Ráðgjafi Trump sagði flokkinn reiða sig á að hindra kjósendur Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2019 11:45 Donald Trump er sannfærður um að hann hafi í raun fengið meirihluta atkvæðanna í kosningunum 2016. Hann hefur rangt fyrir sér. AP/Kevin Wolf Einn af æðstu kosningaráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sagði á fundi Repúblikana að flokkurinn hefði reitt sig á að koma í veg fyrir að fólk sem þykir líklegra til að kjósa Demókrataflokkinn kjósi, svokallað voter suppression á ensku, í baráttunni um ríki sem flakka á milli Demókrata og Repúblikana. Þetta kom fram á upptöku af fundinum sem haldinn var í Wisconsin, sem er eitt af umræddum ríkjum þó íbúar þar þyki líklegri til að kjósa Demókrataflokkinn, og blaðamenn AP fréttaveitunnar komu höndum yfir. Justin Clark, ráðgjafinn, sagði fréttaveitunni að hann hefði verið að tala um ítrekaðar og falskar ásakanir gegn Repúblikanaflokknum um slíka starfshætti. Fundurinn fór fram þann 21. nóvember síðastliðinn og var til umræðu hvernig Repúblikanar gætu tryggt sigur í Wisconsin í forsetakosningunum á næsta ári. „Yfirleitt hafa það verið Repúblikanar sem hafa komið í veg fyrir að fólk greiði atkvæði,“ sagði Clark á fundinum. „Byrjum að vernda kjósendur okkar. Við vitum hvar þau eru. Förum að spila meiri sókn. Það er það sem þið munið sjá 2020. Þetta verður miklu stærra verkefni, miklu stífara, miklu vel fjármagnaðra.“ Þegar Clark var spurður út í ummælin sagðist hann hafa verið að tala um falskar ásakanir gegn Repúblikanaflokknum og sagði það hafa átt að vera augljóst. Nú sé kominn tími til að Repúblikanar standi vörð um sína kjósendur. „Hvorki ég né einhver sem ég þekki eða vinn með myndi nokkurn tímann samþykkja að einhverjum sé meinað að kjósa með ógnunum eða dregið sé úr vægi atkvæðis hans og við munum leggja áherslu á að koma í veg fyrir það.“ Repúblikanar ætla sér að vakta kjörstaði á næsta ári með því markmið að koma í veg fyrir „svindl“ Demókrata, eins og Clark orðaði það á fundinum. Hann sagði Trump styðja þessar áætlanir og að forsetanum væri mjög annt um kosningasvindl og ræddi það í hvert sinn sem þeir funda. „Við höfum allir séð tístin um kosningasvindl, bla bla bla. Í hvert sinn sem við erum með honum, spyr hann hvað við erum að gera varðandi kosningasvindl? Hvað erum við að gera varðandi kosningasvindl?“ sagði Clark á fundinum. Allt frá því að Trump vann forsetakosningarnar 2016, með minnihluta atkvæða, hefur hann haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað og milljónir manna hafa kosið Hillary Clinton ólöglega. Hann hefur þó aldrei getað fært sannanir fyrir máli sínu og sérfræðingar sem vakta kosningar segja hann hafa rangt fyrir sér. Í heildina fékk Trump um tveimur milljónum færri atkvæða en Clinton. Stofnaði nefnd sem átti að sanna svindl Eftir kosningarnar stofnaði hann sérstaka nefnd sem átti að rannsaka þessi meintu kosningasvik og staðfesta þau. Forsvarsmenn margra ríkja, sem tilheyrðu bæðir Demókrataflokknum og Repúblikanaflokknum neituðu þó að afhenda þessari nefnd gögn um kjósendur eins og kennitölur, kosningasögu, hvaða flokkum þau tilheyra og annað. Mike Pence, varaforseti Trump, var formaður nefndarinnar en Kris Kobach, Repúblikani frá Kansas, var varaformaður og leiddi störf nefndarinnar. Kobach hefur um árabil haldið því fram að umfangsmikil kosningasvindl eigi sér stað í kosningum Bandaríkjanna en hann hefur aldrei fært sannanir fyrir því. Kris Kobach á sviði með Donald Trump.Getty/Scott Olson Nefnd þessi var á endanum leyst upp án þess að hún kæmist að niðurstöðu. Matthew Dunlap, einn meðlimur hennar, hefur þó sagt að nefndinni hafi eingöngu verið ætlað að styðja innihaldslausar fullyrðingar forsetans varðandi kosningasvindl. Dunlap sagði að nefndin hafi