Hann stóð rétt hjá þeim. Sagði ekki neitt en starði lengi á þá. Líklega mjög óþægilegt fyrir dómarana sem höfðu gert skelfileg mistök í jöfnunarmarki Chelsea.
Cesar Azpilicueta var augljóslega rangstæður og ótrúlegt að ekki hafi verið flaggað. „Þeir voru skíthræddir við Warnock,“ sögðu strákarnir í Messunni.
Sjá má dauðastöruna og markið umdeilda hér að neðan sem og viðtal við Warnock.