Svara kalli Vesturbæinga um gangbrautarvörslu og íbúafund Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2019 16:22 Gönguljósin við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla. Vísir/Hvati Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.Eins og Vísir greindi frá í morgun varð slys á götuljósunum á níunda tímanum í morgun. Þrettán ára stúlka á leið í Hagaskóla slasaðist lítillega. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ágreiningur uppi hvaða litur hafi verið á ljósunum þegar slysið varð.Uppi varð fótur og vit í Facebook-hópnum Vesturbærinn. Íbúar kröfðust þess að fá fund með borgarstjóra, Vegagerðinni, ráðherra, lögreglustjóra tengdum aðilum. Auk þess stóð til að efna til mótmæla í fyrramálið á gönguljósunum og um leið standa vaktina á ljósunum frá átta til hálf níu. Í tilkynningu frá borginni segir að gæslan hefjist við upphaf hvers skóladags og er áætlað að hún standi fram á vor. Slys hafi átt sér stað á Hringbrautinni við gangbrautarljósin og sé öryggi gangandi vegfarenda þar ábótavant.Sjúkrabíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins flutti þrettán ára stúlku á slysadeild í morgun. Meiðsli hennar voru minniháttar skv. upplýsingum frá lögreglu.Vísir/TumiVerður að lækka hámarkshraðann Einnig hafi verið ákveðið að boða til samráðsfundar með Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Vegagerðinni sem er veghaldari Hringbrautar, Samgöngustofu og íbúasamtökum hverfisins ásamt samgönguskrifstofu Reykjavíkurborgar. Er því komið til móts við kröfur íbúa um bæði gangbrautavörslu og íbúafund. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir umferðaröryggi gangandi vegfarenda algjört forgangsmál hjá borgaryfirvöldum. „Það verður að lækka hámarkshraðann í götunni og bæta öryggi gangandi vegfarenda við allar gönguþveranir. Það skilar okkur mestum árangri ásamt því að bæta lýsinguna í götunni. Það verður einfaldlega ekki unað lengur við núverandi ástand, öryggi barna er ofar öllu.“Sigurborg Ósk Haraldsdóttir pírati er formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Lækka hámarkshraða Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg er bent á skýrslu umhverfis- og skipulagssviðs um hraðaminnkandi aðgerðir vestan Kringlumýrarbrautar sem kom út í janúar fyrir tveimur árum. Þar er meðal annars lagt til að hraðamörk verði lækkuð um 10 km/klst í tveimur áföngum. Um er að ræða götur vestan Kringlumýrarbrautar þar sem hraðamörk eru 50 eða 60 km/klst. Auk verði 30 km/klst fjölgað og núverandi svæði stækkuð. Þar koma einnig fram tillögur um að gönguleiðir þvert á umferðargötur með 40 eða 50 km/klst. hámarkshraða, t.d. á Hringbraut við Framnesveg og Hofsvallagötu verði upphækkaðar og merktar með skýrari hætti. Fundurinn mun fara fram í næstu viku og verður tími og staðsetning auglýst síðar. Borgarstjórn Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira
Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.Eins og Vísir greindi frá í morgun varð slys á götuljósunum á níunda tímanum í morgun. Þrettán ára stúlka á leið í Hagaskóla slasaðist lítillega. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ágreiningur uppi hvaða litur hafi verið á ljósunum þegar slysið varð.Uppi varð fótur og vit í Facebook-hópnum Vesturbærinn. Íbúar kröfðust þess að fá fund með borgarstjóra, Vegagerðinni, ráðherra, lögreglustjóra tengdum aðilum. Auk þess stóð til að efna til mótmæla í fyrramálið á gönguljósunum og um leið standa vaktina á ljósunum frá átta til hálf níu. Í tilkynningu frá borginni segir að gæslan hefjist við upphaf hvers skóladags og er áætlað að hún standi fram á vor. Slys hafi átt sér stað á Hringbrautinni við gangbrautarljósin og sé öryggi gangandi vegfarenda þar ábótavant.Sjúkrabíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins flutti þrettán ára stúlku á slysadeild í morgun. Meiðsli hennar voru minniháttar skv. upplýsingum frá lögreglu.Vísir/TumiVerður að lækka hámarkshraðann Einnig hafi verið ákveðið að boða til samráðsfundar með Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Vegagerðinni sem er veghaldari Hringbrautar, Samgöngustofu og íbúasamtökum hverfisins ásamt samgönguskrifstofu Reykjavíkurborgar. Er því komið til móts við kröfur íbúa um bæði gangbrautavörslu og íbúafund. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir umferðaröryggi gangandi vegfarenda algjört forgangsmál hjá borgaryfirvöldum. „Það verður að lækka hámarkshraðann í götunni og bæta öryggi gangandi vegfarenda við allar gönguþveranir. Það skilar okkur mestum árangri ásamt því að bæta lýsinguna í götunni. Það verður einfaldlega ekki unað lengur við núverandi ástand, öryggi barna er ofar öllu.“Sigurborg Ósk Haraldsdóttir pírati er formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Lækka hámarkshraða Í tilkynningunni frá Reykjavíkurborg er bent á skýrslu umhverfis- og skipulagssviðs um hraðaminnkandi aðgerðir vestan Kringlumýrarbrautar sem kom út í janúar fyrir tveimur árum. Þar er meðal annars lagt til að hraðamörk verði lækkuð um 10 km/klst í tveimur áföngum. Um er að ræða götur vestan Kringlumýrarbrautar þar sem hraðamörk eru 50 eða 60 km/klst. Auk verði 30 km/klst fjölgað og núverandi svæði stækkuð. Þar koma einnig fram tillögur um að gönguleiðir þvert á umferðargötur með 40 eða 50 km/klst. hámarkshraða, t.d. á Hringbraut við Framnesveg og Hofsvallagötu verði upphækkaðar og merktar með skýrari hætti. Fundurinn mun fara fram í næstu viku og verður tími og staðsetning auglýst síðar.
Borgarstjórn Lögreglumál Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Sjá meira