ekki fundið neinar vísbendingar um umfangsmikið svindl. Beinagrind að skýrslu nefndarinnar gaf fyrirfram ákveðnar niðurstöður í skyn en óskrifaðir kaflar hennar höfðu þegar fengið titla eins og „Rangar aðgerðir við kosningaskráningu“ og „Dæmi um kosningasvindl“. Þrátt fyrir það hafði Kobach sagt þegar nefndin var lögð niður, að það hefði verið gert vegna þess að „sumu fólki á vinstri kantinum þætti óþægilegt“ hve mikið nefndin hefði uppgötvað. Hafa lengi verið sakaðir um að hindra kjósendur Þá er rétt að Repúblikanaflokkurinn hafi lengi verið sakaður um að koma í veg fyrir að hefðbundnir kjósendur Demókrataflokksins taki þátt í kosningum. Til marks um það stendur nú dómsmál yfir í Wisconsin eftir að Repúblikanar tóku 234 þúsund manns af kjörskrá. Það var gert eftir að þessum kjósendum voru send skilaboð í pósti um að til stæði að fjarlægja þau af kjörskrá þar sem þau hefðu ekki tekið þátt í síðustu kosningum. Ef þau svöruðu ekki innan 30 daga voru þau fjarlægð. Þessi frestur kom þó ekki fram í skilaboðunum sem send voru til kjósendanna sem um ræðir. Ólíklegt þykir að Demókrötum muni takast að fella ákvörðunina niður, þar sem fimm meðlimir Hæstaréttar Bandaríkjanna, þeir sem tilnefndir voru af forsetum Bandaríkjanna, staðfestu sambærilegar aðgerðir í Ohio í fyrra.Samkvæmt Reuters hafa rannsóknir sýnt fram á að aðgerðir sem þessar eru mun líklegri til að koma niður á kjósendum Demókrataflokksins.Í einu máli, sem átti sér stað í kosningum 1982 höfðu Repúblikanar komið lögregluþjónum á frívakt fyrir við kjörstaði í hverfi minnihlutahópa. Þeir voru flestir merktir sem einhvers konar heilindaverðir kosninga og voru jafnvel vopnaðir. Demókratar höfðuðu mál vegna þessa og á endanum samþykktu Repúblikanar takmarkanir varðandi eftirlit á kjörstöðum. Þær takmarkanir voru felldar niður í fyrra.Hér má sjá umfjöllun PBS um „voter suppression“ frá því í fyrra og nýlega umfjöllun NBC um aðgerðir Repúblikana í Georgíu og Wisconsin. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Einn af æðstu kosningaráðgjöfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sagði á fundi Repúblikana að flokkurinn hefði reitt sig á að koma í veg fyrir að fólk sem þykir líklegra til að kjósa Demókrataflokkinn kjósi, svokallað voter suppression á ensku, í baráttunni um ríki sem flakka á milli Demókrata og Repúblikana. Þetta kom fram á upptöku af fundinum sem haldinn var í Wisconsin, sem er eitt af umræddum ríkjum þó íbúar þar þyki líklegri til að kjósa Demókrataflokkinn, og blaðamenn AP fréttaveitunnar komu höndum yfir. Justin Clark, ráðgjafinn, sagði fréttaveitunni að hann hefði verið að tala um ítrekaðar og falskar ásakanir gegn Repúblikanaflokknum um slíka starfshætti. Fundurinn fór fram þann 21. nóvember síðastliðinn og var til umræðu hvernig Repúblikanar gætu tryggt sigur í Wisconsin í forsetakosningunum á næsta ári. „Yfirleitt hafa það verið Repúblikanar sem hafa komið í veg fyrir að fólk greiði atkvæði,“ sagði Clark á fundinum. „Byrjum að vernda kjósendur okkar. Við vitum hvar þau eru. Förum að spila meiri sókn. Það er það sem þið munið sjá 2020. Þetta verður miklu stærra verkefni, miklu stífara, miklu vel fjármagnaðra.“ Þegar Clark var spurður út í ummælin sagðist hann hafa verið að tala um falskar ásakanir gegn Repúblikanaflokknum og sagði það hafa átt að vera augljóst. Nú sé kominn tími til að Repúblikanar standi vörð um sína kjósendur. „Hvorki ég né einhver sem ég þekki eða vinn með myndi nokkurn tímann samþykkja að einhverjum sé meinað að kjósa með ógnunum eða dregið sé úr vægi atkvæðis hans og við munum leggja áherslu á að koma í veg fyrir það.