Forsprakki valdaránsins í Súdan fer frá Atli Ísleifsson skrifar 13. apríl 2019 10:22 Awad Ibn Auf stjórnaði leyniþjónustu hersins í átökunum í Darfúr á sínum tíma. Getty Yfirmaður súdanska herráðsins og sá sem fór fyrir því að koma forsetanum Omar al-Bashir frá völdum hefur nú sjálfur ákveðið að fara frá. Awad Ibn Auf, sem einnig er titlaður varnarmálaráðherra, tilkynnti um afsögn sína í sjónvarpsávarpi og greindi frá því að hershöfðinginn Abdel Fattah Abdelrahman Burhan tæki við stöðunni. Mikil mótmæli hafa geisað í landinu síðustu mánuði og hafa þau haldið áfram þrátt fyrir afsögn al-Bashir. Talsmenn hers landsins hafa sagst munu stjórna landinu næstu tvö árin og muni þá fara fram kosningar í landinu. Leiðtogar mótmælenda hafa hins vegar sagt að þeir muni ekki hætta mótmælum fyrr en borgaraleg stjórn tekur við völdum í landinu. Mótmælin í Súdan hófust í desember eftir tilkynningu frá súdönskum stjórnvöldum um að verð á brauði myndi þrefaldast. Síðustu vikur tóku mótmælin svo að snúast um kröfu um afsögn al-Bashir sem hafði stýrt landinu í um þrjá áratugi. Í frétt BBC segir að ímynd hins nýja yfirmanns hersins sé nokkuð betri en ímynd Awad Ibn Auf og hafi Burhan nú þegar átt fundi með leiðtogum mótmælenda. Forsetinn fyrrverandi, Omar al-Bashir, hefur verið ákærður af Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag vegna stríðsglæpa og þjóðarmorðs, en súdanski herinn hefur sagt að al-Bashir komi ekki til með að verða framseldur. Súdan Tengdar fréttir Virtu fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi Mótmælendur í Súdan virtu í nótt fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi og hópuðust út á götur höfuðborgarinnar Kartúm þrátt fyrir útgöngubann. 12. apríl 2019 07:24 Almennir borgarar munu stýra Súdan en ekki her Almennir borgarar munu skipa næstu ríkisstjórn Súdans en ekki hermenn. 13. apríl 2019 07:00 Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans eftir þrjá áratugi við á valdastóli. 11. apríl 2019 09:25 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Fleiri fréttir Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Sjá meira
Yfirmaður súdanska herráðsins og sá sem fór fyrir því að koma forsetanum Omar al-Bashir frá völdum hefur nú sjálfur ákveðið að fara frá. Awad Ibn Auf, sem einnig er titlaður varnarmálaráðherra, tilkynnti um afsögn sína í sjónvarpsávarpi og greindi frá því að hershöfðinginn Abdel Fattah Abdelrahman Burhan tæki við stöðunni. Mikil mótmæli hafa geisað í landinu síðustu mánuði og hafa þau haldið áfram þrátt fyrir afsögn al-Bashir. Talsmenn hers landsins hafa sagst munu stjórna landinu næstu tvö árin og muni þá fara fram kosningar í landinu. Leiðtogar mótmælenda hafa hins vegar sagt að þeir muni ekki hætta mótmælum fyrr en borgaraleg stjórn tekur við völdum í landinu. Mótmælin í Súdan hófust í desember eftir tilkynningu frá súdönskum stjórnvöldum um að verð á brauði myndi þrefaldast. Síðustu vikur tóku mótmælin svo að snúast um kröfu um afsögn al-Bashir sem hafði stýrt landinu í um þrjá áratugi. Í frétt BBC segir að ímynd hins nýja yfirmanns hersins sé nokkuð betri en ímynd Awad Ibn Auf og hafi Burhan nú þegar átt fundi með leiðtogum mótmælenda. Forsetinn fyrrverandi, Omar al-Bashir, hefur verið ákærður af Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag vegna stríðsglæpa og þjóðarmorðs, en súdanski herinn hefur sagt að al-Bashir komi ekki til með að verða framseldur.
Súdan Tengdar fréttir Virtu fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi Mótmælendur í Súdan virtu í nótt fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi og hópuðust út á götur höfuðborgarinnar Kartúm þrátt fyrir útgöngubann. 12. apríl 2019 07:24 Almennir borgarar munu stýra Súdan en ekki her Almennir borgarar munu skipa næstu ríkisstjórn Súdans en ekki hermenn. 13. apríl 2019 07:00 Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans eftir þrjá áratugi við á valdastóli. 11. apríl 2019 09:25 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Fleiri fréttir Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Sjá meira
Virtu fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi Mótmælendur í Súdan virtu í nótt fyrirmæli herstjórnarinnar að vettugi og hópuðust út á götur höfuðborgarinnar Kartúm þrátt fyrir útgöngubann. 12. apríl 2019 07:24
Almennir borgarar munu stýra Súdan en ekki her Almennir borgarar munu skipa næstu ríkisstjórn Súdans en ekki hermenn. 13. apríl 2019 07:00
Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans eftir þrjá áratugi við á valdastóli. 11. apríl 2019 09:25