„Heill á ný“ með nýju typpi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2019 13:16 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Bandarískur hermaður sem slasaðist alvarlega í sprengjuárás í Afganistan fyrir um áratug síðan segist vera nýr maður eftir að hann undirgekkst typpaígræðslu í Bandaríkjunum. Maðurinn missti báða fætur og kynfæri sín í sprengingunni.Greint er frá málinu ávef Washington Postþar sem fram kemur að hermaðurinn fyrrverandi hafi farið í hina afar flóknu og tímafreku aðgerð fyrir um einu og hálfu ári síðan.Sem fyrr segir missti hermaðurinn báða fætur sína en í frétt Washington Post kemur fram að það hafi ekki angrað hann sérstaklega mikið, hann hafi lært að lifa með fótaleysinu og gervifætur hafi létt honum lífið mjög. Kynfæraleysið hafi hins vegar reynst honum bæði erfitt og vandræðalegt, og vissi enginn af því nema nánasta fjölskylda hans.Raunar kemur fram að vandamál hermannsins sé velþekkt á meðal fyrrverandi hermanna Bandaríkjanna en um 1.300 hermenn sem börðust í Írak og Afganistan á árunum 2001 til 2013 hafa glímt við að hafa slasast á kynfærum við störf sín sem hermenn.Aðgerðin sem hermaðurinn undirgekkst var afar flókin og tók hún alls fjórtán tíma. 36 starfsmenn Johns Hokpkins sjúkrahússins komu að henni. Um mun flóknari aðgerð er að ræða en þegar nýru eða lifur eru grædd í menn en í frétt Washington Post kemur fram að typpaígræðsla feli meðal annars í sér að sauma saman millimetravíðar æðar og taugar með agnarsmáum saumum. Áhrifin hafa verið vonum framar og segja læknar að hermaðurinn finnist hann vera „heill á ný“. Sjálfsmynd hans hafi stórbatnað og lífræðileg starfsemi hins nýja typpis sé svo gott sem eðlileg og jafnist á við það sem áður var, fyrir slysið. Hermaðurinn þarf líklega að taka lyf sem koma í veg fyrir að líkaminn hafni typpinu til æviloka, sem gæti aukið líkur á sýkingum, nýrnavandamálum og ákveðnum tegundum af krabbameini. Þá gæti ónæmiskerfi hans veikst. Hermaðurinn sjálfur hefur þó litlar áhyggjur af þessu og er hæstánægður með aðgerðina. „Þetta var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ er haft eftir honum á vef Washington Post. Bandaríkin Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Sjá meira
Bandarískur hermaður sem slasaðist alvarlega í sprengjuárás í Afganistan fyrir um áratug síðan segist vera nýr maður eftir að hann undirgekkst typpaígræðslu í Bandaríkjunum. Maðurinn missti báða fætur og kynfæri sín í sprengingunni.Greint er frá málinu ávef Washington Postþar sem fram kemur að hermaðurinn fyrrverandi hafi farið í hina afar flóknu og tímafreku aðgerð fyrir um einu og hálfu ári síðan.Sem fyrr segir missti hermaðurinn báða fætur sína en í frétt Washington Post kemur fram að það hafi ekki angrað hann sérstaklega mikið, hann hafi lært að lifa með fótaleysinu og gervifætur hafi létt honum lífið mjög. Kynfæraleysið hafi hins vegar reynst honum bæði erfitt og vandræðalegt, og vissi enginn af því nema nánasta fjölskylda hans.Raunar kemur fram að vandamál hermannsins sé velþekkt á meðal fyrrverandi hermanna Bandaríkjanna en um 1.300 hermenn sem börðust í Írak og Afganistan á árunum 2001 til 2013 hafa glímt við að hafa slasast á kynfærum við störf sín sem hermenn.Aðgerðin sem hermaðurinn undirgekkst var afar flókin og tók hún alls fjórtán tíma. 36 starfsmenn Johns Hokpkins sjúkrahússins komu að henni. Um mun flóknari aðgerð er að ræða en þegar nýru eða lifur eru grædd í menn en í frétt Washington Post kemur fram að typpaígræðsla feli meðal annars í sér að sauma saman millimetravíðar æðar og taugar með agnarsmáum saumum. Áhrifin hafa verið vonum framar og segja læknar að hermaðurinn finnist hann vera „heill á ný“. Sjálfsmynd hans hafi stórbatnað og lífræðileg starfsemi hins nýja typpis sé svo gott sem eðlileg og jafnist á við það sem áður var, fyrir slysið. Hermaðurinn þarf líklega að taka lyf sem koma í veg fyrir að líkaminn hafni typpinu til æviloka, sem gæti aukið líkur á sýkingum, nýrnavandamálum og ákveðnum tegundum af krabbameini. Þá gæti ónæmiskerfi hans veikst. Hermaðurinn sjálfur hefur þó litlar áhyggjur af þessu og er hæstánægður með aðgerðina. „Þetta var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ er haft eftir honum á vef Washington Post.
Bandaríkin Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Sjá meira