“ Repúblikanar ætla sér að vakta kjörstaði á næsta ári með því markmið að koma í veg fyrir „svindl“ Demókrata, eins og Clark orðaði það á fundinum. Hann sagði Trump styðja þessar áætlanir og að forsetanum væri mjög annt um kosningasvindl og ræddi það í hvert sinn sem þeir funda. „Við höfum allir séð tístin um kosningasvindl, bla bla bla. Í hvert sinn sem við erum með honum, spyr hann hvað við erum að gera varðandi kosningasvindl? Hvað erum við að gera varðandi kosningasvindl?“ sagði Clark á fundinum. Allt frá því að Trump vann forsetakosningarnar 2016, með minnihluta atkvæða, hefur hann haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað og milljónir manna hafa kosið Hillary Clinton ólöglega. Hann hefur þó aldrei getað fært sannanir fyrir máli sínu og sérfræðingar sem vakta kosningar segja hann hafa rangt fyrir sér. Í heildina fékk Trump um tveimur milljónum færri atkvæða en Clinton. Stofnaði nefnd sem átti að sanna svindl Eftir kosningarnar stofnaði hann sérstaka nefnd sem átti að rannsaka þessi meintu kosningasvik og staðfesta þau. Forsvarsmenn margra ríkja, sem tilheyrðu bæðir Demókrataflokknum og Repúblikanaflokknum neituðu þó að afhenda þessari nefnd gögn um kjósendur eins og kennitölur, kosningasögu, hvaða flokkum þau tilheyra og annað. Mike Pence, varaforseti Trump, var formaður nefndarinnar en Kris Kobach, Repúblikani frá Kansas, var varaformaður og leiddi störf nefndarinnar. Kobach hefur um árabil haldið því fram að umfangsmikil kosningasvindl eigi sér stað í kosningum Bandaríkjanna en hann hefur aldrei fært sannanir fyrir því. Kris Kobach á sviði með Donald Trump.Getty/Scott Olson Nefnd þessi var á endanum leyst upp án þess að hún kæmist að niðurstöðu. Matthew Dunlap, einn meðlimur hennar, hefur þó sagt að nefndinni hafi eingöngu verið ætlað að styðja innihaldslausar fullyrðingar forsetans varðandi kosningasvindl. Dunlap sagði að nefndin hafi ekki fundið neinar vísbendingar um umfangsmikið svindl. Beinagrind að skýrslu nefndarinnar gaf fyrirfram ákveðnar niðurstöður í skyn en óskrifaðir kaflar hennar höfðu þegar fengið titla eins og „Rangar aðgerðir við kosningaskráningu“ og „Dæmi um kosningasvindl“. Þrátt fyrir það hafði Kobach sagt þegar nefndin var lögð niður, að það hefði verið gert vegna þess að „sumu fólki á vinstri kantinum þætti óþægilegt“ hve mikið nefndin hefði uppgötvað. Hafa lengi verið sakaðir um að hindra kjósendur Þá er rétt að Repúblikanaflokkurinn hafi lengi verið sakaður um að koma í veg fyrir að hefðbundnir kjósendur Demókrataflokksins taki þátt í kosningum. Til marks um það stendur nú dómsmál yfir í Wisconsin eftir að Repúblikanar tóku 234 þúsund manns af kjörskrá. Það var gert eftir að þessum kjósendum voru send skilaboð í pósti um að til stæði að fjarlægja þau af kjörskrá þar sem þau hefðu ekki tekið þátt í síðustu kosningum. Ef þau svöruðu ekki innan 30 daga voru þau fjarlægð. Þessi frestur kom þó ekki fram í skilaboðunum sem send voru til kjósendanna sem um ræðir. Ólíklegt þykir að Demókrötum muni takast að fella ákvörðunina niður, þar sem fimm meðlimir Hæstaréttar Bandaríkjanna, þeir sem tilnefndir voru af forsetum Bandaríkjanna, staðfestu sambærilegar aðgerðir í Ohio í fyrra.Samkvæmt Reuters hafa rannsóknir sýnt fram á að aðgerðir sem þessar eru mun líklegri til að koma niður á kjósendum Demókrataflokksins.Í einu máli, sem átti sér stað í kosningum 1982 höfðu Repúblikanar komið lögregluþjónum á frívakt fyrir við kjörstaði í hverfi minnihlutahópa. Þeir voru flestir merktir sem einhvers konar heilindaverðir kosninga og voru jafnvel vopnaðir. Demókratar höfðuðu mál vegna þessa og á endanum samþykktu Repúblikanar takmarkanir varðandi eftirlit á kjörstöðum. Þær takmarkanir voru felldar niður í fyrra.Hér má sjá umfjöllun PBS um „voter suppression“ frá því í fyrra og nýlega umfjöllun NBC um aðgerðir Repúblikana í Georgíu og Wisconsin.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira