akranesi til Velferðarráðuneytisins um brýna þörf á fleiri hjúkrunarrýmum. Þar var gerð grein fyrir þeirri fækkun sem hefur orðið á hjúkrunarrýmum en þeim hefur fækkað úr 78 í 70 frá 2014. „Þeim hefur fækkað um átta á meðan samfélagið Akranes hefur verið að stækka gríðarlega hratt á þessum árum. Í tvö ár, á meðan við höfum haft þrjá heilbrigðisráðherra, þá var erindinu ekki svarað. Það gerist ekki fyrr en bæjarstjórn skerst í leikinn og þrýstir á ráðherra með ályktun þar sem er verið að knýja á um svör hvort við fáum að fjölga hjúkrunarrýmum,“ segir Elsa Lára og bætir við að þetta séu ólíðandi vinnubrögð og að þannig eigi stjórnsýslan ekki að virka. Í dag eru rekin fjögur biðrými á Höfða en þau voru sett á fót til að taka á fráflæðisvanda Landspítalans en þau eiga að falla niður í haust. Stjórn Höfða og bæjarstjórn báðu um að þessi rými yrðu í það minnsta gerð varanleg en í svarbréfi ráðherra sem barst á dögunum er því synjað á þeim forsendum að ekki séð gert ráð fyrir rýmunum í fjárlögum ársins og að á Vesturlandi sé staðan nokkuð góð. Elsa Lára segir að staðan sé allt önnur. „Þörfin er brýn. Nú hafa sambönd sveitarfélaga á Vesturlandi verið að vinna að velferðarstefnu og þar sést þörfin greinilega. Við erum með fjögur rými sem eru til staðar, það rennur út í haust, við erum með fólk sem vill koma í þessi rými,“ segir Elsa Lára en henni þykir fráleitt að Höfði fái ekki að bæta við varanlegum rýmum sem eru nú þegar til staðar. „Ef við nýtum þau pláss sem eru auð þá kostað það ríkið tólf milljónir á ári en ef við erum að byggja rými þá kostar það okkur 36,5 milljónir á ári,“ segir Elsa og vísað til þess að nú liggi fyrir að byggja eigi 270 ný hjúkrunarrými. Akranes Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hefur synjað beiðni Akranesbæjar um fjölgun hjúkrunarrýma á dvalarheimilinu Höfða þrátt fyrir brýna þörf, að sögn stjórnarformanns Höfða. Hún segir mikla óánægju innan bæjarstjórnar enda hafi hjúkrunarrýmum fækkað um átta á nokkrum árum á sama tíma og íbúum fjölgar. Árið 2016 hófust bréfaskrif hjúkrunarforstjóra hjúkrunarheimilisins Höfða á Akranesi til Velferðarráðuneytisins um brýna þörf á fleiri hjúkrunarrýmum. Þar var gerð grein fyrir þeirri fækkun sem hefur orðið á hjúkrunarrýmum en þeim hefur fækkað úr 78 í 70 frá 2014. „Þeim hefur fækkað um átta á meðan samfélagið Akranes hefur verið að stækka gríðarlega hratt á þessum árum. Í tvö ár, á meðan við höfum haft þrjá heilbrigðisráðherra, þá var erindinu ekki svarað. Það gerist ekki fyrr en bæjarstjórn skerst í leikinn og þrýstir á ráðherra með ályktun þar sem er verið að knýja á um svör hvort við fáum að fjölga hjúkrunarrýmum,“ segir Elsa Lára og bætir við að þetta séu ólíðandi vinnubrögð og að þannig eigi stjórnsýslan ekki að virka. Í dag eru rekin fjögur biðrými á Höfða en þau voru sett á fót til að taka á fráflæðisvanda Landspítalans en þau eiga að falla niður í haust. Stjórn Höfða og bæjarstjórn báðu um að þessi rými yrðu í það minnsta gerð varanleg en í svarbréfi ráðherra sem barst á dögunum er því synjað á þeim forsendum að ekki séð gert ráð fyrir rýmunum í fjárlögum ársins og að á Vesturlandi sé staðan nokkuð góð. Elsa Lára segir að staðan sé allt önnur. „Þörfin er brýn. Nú hafa sambönd sveitarfélaga á Vesturlandi verið að vinna að velferðarstefnu og þar sést þörfin greinilega. Við erum með fjögur rými sem eru til staðar, það rennur út í haust, við erum með fólk sem vill koma í þessi rými,“ segir Elsa Lára en henni þykir fráleitt að Höfði fái ekki að bæta við varanlegum rýmum sem eru nú þegar til staðar. „Ef við nýtum þau pláss sem eru auð þá kostað það ríkið tólf milljónir á ári en ef við erum að byggja rými þá kostar það okkur 36,5 milljónir á ári,“ segir Elsa og vísað til þess að nú liggi fyrir að byggja eigi 270 ný hjúkrunarrými.
Akranes Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent