Lilja skipar flokksbróður nýjan ráðuneytisstjóra Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2019 17:04 Páll Magnússon hefur að undanförnu starfað sem bæjarritari Kópavogs. Stjórnarráðið Páll Magnússon hefur verið ráðinn í embætti ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Skipað er í embættið til fimm ára frá og með 1. desember næstkomandi. Páll var lengi virkur í Framsóknarflokknum og hefur áður starfað sem aðstoðarmaður ráðherra, en síðustu ár sem bæjarritari Kópavogs. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þrettán hafi sótt um stöðuna. Sérstök hæfnisnefnd mat fjóra umsækjendur mjög hæfa til þess að gegna stöðunni og í kjölfarið boðaði ráðherra þá í viðtal, þar sem ítarlega hafi verið farið ofan í einstaka þætti starfsins og sýn umsækjenda. „Var það mat ráðherra, að Páll Magnússon væri hæfastur umsækjenda til að stýra ráðuneytinu Páll hafi fjölþætta menntun og reynslu af stjórnunarstörfum hjá hinu opinbera,“ segir í tilkynningunni. Eftirtaldir aðilar sóttu um starfið: Friðrik Jónsson, deildarstjóri Guðmundur Sigurðsson, prófessor Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri Helgi Grímsson, sviðsstjóri Hlynur Sigursveinsson, hagfræðingur Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Jón Vilberg Guðjónsson, skrifstofustjóri Karitas H. Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri Magnús Einarsson, framhaldsskólakennari Margrét Björk Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri og stjórnunarráðgjafi Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður Páll Magnússon, bæjarritari Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri. Í tilkynningunni segir að Páll hafi lokið meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaraprófi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. „Hann er auk þess með BA-gráðu í guðfræði frá sama skóla. Frá árinu 2006 hefur hann starfað sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarritari hjá Kópavogsbæ, stýrt umbótum á stjórnsýslu bæjarins og m.a. haft forgöngu um innleiðingu gæðakerfis. Hann starfaði áður í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu um sjö ára skeið, sem aðstoðarmaður ráðherra. Páll sat í stjórn Landsvirkjunar frá árinu 2007 til 2011, þar af sem formaður frá 2007 til 2008, var varaformaður útvarpsráðs og síðar stjórnar RÚV ohf. frá 2003 til 2008. Hann var stjórnarformaður Fjárfestingastofu Íslands frá 1999 til 2006 og á sama tímabili varamaður í stjórn Norræna fjárfestingabankans (NIB). Á árunum 1990-1998 var hann varabæjarfulltrúi í Kópavogi og varaþingmaður frá 1999 til 2007. Páll hefur talsvert sinnt málefnum barna, m.a. með innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hjá Kópavogsbæ, en það verkefni hefur leitt til samstarfs bæjarins við UNICEF – barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur setið í stjórnum Vímulausrar æsku, Umhyggju – félags langveikra barna og Sjónarhóls - ráðgjafarmiðstöðvar,“ segir í tilkynningunni. Framsóknarflokkurinn Kópavogur Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Páll Magnússon hefur verið ráðinn í embætti ráðuneytisstjóra í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Skipað er í embættið til fimm ára frá og með 1. desember næstkomandi. Páll var lengi virkur í Framsóknarflokknum og hefur áður starfað sem aðstoðarmaður ráðherra, en síðustu ár sem bæjarritari Kópavogs. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þrettán hafi sótt um stöðuna. Sérstök hæfnisnefnd mat fjóra umsækjendur mjög hæfa til þess að gegna stöðunni og í kjölfarið boðaði ráðherra þá í viðtal, þar sem ítarlega hafi verið farið ofan í einstaka þætti starfsins og sýn umsækjenda. „Var það mat ráðherra, að Páll Magnússon væri hæfastur umsækjenda til að stýra ráðuneytinu Páll hafi fjölþætta menntun og reynslu af stjórnunarstörfum hjá hinu opinbera,“ segir í tilkynningunni. Eftirtaldir aðilar sóttu um starfið: Friðrik Jónsson, deildarstjóri Guðmundur Sigurðsson, prófessor Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri Helgi Grímsson, sviðsstjóri Hlynur Sigursveinsson, hagfræðingur Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Jón Vilberg Guðjónsson, skrifstofustjóri Karitas H. Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri Magnús Einarsson, framhaldsskólakennari Margrét Björk Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri og stjórnunarráðgjafi Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður Páll Magnússon, bæjarritari Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri. Í tilkynningunni segir að Páll hafi lokið meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaraprófi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. „Hann er auk þess með BA-gráðu í guðfræði frá sama skóla. Frá árinu 2006 hefur hann starfað sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarritari hjá Kópavogsbæ, stýrt umbótum á stjórnsýslu bæjarins og m.a. haft forgöngu um innleiðingu gæðakerfis. Hann starfaði áður í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu um sjö ára skeið, sem aðstoðarmaður ráðherra. Páll sat í stjórn Landsvirkjunar frá árinu 2007 til 2011, þar af sem formaður frá 2007 til 2008, var varaformaður útvarpsráðs og síðar stjórnar RÚV ohf. frá 2003 til 2008. Hann var stjórnarformaður Fjárfestingastofu Íslands frá 1999 til 2006 og á sama tímabili varamaður í stjórn Norræna fjárfestingabankans (NIB). Á árunum 1990-1998 var hann varabæjarfulltrúi í Kópavogi og varaþingmaður frá 1999 til 2007. Páll hefur talsvert sinnt málefnum barna, m.a. með innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hjá Kópavogsbæ, en það verkefni hefur leitt til samstarfs bæjarins við UNICEF – barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur setið í stjórnum Vímulausrar æsku, Umhyggju – félags langveikra barna og Sjónarhóls - ráðgjafarmiðstöðvar,“ segir í tilkynningunni.
Framsóknarflokkurinn Kópavogur Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira