Leikmenn Man. City sungu níðsöngva um Liverpool | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. maí 2019 08:30 City-menn virðast hafa misst sig í gleðinni á sunnudag. vísir/getty Meistarar Manchester City eru harðlega gagnrýndir í dag eftir að myndband lak út þar sem leikmenn og starfsmenn félagsins syngja lag þar sem því er fagnað að stuðningsmenn Liverpool séu lamdir út á götu. Talið er að myndbandið hafi verið tekið um borð í flugvél liðsins á leið frá Brighton eftir að liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn. Það er ekki hægt að sjá og heyra hverjir nákvæmlega taka undir sönginn sem City segir hafa verið reglulegan söng hjá stuðningsmönnum félagsins í vetur.Manchester City players singing “Allez, Allez, Allez” after winning the Premier League #AllTheWayToKievpic.twitter.com/eblrEF9nCr — YourMCFC (@YourMCFC) May 14, 2019 Þar er meðal annars sungið um tap Liverpool í Meistaradeildinni síðasta vetur og um stuðningsmenn félagsins sem séu lamdir á götunni og gráti í stúkunni. Einnig er lína í laginu um að Mohamed Salah meiðist sem er vísun í meiðsli hans í úrslitaleiknum í fyrra. Hjá City er reyndar búið að skipta nafni Sergio Ramos hjá Real Madrid út fyrir Vincent Kompany, fyrirliða City. Þessi hegðun þykir ákaflega ósmekkleg og hefur farið allt annað en vel ofan í stuðningsmenn Liverpool sem eru enn í sárum eftir að hafa horft á City lyfta bikarnum síðasta sunnudag. Forráðamenn City taka sérstaklega fram að söngvarnir tengist á engan hátt Hillsborough eða Sean Cox, stuðningsmanni Liverpool, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás. Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Meistarar Manchester City eru harðlega gagnrýndir í dag eftir að myndband lak út þar sem leikmenn og starfsmenn félagsins syngja lag þar sem því er fagnað að stuðningsmenn Liverpool séu lamdir út á götu. Talið er að myndbandið hafi verið tekið um borð í flugvél liðsins á leið frá Brighton eftir að liðið tryggði sér Englandsmeistaratitilinn. Það er ekki hægt að sjá og heyra hverjir nákvæmlega taka undir sönginn sem City segir hafa verið reglulegan söng hjá stuðningsmönnum félagsins í vetur.Manchester City players singing “Allez, Allez, Allez” after winning the Premier League #AllTheWayToKievpic.twitter.com/eblrEF9nCr — YourMCFC (@YourMCFC) May 14, 2019 Þar er meðal annars sungið um tap Liverpool í Meistaradeildinni síðasta vetur og um stuðningsmenn félagsins sem séu lamdir á götunni og gráti í stúkunni. Einnig er lína í laginu um að Mohamed Salah meiðist sem er vísun í meiðsli hans í úrslitaleiknum í fyrra. Hjá City er reyndar búið að skipta nafni Sergio Ramos hjá Real Madrid út fyrir Vincent Kompany, fyrirliða City. Þessi hegðun þykir ákaflega ósmekkleg og hefur farið allt annað en vel ofan í stuðningsmenn Liverpool sem eru enn í sárum eftir að hafa horft á City lyfta bikarnum síðasta sunnudag. Forráðamenn City taka sérstaklega fram að söngvarnir tengist á engan hátt Hillsborough eða Sean Cox, stuðningsmanni Liverpool, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás.
Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira