Innlent

Rauðum viðvörunum fjölgar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Rauð veðurviðvörun hefur einnig tekið gildi á Norðurlandi eystra.
Rauð veðurviðvörun hefur einnig tekið gildi á Norðurlandi eystra.

Veðurstofa Íslands hefur ákveðið að flýta gildistöku rauðrar veðurviðvörunar fyrir Norðurland vestra. Hún tekur gildi núna klukkan 16 en þar mælist vindstyrkur víða 33 m/s.

Þar að auki hefur verið tekin ákvörðun um það að herða á veðurviðvörunum á Norðurlandi eystra. Þar tók einnig rauð veðurviðvörun gildi klukkan 16.

Appelsínugular viðvaranir eru í gildi annars staðar á landinu. Að sögn veðurfræðings verður veðrið verst í höfuðborginni frá klukkan 17 til 22. Það muni þó ekki lægja af alvöru fyrr en í nótt. Þessu fylgi töluverður éljagangur, jafnvel meiri ofankoma en áður hafði verið búist við.

Það tekur að hvessa á suðausturlandi eftir því sem líður á daginn. Við sunnanverðan Vatnajökul gætu vindhviður náð 50 m/s og má búast við hvassviðri á þeim slóðum fram yfir hádegi. 

Nánar um nýjustu vendingar í veðrinu má nálgast í Veðurvakt Vísis.

Fréttin var uppfærð kl. 16:03


Tengdar fréttir

Bein útsending: Veðrið um allt land í vefmyndavélum

Aftakaveður mun ganga yfir landið í dag og á morgun. Veðurstofan hefur í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun frá því að litakóðakerfið var tekið upp, en það er á Norðurlandi vestra og Ströndum. Alls staðar annars staðar hefur verið gefin út appelsínugul viðvörun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.