Fullt út úr dyrum á íbúafundi um uppbyggingu á Oddeyrinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2019 21:45 Þéttsetinn bekkurinn. Vísir/Tryggvi Páll Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund síðdegis í dag þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. Fyrir skömmu samþykkti bæjarstjórn Akureyrar fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta aðalskipulagi Akureyrar svo SS Byggi verði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Mikið hefur verið rætt um málið á meðal bæjarbúa frá því að Vísir sagði fyrst frá fyrirhugaðri uppbyggingu. Ekki minnkaði umræðan eftir að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar birti myndir af þeim tillögum sem eru til grundvallar skipulagsvinnunni.Sjá einnig: Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út Blásið var til íbúafundar í kvöld þar sem hugmyndirnar voru kynntar nánar. Mikill áhugi virðist vera á málinu þar sem fullt var út úr dyrum á findinum. Þar fór Pétur Ingi Haraldsson, sviðsstjóri skipulagssviðs Akureyrarbæjar, yfir hvernig skipulagsferlið virkar og hvar málið væri statt í ferlinu. Orri Árnason, arkitekt hjá Zeppelin arkitektum, kynnti svo hugmyndirnar nánar.Orri Árnason, arkitekt, kynnti hugmyndirnar.Vísir/Tryggvi PállMálið skammt komið í skipulagsferlinu Í máli Péturs kom glögglega fram að skipulagsvinnan færi stutt á veg komin og að langur vegur væri frá því að búið væri að samþykkja fyrirhugaðar breytingar á skipulagi, sem miða að því að heimiluð verði 6-11 hæða fjölbýlishús á reit þar sem gildandi skipulag gerir ráð fyrir 3-4 hæða byggingum. Taka þyrfti tillit til athugasemda frá hagsmunaaðilum á borð við Isavia og hverfisnefndar Oddeyrar, auk þess sem að Pétur hvatti íbúa til þess að senda inn athugasemdir vegna málsins. Þá lagði hann einnig áherslu á það að það væri í höndum bæjarstjórnar bæjarins að taka ákvörðun um hvort heimila ætti hina fyrirhuguðu breytingu á aðalskipulagi. Orri Árnason, arkitektinn sem teiknaði þau hús sem eru til grundvallar skipulagsvinnunni, kynnti einnig hugmyndirnar fyrir bæjarbúum á fundinum. Spurði hann hvort að Akureyringar hefðu eitthvað að óttast við það að þessi hús myndu rísa. Fékk hann reyndar ekki svar við þeirri spurningu en í máli hans kom fram sú skoðun að húsin myndu meðal annars styrkja miðbæ bæjarins og lífga upp á hið rótgróna hverfi sem Oddeyrin er.Gestir gátu kynnt sér tillögurnar á veggspjöldum.Vísir/Tryggvi PállHæð húsanna og flugvöllurinn mesta áhyggjuefni fundargesta Miðað við umræður á samfélagsmiðlum síðustu vikur mátti ef til vill búast við að um hitafund yrði að ræða en sú reyndist raunin ekki. Umræður voru á kurteisislegum nótum og fengu Pétur og Orri margvíslegar spurningar frá fundargestum um hugmyndirnar og ferlið sem framundan er. Ýmsir fögnuðu hugmyndunum á fundinum en meira bar þó á röddum sem eru neikvæðar í garð hugmyndanna. Snerust athugasemdir þeirra flestar um tvennt, annars vegar um áhyggjur af áhrifum húsanna á Akureyrarflugvöll og hæð húsanna, sem margir á fundinum nefndu að voru of há. Hugmyndirnar hafa einmitt verið gagnrýndar fyrir það að hæð hinna fyrirhuguðu bygginga muni mögulega hafa skerðandi áhrif á aðflug og brottflug frá Akureyrarflugvelli, á sama tíma og heimamenn berjast fyrir uppbyggingu vallarsins. Orri sagðist ekki vera sérfræðingur um flugmál en að tekið hafi verið tillit til viðmiðana frá Isavia vegna hæðar bygginganna. Pétur ítrekaði einnig að Isavia hefði verið beðið um að skila inn athugasemd vegna málsins.Verður til sýnis á Glerártorgi Þeir sem höfðu áhyggjur af hæð húsanna sögðust flestir vera fylgjandi því að einhvers konar uppbygging yrði á svæðinu sem um ræðir, en að þær hæðir sem nefndar hafi verið í tengslum við þessar hugmyndir væri of háar og ekki í tengslum við nærliggjandi byggð. Sagði Orri að verktakinn, SS Byggir, hefði einfaldlega ekki áhuga á því að byggja fjögurra hæða hús á þessum reit, þar sem hann teldi að slík hús myndu ekki seljast. Að fundi loknum gafst fundargestum tækifæri á að ræða við Pétur Inga, Orra, bæjarfulltrúa og fulltrúa SS Byggis sem voru á staðnum. Þá hafði myndum af hugmyndunum verið stillt upp fyrir utan fundarsalinn. Einnig er stefnt að því að hugmyndirnar verði til sýnis á Glerártorgi, þar sem íbúar bæjarins geti kynnt sér þær nánar. Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Akureyringum boðið til fundar um ellefu hæða blokkirnar á Oddeyrinni Skipulagssvið Akureyrar hefur boðað til kynningarfundar í Hofi þar sem kynna á breytingar á aðalskipulagi fyrir Oddeyrina á Akureyri. Um er að ræða fimm fjölbýlishús sem verða mest ellefu metra há. 15. október 2019 15:31 Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45 Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Akureyringar, og þá sérstaklega íbúar á Oddeyrinni, fjölmenntu á íbúafund síðdegis í dag þar sem kynntar voru nánar hugmyndir að uppbyggingu nokkurra fjölbýlishúsa á afmörkuðum reit á Oddeyrinni. Fullt var út úr dyrum á fundinum í kvöld í menningarhúsinu Hofi. Fyrir skömmu samþykkti bæjarstjórn Akureyrar fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta aðalskipulagi Akureyrar svo SS Byggi verði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Mikið hefur verið rætt um málið á meðal bæjarbúa frá því að Vísir sagði fyrst frá fyrirhugaðri uppbyggingu. Ekki minnkaði umræðan eftir að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar birti myndir af þeim tillögum sem eru til grundvallar skipulagsvinnunni.Sjá einnig: Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út Blásið var til íbúafundar í kvöld þar sem hugmyndirnar voru kynntar nánar. Mikill áhugi virðist vera á málinu þar sem fullt var út úr dyrum á findinum. Þar fór Pétur Ingi Haraldsson, sviðsstjóri skipulagssviðs Akureyrarbæjar, yfir hvernig skipulagsferlið virkar og hvar málið væri statt í ferlinu. Orri Árnason, arkitekt hjá Zeppelin arkitektum, kynnti svo hugmyndirnar nánar.Orri Árnason, arkitekt, kynnti hugmyndirnar.Vísir/Tryggvi PállMálið skammt komið í skipulagsferlinu Í máli Péturs kom glögglega fram að skipulagsvinnan færi stutt á veg komin og að langur vegur væri frá því að búið væri að samþykkja fyrirhugaðar breytingar á skipulagi, sem miða að því að heimiluð verði 6-11 hæða fjölbýlishús á reit þar sem gildandi skipulag gerir ráð fyrir 3-4 hæða byggingum. Taka þyrfti tillit til athugasemda frá hagsmunaaðilum á borð við Isavia og hverfisnefndar Oddeyrar, auk þess sem að Pétur hvatti íbúa til þess að senda inn athugasemdir vegna málsins. Þá lagði hann einnig áherslu á það að það væri í höndum bæjarstjórnar bæjarins að taka ákvörðun um hvort heimila ætti hina fyrirhuguðu