Lykilatkvæðagreiðslu um Brexit ekki frestað aftur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2019 12:44 Theresa May ræddi við Andrew Marr á BBC. Getty/Handout Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að þingmenn í neðri deild breska þingsins muni „klárlega“ fá að greiða atvæði um Brexit-samninginn í næstu viku. Atkvæðagreiðslunni var frestað á síðustu stundu í desember þar sem ljóst þótti að samningurinn yrði ekki samþykktur. Í nóvember kynnti May samning sem náðst hafði á milli yfirvalda í Bretlandi og Evrópusambandandsins um skilmála útgöngu Bretlands úr ESB. Samningurinn féll hins vegar í grýttan jarðveg á meðal harðlínumanna í Íhaldsflokknum sem og fjölda þingmanna Verkamannaflokksins.Þrátt fyrir að May hafi staðið af sér vantrauststillögu samflokksmanna í Íhaldsflokknum þótti ljóst að nægjanlegur fjöldi þingmanna myndi ekki samþykkja samninginn. Var atkvæðagreiðslunni því frestað fram á nýtt ár og er líklegt að hún verði haldin 14. eða 15. janúar næstkomandi.Könnun sýnir að fleiri vilja aðra þjóðaratkvæðagreiðsluÍ viðtali við BBC sagðist May vongóð um að hún gæti tryggt sér stuðning nægjanlegs fjölda þingmanna til að styðja samninginn. Ekki síst í ljósi þess að ESB hefði samþykkt ýmsar breytingar á samningnum sem þingmenn höfðu efasemdir um. Er þar um að ræða framtíðartillhögun landamæra Írlands, sem er í ESB, og N-Írlands, sem er á leið úr ESB. Þá sagði May að breytingarnar fælu í sér að þingmenn myndu hafa meira að segja en áður um samningaviðræður um framtíðartengsl Bretlands og ESB. Forsætisráðherrann hét því að kynna þessar breytingar á næstunni. Varaði hún við því að enginn myndi vita hvað væri í vændum myndu þingmenn hafna samningnum en Bretland mun yfirgefa ESB þann 29. mars næstkomandi, hvort sem að samningar nást eða ekki. Aukinn þrýstingur er á í Bretlandi að haldinn verði önnur atkvæðagreiðsla um hvort Bretland eigi að vera áfram í ESB eða ekki. Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem YouGov framkvæmdi sýna að 41 prósent kjósenda vill að almenningur fái að ákveða hvort af verði af Brexit eða ekki, 36 prósent vilja að þingið ákveði það. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Meirihluti flokkssystkina Corbyn ósammála honum um Brexit Þrátt fyrir það telur rúmur meirihluti flokksmanna að Corbyn standi sig vel sem leiðtogi. 2. janúar 2019 10:25 Segir ólíklegt að Brexit náist á réttum tíma verði samningur May ekki samþykktur Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir helmingslíkur á því að Bretland yfirgefi ekki Evrópusambandið í lok mars næstkomandi, verði drög Theresu May forsætisráðherra að útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið ekki samþykkt af þinginu. 30. desember 2018 16:29 Formúa í ferjur náist ekki að semja um Brexit Bresk stjórnvöld munu verja yfir hundrað milljónum punda í ferjukaup til að liðka á samgöngum um Ermarsund komi til þess að ekki yrði samið um Brexit. 29. desember 2018 13:40 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að þingmenn í neðri deild breska þingsins muni „klárlega“ fá að greiða atvæði um Brexit-samninginn í næstu viku. Atkvæðagreiðslunni var frestað á síðustu stundu í desember þar sem ljóst þótti að samningurinn yrði ekki samþykktur. Í nóvember kynnti May samning sem náðst hafði á milli yfirvalda í Bretlandi og Evrópusambandandsins um skilmála útgöngu Bretlands úr ESB. Samningurinn féll hins vegar í grýttan jarðveg á meðal harðlínumanna í Íhaldsflokknum sem og fjölda þingmanna Verkamannaflokksins.Þrátt fyrir að May hafi staðið af sér vantrauststillögu samflokksmanna í Íhaldsflokknum þótti ljóst að nægjanlegur fjöldi þingmanna myndi ekki samþykkja samninginn. Var atkvæðagreiðslunni því frestað fram á nýtt ár og er líklegt að hún verði haldin 14. eða 15. janúar næstkomandi.Könnun sýnir að fleiri vilja aðra þjóðaratkvæðagreiðsluÍ viðtali við BBC sagðist May vongóð um að hún gæti tryggt sér stuðning nægjanlegs fjölda þingmanna til að styðja samninginn. Ekki síst í ljósi þess að ESB hefði samþykkt ýmsar breytingar á samningnum sem þingmenn höfðu efasemdir um. Er þar um að ræða framtíðartillhögun landamæra Írlands, sem er í ESB, og N-Írlands, sem er á leið úr ESB. Þá sagði May að breytingarnar fælu í sér að þingmenn myndu hafa meira að segja en áður um samningaviðræður um framtíðartengsl Bretlands og ESB. Forsætisráðherrann hét því að kynna þessar breytingar á næstunni. Varaði hún við því að enginn myndi vita hvað væri í vændum myndu þingmenn hafna samningnum en Bretland mun yfirgefa ESB þann 29. mars næstkomandi, hvort sem að samningar nást eða ekki. Aukinn þrýstingur er á í Bretlandi að haldinn verði önnur atkvæðagreiðsla um hvort Bretland eigi að vera áfram í ESB eða ekki. Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem YouGov framkvæmdi sýna að 41 prósent kjósenda vill að almenningur fái að ákveða hvort af verði af Brexit eða ekki, 36 prósent vilja að þingið ákveði það.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Meirihluti flokkssystkina Corbyn ósammála honum um Brexit Þrátt fyrir það telur rúmur meirihluti flokksmanna að Corbyn standi sig vel sem leiðtogi. 2. janúar 2019 10:25 Segir ólíklegt að Brexit náist á réttum tíma verði samningur May ekki samþykktur Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir helmingslíkur á því að Bretland yfirgefi ekki Evrópusambandið í lok mars næstkomandi, verði drög Theresu May forsætisráðherra að útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið ekki samþykkt af þinginu. 30. desember 2018 16:29 Formúa í ferjur náist ekki að semja um Brexit Bresk stjórnvöld munu verja yfir hundrað milljónum punda í ferjukaup til að liðka á samgöngum um Ermarsund komi til þess að ekki yrði samið um Brexit. 29. desember 2018 13:40 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira
Meirihluti flokkssystkina Corbyn ósammála honum um Brexit Þrátt fyrir það telur rúmur meirihluti flokksmanna að Corbyn standi sig vel sem leiðtogi. 2. janúar 2019 10:25
Segir ólíklegt að Brexit náist á réttum tíma verði samningur May ekki samþykktur Liam Fox, alþjóðaviðskiptaráðherra Bretlands, segir helmingslíkur á því að Bretland yfirgefi ekki Evrópusambandið í lok mars næstkomandi, verði drög Theresu May forsætisráðherra að útgöngusamningi Bretlands við Evrópusambandið ekki samþykkt af þinginu. 30. desember 2018 16:29
Formúa í ferjur náist ekki að semja um Brexit Bresk stjórnvöld munu verja yfir hundrað milljónum punda í ferjukaup til að liðka á samgöngum um Ermarsund komi til þess að ekki yrði samið um Brexit. 29. desember 2018 13:40