„Svona gerir maður ekki“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. júní 2019 19:30 Fjármálaáætlun verður líklega afgreidd úr nefnd í fyrramálið. Þingmaður Samfylkingar segir málshraðann ámælisverðan þar sem hagsmunaaðilar fái ekki tækifæri til þess að tjá sig um breytingarnar. Formaður Þroskahjálpar veit ekki hvað verði skorið niður og segist ósátt með vinnubrögðin. Breytingar á bæði fjármálastefnu- og áætlun fóru til umræðu í fjárlaganefnd í síðustu viku. Nefndin fjallaði um málið í morgun og annar fundur verður í kvöld. „Ég held að ætlunin sé að taka fjármálastefnuna út í kvöld og fjármálaáætlun fer út úr nefnd líklega á morgun þannig þetta er að gerast allt mjög hratt og án mikillar umræðu um hvort þetta séu þeir þættir sem við eigum að láta mæta því höggi sem hagkerfið er að verða fyrir," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar. Meðal stærstu breytinga eru að fjárframlög til öryrkja og fatlaðs fólks lækka verulega frá fyrri tillögu, þrátt fyrir aukningu frá fyrri árum. Mismunurinn nemur átta milljörðum króna. Formaður Þroskahjálpar segir að innspýtingin hafi verið nauðsynleg.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.„Við áttum okkur ekki á í hverju þetta felst og þegar fjármálaráðherra segir að enginn eigi að finna fyrir þessu. Að það eigi bara að hagræða og breyta verkferlum að þá viljum við bara sjá hvað það þýðir," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. „Við erum hérna með fólk sem býr við það að hafa ekki val um hvernig það ver frítíma sínum eða hvernig það hagar sínu lífi vegna þess að þjónustan er svo takmörkuð að það er rétt svo séð til þess að þau fái að borða og aðstoð við að klæða sig. Ætla menn að hagræða þarna? Ég er mjög ósátt við þessi vinnubrögð," segir Bryndís. Ágúst Ólafur tekur undir þetta. „Þessar breytingatillögur breyta fjármálaáætlun í grundvallaratriðum og þetta er keyrt hér í gegn á tveimur fundum. Þetta er mjög ámælisvert," segir hann. Bryndís segist hafa rætt við félaga í Þroskahjálp í dag. „Þau voru mjög ósátt, þegar ég bar þetta undir þau í dag. En það sem helst stendur upp úr var bara að þau sögðu: „Svona gerir maður ekki"," segir Bryndís. Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur Sjá meira
Fjármálaáætlun verður líklega afgreidd úr nefnd í fyrramálið. Þingmaður Samfylkingar segir málshraðann ámælisverðan þar sem hagsmunaaðilar fái ekki tækifæri til þess að tjá sig um breytingarnar. Formaður Þroskahjálpar veit ekki hvað verði skorið niður og segist ósátt með vinnubrögðin. Breytingar á bæði fjármálastefnu- og áætlun fóru til umræðu í fjárlaganefnd í síðustu viku. Nefndin fjallaði um málið í morgun og annar fundur verður í kvöld. „Ég held að ætlunin sé að taka fjármálastefnuna út í kvöld og fjármálaáætlun fer út úr nefnd líklega á morgun þannig þetta er að gerast allt mjög hratt og án mikillar umræðu um hvort þetta séu þeir þættir sem við eigum að láta mæta því höggi sem hagkerfið er að verða fyrir," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar. Meðal stærstu breytinga eru að fjárframlög til öryrkja og fatlaðs fólks lækka verulega frá fyrri tillögu, þrátt fyrir aukningu frá fyrri árum. Mismunurinn nemur átta milljörðum króna. Formaður Þroskahjálpar segir að innspýtingin hafi verið nauðsynleg.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.„Við áttum okkur ekki á í hverju þetta felst og þegar fjármálaráðherra segir að enginn eigi að finna fyrir þessu. Að það eigi bara að hagræða og breyta verkferlum að þá viljum við bara sjá hvað það þýðir," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. „Við erum hérna með fólk sem býr við það að hafa ekki val um hvernig það ver frítíma sínum eða hvernig það hagar sínu lífi vegna þess að þjónustan er svo takmörkuð að það er rétt svo séð til þess að þau fái að borða og aðstoð við að klæða sig. Ætla menn að hagræða þarna? Ég er mjög ósátt við þessi vinnubrögð," segir Bryndís. Ágúst Ólafur tekur undir þetta. „Þessar breytingatillögur breyta fjármálaáætlun í grundvallaratriðum og þetta er keyrt hér í gegn á tveimur fundum. Þetta er mjög ámælisvert," segir hann. Bryndís segist hafa rætt við félaga í Þroskahjálp í dag. „Þau voru mjög ósátt, þegar ég bar þetta undir þau í dag. En það sem helst stendur upp úr var bara að þau sögðu: „Svona gerir maður ekki"," segir Bryndís.
Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent