Erfiðar kosningar bíða Netanjahús Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. mars 2019 08:00 Benny Gantz gæti hirt forsætisráðuneytið af Netanjahú. Vísir/EPA Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og flokkur hans Líkúd eiga erfiðar kosningar í vændum. Væntanlegar spillingarákærur gegn forsetanum gætu gert stöðuna enn erfiðari og kosningabandalagið Kahol Lavan, undir stjórn fyrrverandi herforingjans Benjamíns Gantz, er í stórsókn. Ekki er búist við því að Netanjahú mæti fyrir dóm til að skýra mál sitt fyrr en eftir kosningar. Ríkissaksóknari Ísraels greindi frá því í vikunni að hann hygðist ákæra hann fyrir þrjú mál og verður leiðtoginn meðal annars sakaður um mútuþægni og fjársvik. Málin munu því vofa yfir alla kosningabaráttuna. Í gær, á fyrsta degi eftir yfirlýsingu saksóknarans, safnaðist fjöldi mótmælenda saman fyrir utan heimili Netanjahús, að því er Reuters greindi frá. Ný könnun ísraelska miðilsins Kan sýndi að Líkúd fengi 29 þingsæti af 120 ef kosið væri í dag. Kahol Lavan-bandalagið fengi hins vegar 37. Þetta væru tveir stærstu flokkarnir en kosningarnar fara fram þann 9. apríl. Vert er að nefna að Líkúd fékk 30 þingsæti í síðustu kosningum en þeir flokkar sem tilheyra Kahol Lavan nú og buðu fram fengu ellefu. Yuval Steinitz, ráðherra í stjórn Líkúd, sagði við útvarpsstöð í Tel Avív að hann væri fullviss um að Netanjahú væri fær um að stýra ríkinu áfram „þrátt fyrir þrýstinginn“ og benti á að Ariel Sharon hefði sigrað í kosningum þrátt fyrir álíka mál. Alon Visser úr Verkamannaflokknum var ekki sammála. „Þetta er svartur dagur í sögu Ísraels. Við skömmumst okkar fyrir forsætisráðherrann okkar og köllum saman eftir afsögn hans.“ Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og flokkur hans Líkúd eiga erfiðar kosningar í vændum. Væntanlegar spillingarákærur gegn forsetanum gætu gert stöðuna enn erfiðari og kosningabandalagið Kahol Lavan, undir stjórn fyrrverandi herforingjans Benjamíns Gantz, er í stórsókn. Ekki er búist við því að Netanjahú mæti fyrir dóm til að skýra mál sitt fyrr en eftir kosningar. Ríkissaksóknari Ísraels greindi frá því í vikunni að hann hygðist ákæra hann fyrir þrjú mál og verður leiðtoginn meðal annars sakaður um mútuþægni og fjársvik. Málin munu því vofa yfir alla kosningabaráttuna. Í gær, á fyrsta degi eftir yfirlýsingu saksóknarans, safnaðist fjöldi mótmælenda saman fyrir utan heimili Netanjahús, að því er Reuters greindi frá. Ný könnun ísraelska miðilsins Kan sýndi að Líkúd fengi 29 þingsæti af 120 ef kosið væri í dag. Kahol Lavan-bandalagið fengi hins vegar 37. Þetta væru tveir stærstu flokkarnir en kosningarnar fara fram þann 9. apríl. Vert er að nefna að Líkúd fékk 30 þingsæti í síðustu kosningum en þeir flokkar sem tilheyra Kahol Lavan nú og buðu fram fengu ellefu. Yuval Steinitz, ráðherra í stjórn Líkúd, sagði við útvarpsstöð í Tel Avív að hann væri fullviss um að Netanjahú væri fær um að stýra ríkinu áfram „þrátt fyrir þrýstinginn“ og benti á að Ariel Sharon hefði sigrað í kosningum þrátt fyrir álíka mál. Alon Visser úr Verkamannaflokknum var ekki sammála. „Þetta er svartur dagur í sögu Ísraels. Við skömmumst okkar fyrir forsætisráðherrann okkar og köllum saman eftir afsögn hans.“
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Tengdar fréttir Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Netanjahú ákærður fyrir spillingu Lögmönnum forsætisráðherra Ísraels hefur verið tjáð að hann verði ákærður fyrir mútur, fjársvik og trúnaðarbrot. 28. febrúar 2019 16:47