breytingu á aðalskipulagi. Orri Árnason, arkitektinn sem teiknaði þau hús sem eru til grundvallar skipulagsvinnunni, kynnti einnig hugmyndirnar fyrir bæjarbúum á fundinum. Spurði hann hvort að Akureyringar hefðu eitthvað að óttast við það að þessi hús myndu rísa. Fékk hann reyndar ekki svar við þeirri spurningu en í máli hans kom fram sú skoðun að húsin myndu meðal annars styrkja miðbæ bæjarins og lífga upp á hið rótgróna hverfi sem Oddeyrin er.Gestir gátu kynnt sér tillögurnar á veggspjöldum.Vísir/Tryggvi PállHæð húsanna og flugvöllurinn mesta áhyggjuefni fundargesta Miðað við umræður á samfélagsmiðlum síðustu vikur mátti ef til vill búast við að um hitafund yrði að ræða en sú reyndist raunin ekki. Umræður voru á kurteisislegum nótum og fengu Pétur og Orri margvíslegar spurningar frá fundargestum um hugmyndirnar og ferlið sem framundan er. Ýmsir fögnuðu hugmyndunum á fundinum en meira bar þó á röddum sem eru neikvæðar í garð hugmyndanna. Snerust athugasemdir þeirra flestar um tvennt, annars vegar um áhyggjur af áhrifum húsanna á Akureyrarflugvöll og hæð húsanna, sem margir á fundinum nefndu að voru of há. Hugmyndirnar hafa einmitt verið gagnrýndar fyrir það að hæð hinna fyrirhuguðu bygginga muni mögulega hafa skerðandi áhrif á aðflug og brottflug frá Akureyrarflugvelli, á sama tíma og heimamenn berjast fyrir uppbyggingu vallarsins. Orri sagðist ekki vera sérfræðingur um flugmál en að tekið hafi verið tillit til viðmiðana frá Isavia vegna hæðar bygginganna. Pétur ítrekaði einnig að Isavia hefði verið beðið um að skila inn athugasemd vegna málsins.Verður til sýnis á Glerártorgi Þeir sem höfðu áhyggjur af hæð húsanna sögðust flestir vera fylgjandi því að einhvers konar uppbygging yrði á svæðinu sem um ræðir, en að þær hæðir sem nefndar hafi verið í tengslum við þessar hugmyndir væri of háar og ekki í tengslum við nærliggjandi byggð. Sagði Orri að verktakinn, SS Byggir, hefði einfaldlega ekki áhuga á því að byggja fjögurra hæða hús á þessum reit, þar sem hann teldi að slík hús myndu ekki seljast. Að fundi loknum gafst fundargestum tækifæri á að ræða við Pétur Inga, Orra, bæjarfulltrúa og fulltrúa SS Byggis sem voru á staðnum. Þá hafði myndum af hugmyndunum verið stillt upp fyrir utan fundarsalinn. Einnig er stefnt að því að hugmyndirnar verði til sýnis á Glerártorgi, þar sem íbúar bæjarins geti kynnt sér þær nánar.
Akureyri Skipulag Tengdar fréttir Akureyringum boðið til fundar um ellefu hæða blokkirnar á Oddeyrinni Skipulagssvið Akureyrar hefur boðað til kynningarfundar í Hofi þar sem kynna á breytingar á aðalskipulagi fyrir Oddeyrina á Akureyri. Um er að ræða fimm fjölbýlishús sem verða mest ellefu metra há. 15. október 2019 15:31 Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45 Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Akureyringum boðið til fundar um ellefu hæða blokkirnar á Oddeyrinni Skipulagssvið Akureyrar hefur boðað til kynningarfundar í Hofi þar sem kynna á breytingar á aðalskipulagi fyrir Oddeyrina á Akureyri. Um er að ræða fimm fjölbýlishús sem verða mest ellefu metra há. 15. október 2019 15:31
Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi. 3. október 2019 09:45
Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út "Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri. 10. október 2019 18:45