Trump náðar hermenn sakaða um og dæmda fyrir stríðsglæpi Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2019 19:05 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Hvíta húsið tilkynnti í gærkvöldi að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði gripið inn í mál þriggja hermanna sem hafa verið sakaðir og jafnvel dæmdir fyrir stríðsglæpi. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna voru hins vegar á móti aðgerðunum. Trump veitti tveimur mönnum fulla náðun og felldi niður stöðulækkun annars. Forsetinn hringdi í mennina þrjá í gærkvöldi og tilkynnti þeim þessar vendingar. Um er að ræða þá Clint Lorance, fyrrverandi liðsforingi í hernum sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir að myrða tvo almenna borgara í Afganistan. Hann skipaði mönnum sínum að skjóta á þrjá menn á mótorhjóli í Afganistan í Júlí 2012.Hann fékk fulla náðun. Þá fékk Mathew L. Golsteyn einnig fulla náðun en hann hafði verið ákærður fyrir að myrða óvopnaðan Afgana sem hann taldi vera sprengjusmið og taldi hann að maðurinn bæri ábyrgð á dauða tveggja landgönguliða. Hann sagði frá morðinu í atvinnuviðtali hjá Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Mathew Golsteyn ásamt lögmanni sínum.AP/Andrew Craft Þar að auki sneri Trump við stöðulækkun Edward Gallagher, sem var sýknaður af morðákærum fyrr á árinu en dæmdur fyrir að stilla sér upp fyrir mynd með líki ISIS-liða sem hann var sakaður um að hafa myrt og lækkaður í tign. Áður en úrskurðað var í máli Gallagher bárust fregnir af því að Trump íhugaði að náða hann og fleiri hermenn sem sakaðir hafa verið um stríðsglæpi. Í tilfellum Gallagher og Lorance komu ásakanirnar gegn þeim báðum frá undirmönnum þeirra. Sjá einnig: Sagður ætla að náða hermenn sem sakaðir eru um stríðsglæpi Þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir áhrifamiklir íhaldsmenn í bandarískum fjölmiðlum eins og Fox hafa lýst mönnunum þremur sem hetjum og segja ákærurnar gegn þeim ósanngjarnar. Þær byggi á ákvörðunum sem hafi verið teknar í hita leiksins í miðjum átökum, samkvæmt frétt New York Times. Í tilkynningu Hvíta hússins segir að það falli á herðar forsetans að tryggja að lögum Bandaríkjanna sé framfylgt og hvenær það sé við hæfi að sýna miskunn. Með þessum aðgerðum sínum vilji Trump veita hermönnum Bandaríkjanna það sjálfstraust sem þeir þurfi þegar þeir berjast fyrir Bandaríkin. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna hafa þó, samkvæmt fjölmiðlum ytra, barist gegn því að mennirnir þrír verði náðaðir og segja að það muni grafa undan réttarkerfum heraflans. Þeirra á meðal er til dæmis Mark Esper, varnarmálaráðherra. Forsvarsmenn sjóhersins komust fyrst á snoðir um aðgerðir Trump varðandi Gallagher, sem tilheyrði sérsveitum sjóhersins, þegar þeir heyrðu af þeim í fréttum Fox News. Blaðamenn New York Times ræddu við sérfræðina sem segjast ekki vita til nýlegra fordæma um að forseti Bandaríkjanna hafi náðað hermenn fyrir ofbeldisglæpi sem þessa. Eina undantekningin sé náðun Trump frá því í maí, þegar hann náðaði hermann sem var sakfelldur fyrir að taka írakskan fanga af lífi. Trump endurtísti þessu tísti í dag. Þar má sjá Clint Lorance koma úr fangelsi eftir að hafa setið inni í sex ár. “Army 1st Lt. Clint Lorance, one of two U.S. Army officers granted clemency Friday by POTUS Trump, was released from prison in Kansas on Friday night & reunited w/ family members.” ➡️https://t.co/SjeGn8CnoP Below, Clint reunites w/ family, after 6yrs (19yr sentence) in prison. pic.twitter.com/dpoSwanojS— Dan Scavino (@DanScavino) November 16, 2019 Afganistan Bandaríkin Donald Trump Írak Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Sjá meira
Hvíta húsið tilkynnti í gærkvöldi að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði gripið inn í mál þriggja hermanna sem hafa verið sakaðir og jafnvel dæmdir fyrir stríðsglæpi. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna voru hins vegar á móti aðgerðunum. Trump veitti tveimur mönnum fulla náðun og felldi niður stöðulækkun annars. Forsetinn hringdi í mennina þrjá í gærkvöldi og tilkynnti þeim þessar vendingar. Um er að ræða þá Clint Lorance, fyrrverandi liðsforingi í hernum sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir að myrða tvo almenna borgara í Afganistan. Hann skipaði mönnum sínum að skjóta á þrjá menn á mótorhjóli í Afganistan í Júlí 2012.Hann fékk fulla náðun. Þá fékk Mathew L. Golsteyn einnig fulla náðun en hann hafði verið ákærður fyrir að myrða óvopnaðan Afgana sem hann taldi vera sprengjusmið og taldi hann að maðurinn bæri ábyrgð á dauða tveggja landgönguliða. Hann sagði frá morðinu í atvinnuviðtali hjá Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Mathew Golsteyn ásamt lögmanni sínum.AP/Andrew Craft Þar að auki sneri Trump við stöðulækkun Edward Gallagher, sem var sýknaður af morðákærum fyrr á árinu en dæmdur fyrir að stilla sér upp fyrir mynd með líki ISIS-liða sem hann var sakaður um að hafa myrt og lækkaður í tign. Áður en úrskurðað var í máli Gallagher bárust fregnir af því að Trump íhugaði að náða hann og fleiri hermenn sem sakaðir hafa verið um stríðsglæpi. Í tilfellum Gallagher og Lorance komu ásakanirnar gegn þeim báðum frá undirmönnum þeirra. Sjá einnig: Sagður ætla að náða hermenn sem sakaðir eru um stríðsglæpi Þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir áhrifamiklir íhaldsmenn í bandarískum fjölmiðlum eins og Fox hafa lýst mönnunum þremur sem hetjum og segja ákærurnar gegn þeim ósanngjarnar. Þær byggi á ákvörðunum sem hafi verið teknar í hita leiksins í miðjum átökum, samkvæmt frétt New York Times. Í tilkynningu Hvíta hússins segir að það falli á herðar forsetans að tryggja að lögum Bandaríkjanna sé framfylgt og hvenær það sé við hæfi að sýna miskunn. Með þessum aðgerðum sínum vilji Trump veita hermönnum Bandaríkjanna það sjálfstraust sem þeir þurfi þegar þeir berjast fyrir Bandaríkin. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna hafa þó, samkvæmt fjölmiðlum ytra, barist gegn því að mennirnir þrír verði náðaðir og segja að það muni grafa undan réttarkerfum heraflans. Þeirra á meðal er til dæmis Mark Esper, varnarmálaráðherra. Forsvarsmenn sjóhersins komust fyrst á snoðir um aðgerðir Trump varðandi Gallagher, sem tilheyrði sérsveitum sjóhersins, þegar þeir heyrðu af þeim í fréttum Fox News. Blaðamenn New York Times ræddu við sérfræðina sem segjast ekki vita til nýlegra fordæma um að forseti Bandaríkjanna hafi náðað hermenn fyrir ofbeldisglæpi sem þessa. Eina undantekningin sé náðun Trump frá því í maí, þegar hann náðaði hermann sem var sakfelldur fyrir að taka írakskan fanga af lífi. Trump endurtísti þessu tísti í dag. Þar má sjá Clint Lorance koma úr fangelsi eftir að hafa setið inni í sex ár. “Army 1st Lt. Clint Lorance, one of two U.S. Army officers granted clemency Friday by POTUS Trump, was released from prison in Kansas on Friday night & reunited w/ family members.” ➡️https://t.co/SjeGn8CnoP Below, Clint reunites w/ family, after 6yrs (19yr sentence) in prison. pic.twitter.com/dpoSwanojS— Dan Scavino (@DanScavino) November 16, 2019
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Írak Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent