„Svona gerir maður ekki“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. júní 2019 19:30 Fjármálaáætlun verður líklega afgreidd úr nefnd í fyrramálið. Þingmaður Samfylkingar segir málshraðann ámælisverðan þar sem hagsmunaaðilar fái ekki tækifæri til þess að tjá sig um breytingarnar. Formaður Þroskahjálpar veit ekki hvað verði skorið niður og segist ósátt með vinnubrögðin. Breytingar á bæði fjármálastefnu- og áætlun fóru til umræðu í fjárlaganefnd í síðustu viku. Nefndin fjallaði um málið í morgun og annar fundur verður í kvöld. „Ég held að ætlunin sé að taka fjármálastefnuna út í kvöld og fjármálaáætlun fer út úr nefnd líklega á morgun þannig þetta er að gerast allt mjög hratt og án mikillar umræðu um hvort þetta séu þeir þættir sem við eigum að láta mæta því höggi sem hagkerfið er að verða fyrir," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar. Meðal stærstu breytinga eru að fjárframlög til öryrkja og fatlaðs fólks lækka verulega frá fyrri tillögu, þrátt fyrir aukningu frá fyrri árum. Mismunurinn nemur átta milljörðum króna. Formaður Þroskahjálpar segir að innspýtingin hafi verið nauðsynleg.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.„Við áttum okkur ekki á í hverju þetta felst og þegar fjármálaráðherra segir að enginn eigi að finna fyrir þessu. Að það eigi bara að hagræða og breyta verkferlum að þá viljum við bara sjá hvað það þýðir," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. „Við erum hérna með fólk sem býr við það að hafa ekki val um hvernig það ver frítíma sínum eða hvernig það hagar sínu lífi vegna þess að þjónustan er svo takmörkuð að það er rétt svo séð til þess að þau fái að borða og aðstoð við að klæða sig. Ætla menn að hagræða þarna? Ég er mjög ósátt við þessi vinnubrögð," segir Bryndís. Ágúst Ólafur tekur undir þetta. „Þessar breytingatillögur breyta fjármálaáætlun í grundvallaratriðum og þetta er keyrt hér í gegn á tveimur fundum. Þetta er mjög ámælisvert," segir hann. Bryndís segist hafa rætt við félaga í Þroskahjálp í dag. „Þau voru mjög ósátt, þegar ég bar þetta undir þau í dag. En það sem helst stendur upp úr var bara að þau sögðu: „Svona gerir maður ekki"," segir Bryndís. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Fjármálaáætlun verður líklega afgreidd úr nefnd í fyrramálið. Þingmaður Samfylkingar segir málshraðann ámælisverðan þar sem hagsmunaaðilar fái ekki tækifæri til þess að tjá sig um breytingarnar. Formaður Þroskahjálpar veit ekki hvað verði skorið niður og segist ósátt með vinnubrögðin. Breytingar á bæði fjármálastefnu- og áætlun fóru til umræðu í fjárlaganefnd í síðustu viku. Nefndin fjallaði um málið í morgun og annar fundur verður í kvöld. „Ég held að ætlunin sé að taka fjármálastefnuna út í kvöld og fjármálaáætlun fer út úr nefnd líklega á morgun þannig þetta er að gerast allt mjög hratt og án mikillar umræðu um hvort þetta séu þeir þættir sem við eigum að láta mæta því höggi sem hagkerfið er að verða fyrir," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar. Meðal stærstu breytinga eru að fjárframlög til öryrkja og fatlaðs fólks lækka verulega frá fyrri tillögu, þrátt fyrir aukningu frá fyrri árum. Mismunurinn nemur átta milljörðum króna. Formaður Þroskahjálpar segir að innspýtingin hafi verið nauðsynleg.Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.„Við áttum okkur ekki á í hverju þetta felst og þegar fjármálaráðherra segir að enginn eigi að finna fyrir þessu. Að það eigi bara að hagræða og breyta verkferlum að þá viljum við bara sjá hvað það þýðir," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. „Við erum hérna með fólk sem býr við það að hafa ekki val um hvernig það ver frítíma sínum eða hvernig það hagar sínu lífi vegna þess að þjónustan er svo takmörkuð að það er rétt svo séð til þess að þau fái að borða og aðstoð við að klæða sig. Ætla menn að hagræða þarna? Ég er mjög ósátt við þessi vinnubrögð," segir Bryndís. Ágúst Ólafur tekur undir þetta. „Þessar breytingatillögur breyta fjármálaáætlun í grundvallaratriðum og þetta er keyrt hér í gegn á tveimur fundum. Þetta er mjög ámælisvert," segir hann. Bryndís segist hafa rætt við félaga í Þroskahjálp í dag. „Þau voru mjög ósátt, þegar ég bar þetta undir þau í dag. En það sem helst stendur upp úr var bara að þau sögðu: „Svona gerir maður ekki"," segir Bryndís.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira