Ekkert enskt félag meðal fimm verðmætustu íþróttafélaga heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 07:30 Stuðningsmenn Dallas Cowboys fá hér gjöf frá stjörnuhlaupara liðsins Ezekiel Elliott. Getty/Jim Cowsert Forbes hefur gefið út árlegan lista sinn yfir verðmætustu íþróttafélög heims og í efsta sæti situr ameríska fótboltablaðið Dallas Cowboys. NFL-liðið Dallas Cowboys er á toppnum fjórða árið í röð og Forbes segir að það sé nú virði fimm milljarða Bandaríkjadala eða 625 milljarða íslenskra króna. Bandaríkjamenn eiga einnig liðið í öðru sæti sem er hafnarboltafélagið New York Yankees sem er metið á 4,6 milljarða dala. Í þriðja og fjórða sæti eru síðan spænsku knattspyrnufélögin Real Madrid og Barcelona. Efsta körfuboltafélagið er síðan NBA-liðið New York Knicks. New York Knicks á það sameiginlegt með Dallas Cowboys að vera metið svo verðmætt þrátt fyrir slakt gengi inn á vellinum sjálfum en Knicks hefur verið í hálfgerðum ruslflokki í NBA-deildinni undanfarin tímabil.The WORLD'S TOP 5 most valuable sports franchises. pic.twitter.com/NwSOOEVH93 — NBC Sports (@NBCSports) July 22, 2019Það þarf síðan að fara alla leið niður í sjötta sætið til að finna fyrsta enska knattspyrnufélagið en það er Manchester United sem er metið á 3.81 milljarða Bandaríkjadala. United er jafnframt eina enska félagið á topp tíu. Í sætum sjö til tíu eru NFL-liðin New England Patriots og New York Giants ásamt NBA-liðunum Los Angeles Lakers og Golden State Warriors. Jerry Jones eignaðist Dallas Cowboys árið 1989 og síðan hefur reksturinn blómstrað þótt að undanfarin ár hafi lítið gengið inn á vellinum sjálfum. Liðið varð síðast meistari árið 1995 en var þá að vinna í þriðja sinn á fjórum árum. Eitt af lykilatriðum í góðum rekstri Dallas Cowboys var bygging hins magnaða AT&T leikvangs sem er sá völlur sem skilar félagi meiri tekjum frá styrktaraðilum og sölu miða en nokkur annar leikvangur í bandarískum íþróttum. Næsta enska knattspyrnufélag á eftir Manchester United eru nágrannar þeirra í Manchester City sem eru í 25. sæti. Það eru þannig tíu NFL-félög á undan Manchester City á þessum lista eða Cowboys, Patriots, Giants, Los Angeles Rams, Washington Redskins, San Francisco 49ers, Chicago Bears, Houston Texans, New York Jets og Philadelphia Eagles. NFL-deildin á meira en helming félaganna á listanum en eigendur þeirra græða á tá og fingri þessa daganna vegna mikilla vinsælda og svo mjög hagstæðra sjónvarpssamninga. Tekjur NFL-deildarinnar af sjónvarpssamningum er í algjörum sérflokki hvað varðar íþróttafélög heimsins og líka í samanburði við ensku úrvalsdeildina sem fær þó miklar tekjur í gegnum sölu sjónvarpsréttar. Ensku knattspyrnufélögin meðal fimmtíu verðmætustu íþróttafélaga heims eru alls fimm. Manchester United (6. sæti) og Manchester City (25. sæti) eru þau einu meðal efstu 25 en hin á listanum eru Chelsea (32. sæti), Arsenal (42. sæti) og Liverpool (45. sæti). Það má sjá allan listann með því að smella hér. Enski boltinn NBA NFL Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Forbes hefur gefið út árlegan lista sinn yfir verðmætustu íþróttafélög heims og í efsta sæti situr ameríska fótboltablaðið Dallas Cowboys. NFL-liðið Dallas Cowboys er á toppnum fjórða árið í röð og Forbes segir að það sé nú virði fimm milljarða Bandaríkjadala eða 625 milljarða íslenskra króna. Bandaríkjamenn eiga einnig liðið í öðru sæti sem er hafnarboltafélagið New York Yankees sem er metið á 4,6 milljarða dala. Í þriðja og fjórða sæti eru síðan spænsku knattspyrnufélögin Real Madrid og Barcelona. Efsta körfuboltafélagið er síðan NBA-liðið New York Knicks. New York Knicks á það sameiginlegt með Dallas Cowboys að vera metið svo verðmætt þrátt fyrir slakt gengi inn á vellinum sjálfum en Knicks hefur verið í hálfgerðum ruslflokki í NBA-deildinni undanfarin tímabil.The WORLD'S TOP 5 most valuable sports franchises. pic.twitter.com/NwSOOEVH93 — NBC Sports (@NBCSports) July 22, 2019Það þarf síðan að fara alla leið niður í sjötta sætið til að finna fyrsta enska knattspyrnufélagið en það er Manchester United sem er metið á 3.81 milljarða Bandaríkjadala. United er jafnframt eina enska félagið á topp tíu. Í sætum sjö til tíu eru NFL-liðin New England Patriots og New York Giants ásamt NBA-liðunum Los Angeles Lakers og Golden State Warriors. Jerry Jones eignaðist Dallas Cowboys árið 1989 og síðan hefur reksturinn blómstrað þótt að undanfarin ár hafi lítið gengið inn á vellinum sjálfum. Liðið varð síðast meistari árið 1995 en var þá að vinna í þriðja sinn á fjórum árum. Eitt af lykilatriðum í góðum rekstri Dallas Cowboys var bygging hins magnaða AT&T leikvangs sem er sá völlur sem skilar félagi meiri tekjum frá styrktaraðilum og sölu miða en nokkur annar leikvangur í bandarískum íþróttum. Næsta enska knattspyrnufélag á eftir Manchester United eru nágrannar þeirra í Manchester City sem eru í 25. sæti. Það eru þannig tíu NFL-félög á undan Manchester City á þessum lista eða Cowboys, Patriots, Giants, Los Angeles Rams, Washington Redskins, San Francisco 49ers, Chicago Bears, Houston Texans, New York Jets og Philadelphia Eagles. NFL-deildin á meira en helming félaganna á listanum en eigendur þeirra græða á tá og fingri þessa daganna vegna mikilla vinsælda og svo mjög hagstæðra sjónvarpssamninga. Tekjur NFL-deildarinnar af sjónvarpssamningum er í algjörum sérflokki hvað varðar íþróttafélög heimsins og líka í samanburði við ensku úrvalsdeildina sem fær þó miklar tekjur í gegnum sölu sjónvarpsréttar. Ensku knattspyrnufélögin meðal fimmtíu verðmætustu íþróttafélaga heims eru alls fimm. Manchester United (6. sæti) og Manchester City (25. sæti) eru þau einu meðal efstu 25 en hin á listanum eru Chelsea (32. sæti), Arsenal (42. sæti) og Liverpool (45. sæti). Það má sjá allan listann með því að smella hér.
Enski boltinn NBA NFL Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira