Jenas: Lloris hefur brugðist Spurs of oft og ætti að fara á bekkinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2019 16:30 Lloris í öngum sínum eftir markið klaufalega sem hann fékk á sig gegn Liverpool. vísir/getty Hugo Lloris hefur brugðist Tottenham of oft. Þetta segir Jermaine Jenas, fyrrverandi leikmaður Tottenham og núverandi álitsgjafi hjá BBC. Lloris gerði sig sekan um dýrkeypt mistök þegar Tottenham sótti Liverpool heim í gær. Á lokamínútunni, í stöðunni 1-1, missti hann skalla Mohameds Salah, klaufalega frá sér. Boltinn fór í samherja hans, Toby Alderweireld, og rúllaði yfir marklínuna. Þetta slysalega sjálfsmark réði úrslitum í leiknum. „Spurs spilaði vel í seinni hálfleik og hefði átt að vinna leikinn. Þess í stað töpuðu þeir vegna mistaka Lloris. Þetta er ekki viðunandi og í baráttunni um Meistaradeildarsæti var þetta það síðasta sem Spurs þurfti á að halda frá fyrirliða sínum. Hann hefur gert of mörg svona mistök síðustu tímabil,“ sagði Jenas um franska heimsmeistarann. „Hann á enn heimsklassa vörslur, eins og í útileiknum gegn Borussia Dortmund, en bestu markverðirnir eru dæmdir út frá stöðugleika og traustinu sem þeir færa varnarlínunni. Lloris býður ekki lengur upp á það eins og sást gegn Liverpool. Ef Tottenham vill taka næsta skref og berjast um titla gætu þeir þurft að líta á markvarðastöðuna.“ Lloris kom til Tottenham frá Lyon 2012. Jenas segir að hann hafi ekki spilað verr fyrir Spurs síðan hann kom til Englands. „Lloris ætti að vera á hátindi ferilsins en er óöruggari en nokkru sinni síðan hann kom til Tottenham. Þegar rætt er um bestu markverði heims kemur nafn hans alltaf upp en það virðist byggt á því sem hann hefur gert, frekar en frammistöðu hans í dag,“ sagði Jenas. Tottenham mætir Crystal Palace í fyrsta leiknum á nýja heimavellinum sínum á miðvikudaginn. Jenas segir að Maurico Pochettino, knattspyrnustjóri Spurs, eigi að íhuga að setja Lloris á bekkinn og gefa Paolo Gazzaniga tækifæri milli stanganna. „Ég held að hann sé ekki hræddur að henda honum á bekkinn og það gerir honum auðveldara fyrir að vera með Gazzaniga til taks. Hann hefur alltaf staðið sig frábærlega þegar ég hef séð hann spila. Eins grimmt og það hljómar myndi ég íhuga það alvarlega að taka Lloris úr liðinu ef ég væri Pochettino,“ sagði Jenas. „Þetta er stór stund, fyrsti leikurinn á nýja vellinum, og Lloris finnst hann væntanlega eiga að spila. En Pochettino getur ekki hugsað um tilfinningar leikmannsins. Forgangsatriðið hjá Spurs er að enda í einu af fjórum efstu sætunum. Meistaradeildarsæti er svo mikilvægt fyrir framtíð félagsins.“ Tottenham er enn í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að hafa ekki unnið leik síðan 10. febrúar. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Ljótur sigur en hverjum er ekki sama? Þjóðverjinn hrósaði sínum mönum fyrir þrautseigju í leiknum gegn Tottenham. 31. mars 2019 18:28 Nafn Liverpool skrifað í skýin eða jafnvel bara á bikarinn Liverpool hafði heppnina með sér í gær. Því getur enginn mótmælt. Þetta var aftur á móti ekki í fyrsta sinn sem hlutirnir falla með Liverpool á tímabilinu og knattspyrnusérfræðingar á BBC og Sky Sport hafa verið duglegir að benda á það í greiningunni sinni á stöðunni eftir leik Liverpool og Tottenham í gær. 1. apríl 2019 09:00 Messan: Endalaus markvarðarmistök hjá andstæðingum Liverpool "Þetta var stórkostlegur sigur fyrir Liverpool,“ sagði Reynir Leósson í Messunni í gær en Liverpool vann ótrúlega mikilvægan sigur á Tottenham og gefur ekkert eftir í toppbaráttunni. 1. apríl 2019 10:00 Heppni eða gjöf: Liverpool á forsíðum ensku blaðanna í morgun Liverpool er aftur komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir sigurmark á lokamínútunni á móti Tottenham í gær. Liverpool átti líka forsíður ensku blaðanna. 1. apríl 2019 10:30 Liverpool á toppinn eftir dramatískan sigur á Tottenham Sjálfsmark Tobys Alderweireld kom Liverpool á topp ensku úrvalsdeildarinnar. 31. mars 2019 17:15 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Hugo Lloris hefur brugðist Tottenham of oft. Þetta segir Jermaine Jenas, fyrrverandi leikmaður Tottenham og núverandi álitsgjafi hjá BBC. Lloris gerði sig sekan um dýrkeypt mistök þegar Tottenham sótti Liverpool heim í gær. Á lokamínútunni, í stöðunni 1-1, missti hann skalla Mohameds Salah, klaufalega frá sér. Boltinn fór í samherja hans, Toby Alderweireld, og rúllaði yfir marklínuna. Þetta slysalega sjálfsmark réði úrslitum í leiknum. „Spurs spilaði vel í seinni hálfleik og hefði átt að vinna leikinn. Þess í stað töpuðu þeir vegna mistaka Lloris. Þetta er ekki viðunandi og í baráttunni um Meistaradeildarsæti var þetta það síðasta sem Spurs þurfti á að halda frá fyrirliða sínum. Hann hefur gert of mörg svona mistök síðustu tímabil,“ sagði Jenas um franska heimsmeistarann. „Hann á enn heimsklassa vörslur, eins og í útileiknum gegn Borussia Dortmund, en bestu markverðirnir eru dæmdir út frá stöðugleika og traustinu sem þeir færa varnarlínunni. Lloris býður ekki lengur upp á það eins og sást gegn Liverpool. Ef Tottenham vill taka næsta skref og berjast um titla gætu þeir þurft að líta á markvarðastöðuna.“ Lloris kom til Tottenham frá Lyon 2012. Jenas segir að hann hafi ekki spilað verr fyrir Spurs síðan hann kom til Englands. „Lloris ætti að vera á hátindi ferilsins en er óöruggari en nokkru sinni síðan hann kom til Tottenham. Þegar rætt er um bestu markverði heims kemur nafn hans alltaf upp en það virðist byggt á því sem hann hefur gert, frekar en frammistöðu hans í dag,“ sagði Jenas. Tottenham mætir Crystal Palace í fyrsta leiknum á nýja heimavellinum sínum á miðvikudaginn. Jenas segir að Maurico Pochettino, knattspyrnustjóri Spurs, eigi að íhuga að setja Lloris á bekkinn og gefa Paolo Gazzaniga tækifæri milli stanganna. „Ég held að hann sé ekki hræddur að henda honum á bekkinn og það gerir honum auðveldara fyrir að vera með Gazzaniga til taks. Hann hefur alltaf staðið sig frábærlega þegar ég hef séð hann spila. Eins grimmt og það hljómar myndi ég íhuga það alvarlega að taka Lloris úr liðinu ef ég væri Pochettino,“ sagði Jenas. „Þetta er stór stund, fyrsti leikurinn á nýja vellinum, og Lloris finnst hann væntanlega eiga að spila. En Pochettino getur ekki hugsað um tilfinningar leikmannsins. Forgangsatriðið hjá Spurs er að enda í einu af fjórum efstu sætunum. Meistaradeildarsæti er svo mikilvægt fyrir framtíð félagsins.“ Tottenham er enn í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að hafa ekki unnið leik síðan 10. febrúar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp: Ljótur sigur en hverjum er ekki sama? Þjóðverjinn hrósaði sínum mönum fyrir þrautseigju í leiknum gegn Tottenham. 31. mars 2019 18:28 Nafn Liverpool skrifað í skýin eða jafnvel bara á bikarinn Liverpool hafði heppnina með sér í gær. Því getur enginn mótmælt. Þetta var aftur á móti ekki í fyrsta sinn sem hlutirnir falla með Liverpool á tímabilinu og knattspyrnusérfræðingar á BBC og Sky Sport hafa verið duglegir að benda á það í greiningunni sinni á stöðunni eftir leik Liverpool og Tottenham í gær. 1. apríl 2019 09:00 Messan: Endalaus markvarðarmistök hjá andstæðingum Liverpool "Þetta var stórkostlegur sigur fyrir Liverpool,“ sagði Reynir Leósson í Messunni í gær en Liverpool vann ótrúlega mikilvægan sigur á Tottenham og gefur ekkert eftir í toppbaráttunni. 1. apríl 2019 10:00 Heppni eða gjöf: Liverpool á forsíðum ensku blaðanna í morgun Liverpool er aftur komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir sigurmark á lokamínútunni á móti Tottenham í gær. Liverpool átti líka forsíður ensku blaðanna. 1. apríl 2019 10:30 Liverpool á toppinn eftir dramatískan sigur á Tottenham Sjálfsmark Tobys Alderweireld kom Liverpool á topp ensku úrvalsdeildarinnar. 31. mars 2019 17:15 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Klopp: Ljótur sigur en hverjum er ekki sama? Þjóðverjinn hrósaði sínum mönum fyrir þrautseigju í leiknum gegn Tottenham. 31. mars 2019 18:28
Nafn Liverpool skrifað í skýin eða jafnvel bara á bikarinn Liverpool hafði heppnina með sér í gær. Því getur enginn mótmælt. Þetta var aftur á móti ekki í fyrsta sinn sem hlutirnir falla með Liverpool á tímabilinu og knattspyrnusérfræðingar á BBC og Sky Sport hafa verið duglegir að benda á það í greiningunni sinni á stöðunni eftir leik Liverpool og Tottenham í gær. 1. apríl 2019 09:00
Messan: Endalaus markvarðarmistök hjá andstæðingum Liverpool "Þetta var stórkostlegur sigur fyrir Liverpool,“ sagði Reynir Leósson í Messunni í gær en Liverpool vann ótrúlega mikilvægan sigur á Tottenham og gefur ekkert eftir í toppbaráttunni. 1. apríl 2019 10:00
Heppni eða gjöf: Liverpool á forsíðum ensku blaðanna í morgun Liverpool er aftur komið á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir sigurmark á lokamínútunni á móti Tottenham í gær. Liverpool átti líka forsíður ensku blaðanna. 1. apríl 2019 10:30
Liverpool á toppinn eftir dramatískan sigur á Tottenham Sjálfsmark Tobys Alderweireld kom Liverpool á topp ensku úrvalsdeildarinnar. 31. mars 2019 17:15