Gróðravél sem nær árangri með stelpurnar en fær minna borgað en karlarnir Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. febrúar 2019 13:30 Jill Ellis fær ekki jafnvel greitt og karlarnir þrátt fyrir að ná miklu betri árangri. vísir/getty Jill Ellis, þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta sem er númer eitt á styrkleikalsita FIFA, nær úrslitum með liðið, vinnur titla, færir bandaríska knattspyrnusambandinu miklar tekjur en fær samt minna borgað en karlmennirnir í kringum hana. Þetta kemur fram í áhugaverði grein The Guardian um launamál bandaríska knattspyrnusambandsins en Ellis var tíundi launahæsti starfsmaður þess á fótboltaárinu 2017-2018. Öll launin eru opinber í ársskýrslu sambandsins. Ellis fékk minna borgað en fjórir karlkyns þjálfarar sem voru langt frá því að ná sama árangri og hún en í heildina fékk Ellis ríflega 318 þúsund dollara í laun fyrir síðasta ár eða því sem nemur ríflega 38 milljónum íslenskra króna. Launahæstur var Jürgen Klinsmann, fyrrverandi þjálfari karlaliðsins, sem var rekinn í upphafi undankeppni HM 2018 sem byrjaði illa. Bandaríska sambandið þurfti að borga honum starfslokagreiðslu upp á 3,4 milljónir dollara eða 407 milljónir króna.Jürgen Klinsmann lagði grunninn að því að Bandaríkin komust ekki á HM en fór skellihlægjandi í bankann.vísir/gettyEnginn árangur karlamegin Reynsluboltinn Bruce Arena tók við bandaríska liðinu og tókst það sem átti ekki að vera hægt, að koma Bandaríkjunum ekki á HM. Það tapaði í lokaleik fyrir Trínidad og Tóbagó og sátu Kanarnir því eftir með sárt ennið. Arena fékk engu að síður 1,4 milljónir dollara fyrir sín störf eða 167 milljónir dollara, fjórum sinnum meira en Ellis sem rúllaði bandaríska kvennalandsliðinu inn á HM 2019 í Frakklandi auðveldlega. Til að bæta gráu ofan á svart fékk Tab Ramos, þjálfari U20 ára liðs Bandaríkjanna, meira greitt en Ellis. Hann fékk 345 þúsund dollara eða 41,4 milljónir króna og Andi Herzog, aðstoðarmaður Klinsmann og þjálfari U23 ára liðsins fékk 363 þúsund dollara eða 43,6 milljónir króna. Herzog var sem fyrr segir aðstoðarmaður Klinsmann sem var rekinn og þá var Herzog sjálfur látinn fara eftir að honum mistókst að koma U23 ára liðinu á Ólympíuleikana í Ríó. Jill Ellis er búin að stýra bandaríska liðinu frá því 2014 en hún gerði það að heimsmeistara í Kanada fyrir fjórum árum og var sama ár kosin þjálfari ársins hjá FIFA.Bruce Arena rak smiðshöggið á klúður Bandaríkjanna en fékk meira borgað en Ellis.vísir/gettyMeiri áhugi á konunum Ellis nær ekki bara betri árangri en karlmennirnir í kringum hana heldur færir árangur kvennaliðsins sem hún stýrir bandaríska sambandinu meiri tekjur en karlaliðið, að því fram kemur í ársskýrslu sambandsins. Tekjurnar hafa aukist verulega frá því 2015 þegar að Ellis vann Heimsmeistarakeppnina en hvorki fyrr né síðar hafa jafn margir Bandaríkjamenn horft á fótboltaleik í sjónvarpinu og þegar Bandaríkin lögðu Japan í úrslitaleiknum. Á sama tíma hefur áhugi á karlaliðinu dvínað, bæði er kemur að áhorfi og mætingu á leiki, eftir að því mistóks að komast á HM 2018. Þrátt fyrir að vera flaggskip bandaríska fótboltans hafa konurnar kvartað sáran undan ójafnrétti bandaríska knattspyrnusambandsins. Leikmennirnir hótuðu að fara í verkfall og mæta ekki á Ólympíuleikana 2016 vegna launamunar kynjanna. Stelpurnar sögðust þá vera að fá 2.400-3.380 dollara (300.000-422.000 krónur) fyrir hvern landsleik en strákarnir fengu á sama tíma 4.260-12.000 dollara (532.000-1.500.000 króna). Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Jill Ellis, þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta sem er númer eitt á styrkleikalsita FIFA, nær úrslitum með liðið, vinnur titla, færir bandaríska knattspyrnusambandinu miklar tekjur en fær samt minna borgað en karlmennirnir í kringum hana. Þetta kemur fram í áhugaverði grein The Guardian um launamál bandaríska knattspyrnusambandsins en Ellis var tíundi launahæsti starfsmaður þess á fótboltaárinu 2017-2018. Öll launin eru opinber í ársskýrslu sambandsins. Ellis fékk minna borgað en fjórir karlkyns þjálfarar sem voru langt frá því að ná sama árangri og hún en í heildina fékk Ellis ríflega 318 þúsund dollara í laun fyrir síðasta ár eða því sem nemur ríflega 38 milljónum íslenskra króna. Launahæstur var Jürgen Klinsmann, fyrrverandi þjálfari karlaliðsins, sem var rekinn í upphafi undankeppni HM 2018 sem byrjaði illa. Bandaríska sambandið þurfti að borga honum starfslokagreiðslu upp á 3,4 milljónir dollara eða 407 milljónir króna.Jürgen Klinsmann lagði grunninn að því að Bandaríkin komust ekki á HM en fór skellihlægjandi í bankann.vísir/gettyEnginn árangur karlamegin Reynsluboltinn Bruce Arena tók við bandaríska liðinu og tókst það sem átti ekki að vera hægt, að koma Bandaríkjunum ekki á HM. Það tapaði í lokaleik fyrir Trínidad og Tóbagó og sátu Kanarnir því eftir með sárt ennið. Arena fékk engu að síður 1,4 milljónir dollara fyrir sín störf eða 167 milljónir dollara, fjórum sinnum meira en Ellis sem rúllaði bandaríska kvennalandsliðinu inn á HM 2019 í Frakklandi auðveldlega. Til að bæta gráu ofan á svart fékk Tab Ramos, þjálfari U20 ára liðs Bandaríkjanna, meira greitt en Ellis. Hann fékk 345 þúsund dollara eða 41,4 milljónir króna og Andi Herzog, aðstoðarmaður Klinsmann og þjálfari U23 ára liðsins fékk 363 þúsund dollara eða 43,6 milljónir króna. Herzog var sem fyrr segir aðstoðarmaður Klinsmann sem var rekinn og þá var Herzog sjálfur látinn fara eftir að honum mistókst að koma U23 ára liðinu á Ólympíuleikana í Ríó. Jill Ellis er búin að stýra bandaríska liðinu frá því 2014 en hún gerði það að heimsmeistara í Kanada fyrir fjórum árum og var sama ár kosin þjálfari ársins hjá FIFA.Bruce Arena rak smiðshöggið á klúður Bandaríkjanna en fékk meira borgað en Ellis.vísir/gettyMeiri áhugi á konunum Ellis nær ekki bara betri árangri en karlmennirnir í kringum hana heldur færir árangur kvennaliðsins sem hún stýrir bandaríska sambandinu meiri tekjur en karlaliðið, að því fram kemur í ársskýrslu sambandsins. Tekjurnar hafa aukist verulega frá því 2015 þegar að Ellis vann Heimsmeistarakeppnina en hvorki fyrr né síðar hafa jafn margir Bandaríkjamenn horft á fótboltaleik í sjónvarpinu og þegar Bandaríkin lögðu Japan í úrslitaleiknum. Á sama tíma hefur áhugi á karlaliðinu dvínað, bæði er kemur að áhorfi og mætingu á leiki, eftir að því mistóks að komast á HM 2018. Þrátt fyrir að vera flaggskip bandaríska fótboltans hafa konurnar kvartað sáran undan ójafnrétti bandaríska knattspyrnusambandsins. Leikmennirnir hótuðu að fara í verkfall og mæta ekki á Ólympíuleikana 2016 vegna launamunar kynjanna. Stelpurnar sögðust þá vera að fá 2.400-3.380 dollara (300.000-422.000 krónur) fyrir hvern landsleik en strákarnir fengu á sama tíma 4.260-12.000 dollara (532.000-1.500.000 króna).
Fótbolti Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira