Enski boltinn

Warnock sótillur: Besta deildin en verstu dómararnir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það sauð á Neil Warnock, knattspyrnustjóra Cardiff City, eftir tapið fyrir Chelsea í dag. Cardiff komst yfir í leiknum en César Azpilicueta jafnaði með ólöglegu marki á 84. mínútu. Ruben Loftus-Cheek skoraði svo sigurmark Chelsea í uppbótartíma.

„Ég er svo stoltur af mínum mönnum en dómararnir kostuðu okkur sigurinn. Við þurfum VAR. Við undirbjuggum okkur vel í þrjár vikur fyrir leikinn en engar dómaraákvarðanir féllu með okkur. Þeir gera sér ekki grein fyrir því sem er í húfi,“ sagði Warnock.

„Það er ekki okkur að kenna að dómarinn sér ekki augljósustu rangstöðu sem ég hef séð eða augljósustu vítaspyrnu sem ég hef séð. Hvað fer í gegnum hugann? Eru þeir að reyna að ná sér niður á mér eftir öll árin?“

Warnock segir að dómararnir í ensku úrvalsdeildinni séu óralangt frá því að vera nógu góðir.

„Þetta er besta deild í heimi en verstu dómararnir. Þeir skilja ekki hvað er í húfi. Það eiga ekki að gera svona mistök á þessu getustigi,“ sagði Warnock.

„Af hverju er ég enn að í þessu, sjötugur að aldri, og svo gerist eitthvað svona? Það er ekki oft sem ég er orðlaus. Leikmennirnir eru slegnir. Ég á ekki skilið að fá svona dómgæslu. Þetta er óafsakanlegt - glæpsamlegt.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×