Staðfesta að þær hafi heyrt um meinta árás Trump Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2019 12:06 E. Jean Carroll segir að Trump hafi þröngvað sér upp á sig í fataklefa í stórverslun í New York um miðjan tíunda áratuginn. AP/Craig Ruttle Tvær konur hafa stigið fram opinberlega og staðfest að E. Jean Carroll, þekktur pistlahöfundur, hafi trúað þeim fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ráðist á hana kynferðislega á 10. áratugnum. Forsetinn hefur fullyrt að hann þekki ekki Carroll og að hún ljúgi upp á hann. Carroll steig fram með sögu sína í væntanlegri bók sem New York-tímaritið birti útdrátt úr á föstudag. Þar lýsti hún því hvernig Trump á að hafa þröngvað sér upp á hana í fataklefa í stórversluninni Bergdorf Goodman annað hvort síðla árs 1995 eða snemma árs 2016. Í greininni sagðist hún hafa greint tveimur konum frá atvikinu á sínum tíma en nafngreindi þær ekki. Nú hefur hlaðvarp New York Times rætt við báðar konurnar sem staðfesta frásögn Carroll. Þær heita Carol Martin og Lisa Birnbach og voru báðar áberandi í fjölmiðlabransanum í New York á 10. áratugnum. Martin var fréttaþula og Birnbach rithöfundur sem hefur meðal annars skrifað fyrir New York Times í gegnum tíðina. Þær segjast báðar hafa haft kynni af Trump á þessum tíma. Birnbach segist hafa sagt Carroll að tilkynna lögreglunni um árásina. Martin réð henni aftur á móti frá því vegna þess að Trump væri of valdamikill. Carroll segir við New York Times að hún hafi á endanum ákveðið að þegja um atvikið þar sem hún kenndi sjálfri sér að hluta til um það. Segist ekki hafa verið nauðgað Sjálf vill Carroll ekki lýsa atvikinu sem nauðgun og telur sig ekki vera fórnarlamb. „Mér var ekki nauðgað. Eitthvað var ekki gert mér. Ég barðist,“ segir Carroll sem lýsir því í bókinni hvernig hún barði Trump af sér. „Hver kona fær að velja eigin orð. Hver kona fær að velja hvernig hún lýsir því. Þetta er mín leið til að orða það. Þetta er mitt orð. Mitt orð er barátta. Mitt orð er ekki fórnarlambsorðið,“ segir Carroll sem er þekkt sem pistlahöfundur tímaritsins Elle. Atvikið átti sér stað þegar Carroll og Trump voru bæði rúmlega fimmtug. Hún er nú 75 ára gömul og segist ekki hafa neinar væntingar um að saga hennar muni hafa áhrif. Á annan tug kvenna hefur stigið fram undir nafni og sakað Trump forseta um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Hann hefur neitað öllum ásökunum þrátt fyrir að hafa eitt sinn stært sig af því að ráðast á konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17 Bandaríkjaforseti segir konuna sem sakar hann um nauðgun ekki hans „týpu“ Aftur ver forseti Bandaríkjanna sig fyrir ásökunum um kynferðislegt ofbeldi með því að gera lítið úr ásakandanum. 25. júní 2019 08:02 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Tvær konur hafa stigið fram opinberlega og staðfest að E. Jean Carroll, þekktur pistlahöfundur, hafi trúað þeim fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ráðist á hana kynferðislega á 10. áratugnum. Forsetinn hefur fullyrt að hann þekki ekki Carroll og að hún ljúgi upp á hann. Carroll steig fram með sögu sína í væntanlegri bók sem New York-tímaritið birti útdrátt úr á föstudag. Þar lýsti hún því hvernig Trump á að hafa þröngvað sér upp á hana í fataklefa í stórversluninni Bergdorf Goodman annað hvort síðla árs 1995 eða snemma árs 2016. Í greininni sagðist hún hafa greint tveimur konum frá atvikinu á sínum tíma en nafngreindi þær ekki. Nú hefur hlaðvarp New York Times rætt við báðar konurnar sem staðfesta frásögn Carroll. Þær heita Carol Martin og Lisa Birnbach og voru báðar áberandi í fjölmiðlabransanum í New York á 10. áratugnum. Martin var fréttaþula og Birnbach rithöfundur sem hefur meðal annars skrifað fyrir New York Times í gegnum tíðina. Þær segjast báðar hafa haft kynni af Trump á þessum tíma. Birnbach segist hafa sagt Carroll að tilkynna lögreglunni um árásina. Martin réð henni aftur á móti frá því vegna þess að Trump væri of valdamikill. Carroll segir við New York Times að hún hafi á endanum ákveðið að þegja um atvikið þar sem hún kenndi sjálfri sér að hluta til um það. Segist ekki hafa verið nauðgað Sjálf vill Carroll ekki lýsa atvikinu sem nauðgun og telur sig ekki vera fórnarlamb. „Mér var ekki nauðgað. Eitthvað var ekki gert mér. Ég barðist,“ segir Carroll sem lýsir því í bókinni hvernig hún barði Trump af sér. „Hver kona fær að velja eigin orð. Hver kona fær að velja hvernig hún lýsir því. Þetta er mín leið til að orða það. Þetta er mitt orð. Mitt orð er barátta. Mitt orð er ekki fórnarlambsorðið,“ segir Carroll sem er þekkt sem pistlahöfundur tímaritsins Elle. Atvikið átti sér stað þegar Carroll og Trump voru bæði rúmlega fimmtug. Hún er nú 75 ára gömul og segist ekki hafa neinar væntingar um að saga hennar muni hafa áhrif. Á annan tug kvenna hefur stigið fram undir nafni og sakað Trump forseta um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Hann hefur neitað öllum ásökunum þrátt fyrir að hafa eitt sinn stært sig af því að ráðast á konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17 Bandaríkjaforseti segir konuna sem sakar hann um nauðgun ekki hans „týpu“ Aftur ver forseti Bandaríkjanna sig fyrir ásökunum um kynferðislegt ofbeldi með því að gera lítið úr ásakandanum. 25. júní 2019 08:02 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21
Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17
Bandaríkjaforseti segir konuna sem sakar hann um nauðgun ekki hans „týpu“ Aftur ver forseti Bandaríkjanna sig fyrir ásökunum um kynferðislegt ofbeldi með því að gera lítið úr ásakandanum. 25. júní 2019 08:02