Gróðravél sem nær árangri með stelpurnar en fær minna borgað en karlarnir Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. febrúar 2019 13:30 Jill Ellis fær ekki jafnvel greitt og karlarnir þrátt fyrir að ná miklu betri árangri. vísir/getty Jill Ellis, þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta sem er númer eitt á styrkleikalsita FIFA, nær úrslitum með liðið, vinnur titla, færir bandaríska knattspyrnusambandinu miklar tekjur en fær samt minna borgað en karlmennirnir í kringum hana. Þetta kemur fram í áhugaverði grein The Guardian um launamál bandaríska knattspyrnusambandsins en Ellis var tíundi launahæsti starfsmaður þess á fótboltaárinu 2017-2018. Öll launin eru opinber í ársskýrslu sambandsins. Ellis fékk minna borgað en fjórir karlkyns þjálfarar sem voru langt frá því að ná sama árangri og hún en í heildina fékk Ellis ríflega 318 þúsund dollara í laun fyrir síðasta ár eða því sem nemur ríflega 38 milljónum íslenskra króna. Launahæstur var Jürgen Klinsmann, fyrrverandi þjálfari karlaliðsins, sem var rekinn í upphafi undankeppni HM 2018 sem byrjaði illa. Bandaríska sambandið þurfti að borga honum starfslokagreiðslu upp á 3,4 milljónir dollara eða 407 milljónir króna.Jürgen Klinsmann lagði grunninn að því að Bandaríkin komust ekki á HM en fór skellihlægjandi í bankann.vísir/gettyEnginn árangur karlamegin Reynsluboltinn Bruce Arena tók við bandaríska liðinu og tókst það sem átti ekki að vera hægt, að koma Bandaríkjunum ekki á HM. Það tapaði í lokaleik fyrir Trínidad og Tóbagó og sátu Kanarnir því eftir með sárt ennið. Arena fékk engu að síður 1,4 milljónir dollara fyrir sín störf eða 167 milljónir dollara, fjórum sinnum meira en Ellis sem rúllaði bandaríska kvennalandsliðinu inn á HM 2019 í Frakklandi auðveldlega. Til að bæta gráu ofan á svart fékk Tab Ramos, þjálfari U20 ára liðs Bandaríkjanna, meira greitt en Ellis. Hann fékk 345 þúsund dollara eða 41,4 milljónir króna og Andi Herzog, aðstoðarmaður Klinsmann og þjálfari U23 ára liðsins fékk 363 þúsund dollara eða 43,6 milljónir króna. Herzog var sem fyrr segir aðstoðarmaður Klinsmann sem var rekinn og þá var Herzog sjálfur látinn fara eftir að honum mistókst að koma U23 ára liðinu á Ólympíuleikana í Ríó. Jill Ellis er búin að stýra bandaríska liðinu frá því 2014 en hún gerði það að heimsmeistara í Kanada fyrir fjórum árum og var sama ár kosin þjálfari ársins hjá FIFA.Bruce Arena rak smiðshöggið á klúður Bandaríkjanna en fékk meira borgað en Ellis.vísir/gettyMeiri áhugi á konunum Ellis nær ekki bara betri árangri en karlmennirnir í kringum hana heldur færir árangur kvennaliðsins sem hún stýrir bandaríska sambandinu meiri tekjur en karlaliðið, að því fram kemur í ársskýrslu sambandsins. Tekjurnar hafa aukist verulega frá því 2015 þegar að Ellis vann Heimsmeistarakeppnina en hvorki fyrr né síðar hafa jafn margir Bandaríkjamenn horft á fótboltaleik í sjónvarpinu og þegar Bandaríkin lögðu Japan í úrslitaleiknum. Á sama tíma hefur áhugi á karlaliðinu dvínað, bæði er kemur að áhorfi og mætingu á leiki, eftir að því mistóks að komast á HM 2018. Þrátt fyrir að vera flaggskip bandaríska fótboltans hafa konurnar kvartað sáran undan ójafnrétti bandaríska knattspyrnusambandsins. Leikmennirnir hótuðu að fara í verkfall og mæta ekki á Ólympíuleikana 2016 vegna launamunar kynjanna. Stelpurnar sögðust þá vera að fá 2.400-3.380 dollara (300.000-422.000 krónur) fyrir hvern landsleik en strákarnir