Innlent

Akureyringum boðið til fundar um ellefu hæða blokkirnar á Oddeyrinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svona líta tillögurnar út.
Svona líta tillögurnar út. Zeppelin arkitektar

Skipulagssvið Akureyrar hefur boðað til kynningarfundar í Hofi þar sem kynna á breytingar á aðalskipulagi fyrir Oddeyrina á Akureyri. Um er að ræða fimm fjölbýlishús sem verða mest ellefu metra há.

Líkt og Vísir greindi frá á dögunum samþykkti bæjarstjórn Akureyrar fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta aðalskipulagi Akureyrar svo SS Byggi verði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni.

Fundurinn verður í Hofi á mánudaginn klukkan 17 en fundarboðið má lesa hér.

Helstu áhyggjuraddir íbúa snúa að flugumferð í kringum húsin og breyttri bæjarmynd með komu nýju húsanna.

Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum og ítarlega umfjöllun um málið má lesa hér.


Tengdar fréttir

Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út

"Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri.

Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni

Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.