Jenas: Lloris hefur brugðist Spurs of oft og ætti að fara á bekkinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2019 16:30 Lloris í öngum sínum eftir markið klaufalega sem hann fékk á sig gegn Liverpool. vísir/getty Hugo Lloris hefur brugðist Tottenham of oft. Þetta segir Jermaine Jenas, fyrrverandi leikmaður Tottenham og núverandi álitsgjafi hjá BBC. Lloris gerði sig sekan um dýrkeypt mistök þegar Tottenham sótti Liverpool heim í gær. Á lokamínútunni, í stöðunni 1-1, missti hann skalla Mohameds Salah, klaufalega frá sér. Boltinn fór í samherja hans, Toby Alderweireld, og rúllaði yfir marklínuna. Þetta slysalega sjálfsmark réði úrslitum í leiknum. „Spurs spilaði vel í seinni hálfleik og hefði átt að vinna leikinn. Þess í stað töpuðu þeir vegna mistaka Lloris. Þetta er ekki viðunandi og í baráttunni um Meistaradeildarsæti var þetta það síðasta sem Spurs þurfti á að halda frá fyrirliða sínum. Hann hefur gert of mörg svona mistök síðustu tímabil,“ sagði Jenas um franska heimsmeistarann. „Hann á enn heimsklassa vörslur, eins og í útileiknum gegn Borussia Dortmund, en bestu markverðirnir eru dæmdir út frá stöðugleika og traustinu sem þeir færa varnarlínunni. Lloris býður ekki lengur upp á það eins og sást gegn Liverpool. Ef Tottenham vill taka næsta skref og berjast um titla gætu þeir þurft að líta á markvarðastöðuna.“ Lloris kom til Tottenham frá Lyon 2012. Jenas segir að hann hafi ekki spilað verr fyrir Spurs síðan hann kom til Englands. „Lloris ætti að vera á hátindi ferilsins en er óöruggari en nokkru sinni síðan hann kom til Tottenham. Þegar rætt er um bestu markverði heims kemur nafn hans alltaf upp en það virðist byggt á því sem hann hefur gert, frekar en frammistöðu hans í dag,“ sagði Jenas. Tottenham mætir Crystal Palace í fyrsta leiknum á nýja heimavellinum sínum á miðvikudaginn. Jenas segir að Maurico Pochettino, knattspyrnustjóri Spurs, eigi að íhuga að setja Lloris á bekkinn og gefa Paolo Gazzaniga tækifæri milli stanganna. „Ég held að hann sé ekki hræddur að henda honum á bekkinn og það gerir honum auðveldara fyrir að vera með Gazzaniga til taks. Hann hefur alltaf staðið sig frábærlega þegar ég hef séð hann spila. Eins grimmt og það hljómar myndi ég íhuga það alvarlega að taka Lloris úr liðinu ef ég væri Pochettino,“ sagði Jenas. „Þetta er stór stund, fyrsti leikurinn á nýja vellinum, og Lloris finnst hann væntanlega eiga að spila. En Pochettino getur ekki hugsað um tilfinningar leikmannsins. Forgangsatriðið hjá Spurs er að enda í einu af fjórum efstu sætunum. Meistaradeildarsæti er svo mikilvægt fyrir framtíð félagsins.“ Tottenham er enn í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að hafa ekki unnið leik síðan 10. febrúar. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Ljótur sigur en hverjum er ekki sama? Þjóðverjinn hrósaði sínum mönum fyrir þrautseigju í leiknum gegn Tottenham. 31. mars 2019 18:28 Nafn Liverpool skrifað í skýin eða jafnvel bara á bikarinn Liverpool hafði heppnina með sér í gær. Því getur enginn mótmælt. Þetta var aftur á móti ekki í fyrsta sinn sem hlutirnir falla með Liverpool á tímabilinu og knattspyrnusérfræðingar á BBC og Sky Sport hafa verið duglegir að benda á það í greiningunni sinni á stöðunni eftir leik Liverpool og Tottenham í gær. 1. apríl 2019 09:00 Messan: Endalaus markvarðarmistök hjá andstæðingum Liverpool "Þetta var stórkostlegur sigur fyrir Liverpool,“ sagði Reynir Leósson í Messunni í gær en Liverpool vann ótrúlega mikilvægan sigur á Tottenham og gefur ekkert eftir í toppbaráttunni. 1. apríl 2019 10:00 Heppni eða gjöf: Liverpool á forsíðum ensku blaðanna í morgun Liverpool er aftur komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir sigurmark á lokamínútunni á móti Tottenham í gær. Liverpool átti líka forsíður ensku blaðanna. 1. apríl 2019 10:30 Liverpool á toppinn eftir dramatískan sigur á Tottenham Sjálfsmark Tobys Alderweireld kom Liverpool á topp ensku úrvalsdeildarinnar. 