Veginum við Stórhöfða og Gullinbrú var lokað um skamma stund rétt eftir klukkan átta í morgun. Þar hafði ökumaður bifhjóls misst stjórn á ökutækinu og fallið af því. Lögregla og sjúkraflutningamenn fóru á vettvang og var veginum lokað um stutta stund en slysið reyndist minna en á horfðist og var vegurinn opnaður aftur skömmu síðar.
Var ökumaður bifhjólsins fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.
