„Getur dottið í að verða alveg snarbrjálað hérna seinnipartinn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2019 16:19 Rauð viðvörun er í gildi fyrir Norðurland vestra og Strandir. Mynd/Veðurstofa Ísland „Það þýðir ekkert annað en gera það sem maður þarf að gera og sem minnst meira en það,“ segir Guðlaugur Agnar Ágústsson, bóndi á Steinstúni í Norðurfirði á Ströndum, þar sem spáð hefur verið hvað verstu veðri í dag í því óviðri sem nú gengur yfir landið. Þegar Vísir náði tali af Guðlaugi var hann nýkominn úr fjárhúsinu að vitja kindanna sem þar dvelja. Aðspurður um veðrið segir hann það í raun ekki vera svo slæmt í augnablikinu. „Mér finnst það ekkert rosalega slæmt en það getur alltaf átt eftir að versna. Ég er inn í Norðurfiðri og ekkert nema fjöll í kringum mig. Það er rosalega misvindasamt úr flestum áttum,“ segir Guðlaugur. Rauð viðvörun er í gildi fyrir Strandir og miðað við spá Veðurstofu Íslands er reiknað með að veður fari versnandi nú síðdegis fram til miðnættis, eitthvað sem Guðlaugur reiknar fastlega með að gerist. „Þetta getur dottið í að verða alveg snarbrjálað hérna seinnipartinn,“ segir hann. Guðlaugur Ágústsson, bóndi og hreppsnefndarmaður í Steinstúni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Undirbúningur fyrir veðrið fólst í því að binda niður lauslega hluti og bátinn í höfninni. Heyra má á Guðlaugi að hann er ekki spenntur fyrir veðrinu en að hann muni mæta því af æðruleysi. Það þýði ekki mikið að vera eitthvað taugaóstyrkur. „Það er það eina ef að eitthvað kemur fyrir þá erum við svo fá hérna. Það eru ekki nema tólf manneskjur í sveitinni akkúrat núna. Ef að eitthvað kemur fyrir þá erum við rosalega fá til að gera eitthvað en við eigum góða nágranna á Hólmavík,“ segir Guðlaugur. Hann reiknar með að flestir í sveitinni séu vel undirbúnir fyrir óveðrið látið það kræla á sér, vopnaðir vararafstöðvum og fleira verði rafmagnslaust. Annars þýði lítið að ætla að reyna að berjast eitthvað við veðrið fari allt á versta veg. „Þegar veðri slotar þá er kannski fyrst hægt að gera ef þessir húskofar fara að þyrlast um. Þá er eins gott að koma sér bara í skjól. Það er bara svoleiðis.“ Árneshreppur Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rauðum viðvörunum fjölgar Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að flýta gildistöku rauðrar veðurviðvörunar fyrir Norðurland vestra. 10. desember 2019 15:45 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Sjá meira
„Það þýðir ekkert annað en gera það sem maður þarf að gera og sem minnst meira en það,“ segir Guðlaugur Agnar Ágústsson, bóndi á Steinstúni í Norðurfirði á Ströndum, þar sem spáð hefur verið hvað verstu veðri í dag í því óviðri sem nú gengur yfir landið. Þegar Vísir náði tali af Guðlaugi var hann nýkominn úr fjárhúsinu að vitja kindanna sem þar dvelja. Aðspurður um veðrið segir hann það í raun ekki vera svo slæmt í augnablikinu. „Mér finnst það ekkert rosalega slæmt en það getur alltaf átt eftir að versna. Ég er inn í Norðurfiðri og ekkert nema fjöll í kringum mig. Það er rosalega misvindasamt úr flestum áttum,“ segir Guðlaugur. Rauð viðvörun er í gildi fyrir Strandir og miðað við spá Veðurstofu Íslands er reiknað með að veður fari versnandi nú síðdegis fram til miðnættis, eitthvað sem Guðlaugur reiknar fastlega með að gerist. „Þetta getur dottið í að verða alveg snarbrjálað hérna seinnipartinn,“ segir hann. Guðlaugur Ágústsson, bóndi og hreppsnefndarmaður í Steinstúni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Undirbúningur fyrir veðrið fólst í því að binda niður lauslega hluti og bátinn í höfninni. Heyra má á Guðlaugi að hann er ekki spenntur fyrir veðrinu en að hann muni mæta því af æðruleysi. Það þýði ekki mikið að vera eitthvað taugaóstyrkur. „Það er það eina ef að eitthvað kemur fyrir þá erum við svo fá hérna. Það eru ekki nema tólf manneskjur í sveitinni akkúrat núna. Ef að eitthvað kemur fyrir þá erum við rosalega fá til að gera eitthvað en við eigum góða nágranna á Hólmavík,“ segir Guðlaugur. Hann reiknar með að flestir í sveitinni séu vel undirbúnir fyrir óveðrið látið það kræla á sér, vopnaðir vararafstöðvum og fleira verði rafmagnslaust. Annars þýði lítið að ætla að reyna að berjast eitthvað við veðrið fari allt á versta veg. „Þegar veðri slotar þá er kannski fyrst hægt að gera ef þessir húskofar fara að þyrlast um. Þá er eins gott að koma sér bara í skjól. Það er bara svoleiðis.“
Árneshreppur Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Rauðum viðvörunum fjölgar Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að flýta gildistöku rauðrar veðurviðvörunar fyrir Norðurland vestra. 10. desember 2019 15:45 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Sjá meira
Rauðum viðvörunum fjölgar Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að flýta gildistöku rauðrar veðurviðvörunar fyrir Norðurland vestra. 10. desember 2019 15:45
Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15
Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37