31. mars 2019 17:15 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Hugo Lloris hefur brugðist Tottenham of oft. Þetta segir Jermaine Jenas, fyrrverandi leikmaður Tottenham og núverandi álitsgjafi hjá BBC. Lloris gerði sig sekan um dýrkeypt mistök þegar Tottenham sótti Liverpool heim í gær. Á lokamínútunni, í stöðunni 1-1, missti hann skalla Mohameds Salah, klaufalega frá sér. Boltinn fór í samherja hans, Toby Alderweireld, og rúllaði yfir marklínuna. Þetta slysalega sjálfsmark réði úrslitum í leiknum. „Spurs spilaði vel í seinni hálfleik og hefði átt að vinna leikinn. Þess í stað töpuðu þeir vegna mistaka Lloris. Þetta er ekki viðunandi og í baráttunni um Meistaradeildarsæti var þetta það síðasta sem Spurs þurfti á að halda frá fyrirliða sínum. Hann hefur gert of mörg svona mistök síðustu tímabil,“ sagði Jenas um franska heimsmeistarann. „Hann á enn heimsklassa vörslur, eins og í útileiknum gegn Borussia Dortmund, en bestu markverðirnir eru dæmdir út frá stöðugleika og traustinu sem þeir færa varnarlínunni. Lloris býður ekki lengur upp á það eins og sást gegn Liverpool. Ef Tottenham vill taka næsta skref og berjast um titla gætu þeir þurft að líta á markvarðastöðuna.“ Lloris kom til Tottenham frá Lyon 2012. Jenas segir að hann hafi ekki spilað verr fyrir Spurs síðan hann kom til Englands. „Lloris ætti að vera á hátindi ferilsins en er óöruggari en nokkru sinni síðan hann kom til Tottenham. Þegar rætt er um bestu markverði heims kemur nafn hans alltaf upp en það virðist byggt á því sem hann hefur gert, frekar en frammistöðu hans í dag,“ sagði Jenas. Tottenham mætir Crystal Palace í fyrsta leiknum á nýja heimavellinum sínum á miðvikudaginn. Jenas segir að Maurico Pochettino, knattspyrnustjóri Spurs, eigi að íhuga að setja Lloris á bekkinn og gefa Paolo Gazzaniga tækifæri milli stanganna. „Ég held að hann sé ekki hræddur að henda honum á bekkinn og það gerir honum auðveldara fyrir að vera með Gazzaniga til taks. Hann hefur alltaf staðið sig frábærlega þegar ég hef séð hann spila. Eins grimmt og það hljómar myndi ég íhuga það alvarlega að taka Lloris úr liðinu ef ég væri Pochettino,“ sagði Jenas. „Þetta er stór stund, fyrsti leikurinn á nýja vellinum, og Lloris finnst hann væntanlega eiga að spila. En Pochettino getur ekki hugsað um tilfinningar leikmannsins. Forgangsatriðið hjá Spurs er að enda í einu af fjórum efstu sætunum. Meistaradeildarsæti er svo mikilvægt fyrir framtíð félagsins.“ Tottenham er enn í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að hafa ekki unnið leik síðan 10. febrúar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Ljótur sigur en hverjum er ekki sama? Þjóðverjinn hrósaði sínum mönum fyrir þrautseigju í leiknum gegn Tottenham. 31. mars 2019 18:28 Nafn Liverpool skrifað í skýin eða jafnvel bara á bikarinn Liverpool hafði heppnina með sér í gær. Því getur enginn mótmælt. Þetta var aftur á móti ekki í fyrsta sinn sem hlutirnir falla með Liverpool á tímabilinu og knattspyrnusérfræðingar á BBC og Sky Sport hafa verið duglegir að benda á það í greiningunni sinni á stöðunni eftir leik Liverpool og Tottenham í gær. 1. apríl 2019 09:00 Messan: Endalaus markvarðarmistök hjá andstæðingum Liverpool "Þetta var stórkostlegur sigur fyrir Liverpool,“ sagði Reynir Leósson í Messunni í gær en Liverpool vann ótrúlega mikilvægan sigur á Tottenham og gefur ekkert eftir í toppbaráttunni. 1. apríl 2019 10:00 Heppni eða gjöf: Liverpool á forsíðum ensku blaðanna í morgun Liverpool er aftur komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir sigurmark á lokamínútunni á móti Tottenham í gær. Liverpool átti líka forsíður ensku blaðanna. 1. apríl 2019 10:30 Liverpool á toppinn eftir dramatískan sigur á Tottenham Sjálfsmark Tobys Alderweireld kom Liverpool á topp ensku úrvalsdeildarinnar. 31. mars 2019 17:15 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Klopp: Ljótur sigur en hverjum er ekki sama? Þjóðverjinn hrósaði sínum mönum fyrir þrautseigju í leiknum gegn Tottenham. 31. mars 2019 18:28
Nafn Liverpool skrifað í skýin eða jafnvel bara á bikarinn Liverpool hafði heppnina með sér í gær. Því getur enginn mótmælt. Þetta var aftur á móti ekki í fyrsta sinn sem hlutirnir falla með Liverpool á tímabilinu og knattspyrnusérfræðingar á BBC og Sky Sport hafa verið duglegir að benda á það í greiningunni sinni á stöðunni eftir leik Liverpool og Tottenham í gær. 1. apríl 2019 09:00
Messan: Endalaus markvarðarmistök hjá andstæðingum Liverpool "Þetta var stórkostlegur sigur fyrir Liverpool,“ sagði Reynir Leósson í Messunni í gær en Liverpool vann ótrúlega mikilvægan sigur á Tottenham og gefur ekkert eftir í toppbaráttunni. 1. apríl 2019 10:00
Heppni eða gjöf: Liverpool á forsíðum ensku blaðanna í morgun Liverpool er aftur komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir sigurmark á lokamínútunni á móti Tottenham í gær. Liverpool átti líka forsíður ensku blaðanna. 1. apríl 2019 10:30
Liverpool á toppinn eftir dramatískan sigur á Tottenham Sjálfsmark Tobys Alderweireld kom Liverpool á topp ensku úrvalsdeildarinnar. 31. mars 2019 17:15