fengu á sama tíma 4.260-12.000 dollara (532.000-1.500.000 króna). Fótbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Jill Ellis, þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta sem er númer eitt á styrkleikalsita FIFA, nær úrslitum með liðið, vinnur titla, færir bandaríska knattspyrnusambandinu miklar tekjur en fær samt minna borgað en karlmennirnir í kringum hana. Þetta kemur fram í áhugaverði grein The Guardian um launamál bandaríska knattspyrnusambandsins en Ellis var tíundi launahæsti starfsmaður þess á fótboltaárinu 2017-2018. Öll launin eru opinber í ársskýrslu sambandsins. Ellis fékk minna borgað en fjórir karlkyns þjálfarar sem voru langt frá því að ná sama árangri og hún en í heildina fékk Ellis ríflega 318 þúsund dollara í laun fyrir síðasta ár eða því sem nemur ríflega 38 milljónum íslenskra króna. Launahæstur var Jürgen Klinsmann, fyrrverandi þjálfari karlaliðsins, sem var rekinn í upphafi undankeppni HM 2018 sem byrjaði illa. Bandaríska sambandið þurfti að borga honum starfslokagreiðslu upp á 3,4 milljónir dollara eða 407 milljónir króna.Jürgen Klinsmann lagði grunninn að því að Bandaríkin komust ekki á HM en fór skellihlægjandi í bankann.vísir/gettyEnginn árangur karlamegin Reynsluboltinn Bruce Arena tók við bandaríska liðinu og tókst það sem átti ekki að vera hægt, að koma Bandaríkjunum ekki á HM. Það tapaði í lokaleik fyrir Trínidad og Tóbagó og sátu Kanarnir því eftir með sárt ennið. Arena fékk engu að síður 1,4 milljónir dollara fyrir sín störf eða 167 milljónir dollara, fjórum sinnum meira en Ellis sem rúllaði bandaríska kvennalandsliðinu inn á HM 2019 í Frakklandi auðveldlega. Til að bæta gráu ofan á svart fékk Tab Ramos, þjálfari U20 ára liðs Bandaríkjanna, meira greitt en Ellis. Hann fékk 345 þúsund dollara eða 41,4 milljónir króna og Andi Herzog, aðstoðarmaður Klinsmann og þjálfari U23 ára liðsins fékk 363 þúsund dollara eða 43,6 milljónir króna. Herzog var sem fyrr segir aðstoðarmaður Klinsmann sem var rekinn og þá var Herzog sjálfur látinn fara eftir að honum mistókst að koma U23 ára liðinu á Ólympíuleikana í Ríó. Jill Ellis er búin að stýra bandaríska liðinu frá því 2014 en hún gerði það að heimsmeistara í Kanada fyrir fjórum árum og var sama ár kosin þjálfari ársins hjá FIFA.Bruce Arena rak smiðshöggið á klúður Bandaríkjanna en fékk meira borgað en Ellis.vísir/gettyMeiri áhugi á konunum Ellis nær ekki bara betri árangri en karlmennirnir í kringum hana heldur færir árangur kvennaliðsins sem hún stýrir bandaríska sambandinu meiri tekjur en karlaliðið, að því fram kemur í ársskýrslu sambandsins. Tekjurnar hafa aukist verulega frá því 2015 þegar að Ellis vann Heimsmeistarakeppnina en hvorki fyrr né síðar hafa jafn margir Bandaríkjamenn horft á fótboltaleik í sjónvarpinu og þegar Bandaríkin lögðu Japan í úrslitaleiknum. Á sama tíma hefur áhugi á karlaliðinu dvínað, bæði er kemur að áhorfi og mætingu á leiki, eftir að því mistóks að komast á HM 2018. Þrátt fyrir að vera flaggskip bandaríska fótboltans hafa konurnar kvartað sáran undan ójafnrétti bandaríska knattspyrnusambandsins. Leikmennirnir hótuðu að fara í verkfall og mæta ekki á Ólympíuleikana 2016 vegna launamunar kynjanna. Stelpurnar sögðust þá vera að fá 2.400-3.380 dollara (300.000-422.000 krónur) fyrir hvern landsleik en strákarnir fengu á sama tíma 4.260-12.000 dollara (532.000-1.500.000 króna).
Fótbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira