Gróðravél sem nær árangri með stelpurnar en fær minna borgað en karlarnir Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. febrúar 2019 13:30 Jill Ellis fær ekki jafnvel greitt og karlarnir þrátt fyrir að ná miklu betri árangri. vísir/getty Jill Ellis, þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta sem er númer eitt á styrkleikalsita FIFA, nær úrslitum með liðið, vinnur titla, færir bandaríska knattspyrnusambandinu miklar tekjur en fær samt minna borgað en karlmennirnir í kringum hana. Þetta kemur fram í áhugaverði grein The Guardian um launamál bandaríska knattspyrnusambandsins en Ellis var tíundi launahæsti starfsmaður þess á fótboltaárinu 2017-2018. Öll launin eru opinber í ársskýrslu sambandsins. Ellis fékk minna borgað en fjórir karlkyns þjálfarar sem voru langt frá því að ná sama árangri og hún en í heildina fékk Ellis ríflega 318 þúsund dollara í laun fyrir síðasta ár eða því sem nemur ríflega 38 milljónum íslenskra króna. Launahæstur var Jürgen Klinsmann, fyrrverandi þjálfari karlaliðsins, sem var rekinn í upphafi undankeppni HM 2018 sem byrjaði illa. Bandaríska sambandið þurfti að borga honum starfslokagreiðslu upp á 3,4 milljónir dollara eða 407 milljónir króna.Jürgen Klinsmann lagði grunninn að því að Bandaríkin komust ekki á HM en fór skellihlægjandi í bankann.vísir/gettyEnginn árangur karlamegin Reynsluboltinn Bruce Arena tók við bandaríska liðinu og tókst það sem átti ekki að vera hægt, að koma Bandaríkjunum ekki á HM. Það tapaði í lokaleik fyrir Trínidad og Tóbagó og sátu Kanarnir því eftir með sárt ennið. Arena fékk engu að síður 1,4 milljónir dollara fyrir sín störf eða 167 milljónir dollara, fjórum sinnum meira en Ellis sem rúllaði bandaríska kvennalandsliðinu inn á HM 2019 í Frakklandi auðveldlega. Til að bæta gráu ofan á svart fékk Tab Ramos, þjálfari U20 ára liðs Bandaríkjanna, meira greitt en Ellis. Hann fékk 345 þúsund dollara eða 41,4 milljónir króna og Andi Herzog, aðstoðarmaður Klinsmann og þjálfari U23 ára liðsins fékk 363 þúsund dollara eða 43,6 milljónir króna. Herzog var sem fyrr segir aðstoðarmaður Klinsmann sem var rekinn og þá var Herzog sjálfur látinn fara eftir að honum mistókst að koma U23 ára liðinu á Ólympíuleikana í Ríó. Jill Ellis er búin að stýra bandaríska liðinu frá því 2014 en hún gerði það að heimsmeistara í Kanada fyrir fjórum árum og var sama ár kosin þjálfari ársins hjá FIFA.Bruce Arena rak smiðshöggið á klúður Bandaríkjanna en fékk meira borgað en Ellis.vísir/gettyMeiri áhugi á konunum Ellis nær ekki bara betri árangri en karlmennirnir í kringum hana heldur færir árangur kvennaliðsins sem hún stýrir bandaríska sambandinu meiri tekjur en karlaliðið, að því fram kemur í ársskýrslu sambandsins. Tekjurnar hafa aukist verulega frá því 2015 þegar að Ellis vann Heimsmeistarakeppnina en hvorki fyrr né síðar hafa jafn margir Bandaríkjamenn horft á fótboltaleik í sjónvarpinu og þegar Bandaríkin lögðu Japan í úrslitaleiknum. Á sama tíma hefur áhugi á karlaliðinu dvínað, bæði er kemur að áhorfi og mætingu á leiki, eftir að því mistóks að komast á HM 2018. Þrátt fyrir að vera flaggskip bandaríska fótboltans hafa konurnar kvartað sáran undan ójafnrétti bandaríska knattspyrnusambandsins. Leikmennirnir hótuðu að fara í verkfall og mæta ekki á Ólympíuleikana 2016 vegna launamunar kynjanna. Stelpurnar sögðust þá vera að fá 2.400-3.380 dollara (300.000-422.000 krónur) fyrir hvern landsleik en strákarnir fengu á sama tíma 4.260-12.000 dollara (532.000-1.500.000 króna). Fótbolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira
Jill Ellis, þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta sem er númer eitt á styrkleikalsita FIFA, nær úrslitum með liðið, vinnur titla, færir bandaríska knattspyrnusambandinu miklar tekjur en fær samt minna borgað en karlmennirnir í kringum hana. Þetta kemur fram í áhugaverði grein The Guardian um launamál bandaríska knattspyrnusambandsins en Ellis var tíundi launahæsti starfsmaður þess á fótboltaárinu 2017-2018. Öll launin eru opinber í ársskýrslu sambandsins. Ellis fékk minna borgað en fjórir karlkyns þjálfarar sem voru langt frá því að ná sama árangri og hún en í heildina fékk Ellis ríflega 318 þúsund dollara í laun fyrir síðasta ár eða því sem nemur ríflega 38 milljónum íslenskra króna. Launahæstur var Jürgen Klinsmann, fyrrverandi þjálfari karlaliðsins, sem var rekinn í upphafi undankeppni HM 2018 sem byrjaði illa. Bandaríska sambandið þurfti að borga honum starfslokagreiðslu upp á 3,4 milljónir dollara eða 407 milljónir króna.Jürgen Klinsmann lagði grunninn að því að Bandaríkin komust ekki á HM en fór skellihlægjandi í bankann.vísir/gettyEnginn árangur karlamegin Reynsluboltinn Bruce Arena tók við bandaríska liðinu og tókst það sem átti ekki að vera hægt, að koma Bandaríkjunum ekki á HM. Það tapaði í lokaleik fyrir Trínidad og Tóbagó og sátu Kanarnir því eftir með sárt ennið. Arena fékk engu að síður 1,4 milljónir dollara fyrir sín störf eða 167 milljónir dollara, fjórum sinnum meira en Ellis sem rúllaði bandaríska kvennalandsliðinu inn á HM 2019 í Frakklandi auðveldlega. Til að bæta gráu ofan á svart fékk Tab Ramos, þjálfari U20 ára liðs Bandaríkjanna, meira greitt en Ellis. Hann fékk 345 þúsund dollara eða 41,4 milljónir króna og Andi Herzog, aðstoðarmaður Klinsmann og þjálfari U23 ára liðsins fékk 363 þúsund dollara eða 43,6 milljónir króna. Herzog var sem fyrr segir aðstoðarmaður Klinsmann sem var rekinn og þá var Herzog sjálfur látinn fara eftir að honum mistókst að koma U23 ára liðinu á Ólympíuleikana í Ríó. Jill Ellis er búin að stýra bandaríska liðinu frá því 2014 en hún gerði það að heimsmeistara í Kanada fyrir fjórum árum og var sama ár kosin þjálfari ársins hjá FIFA.Bruce Arena rak smiðshöggið á klúður Bandaríkjanna en fékk meira borgað en Ellis.vísir/gettyMeiri áhugi á konunum Ellis nær ekki bara betri árangri en karlmennirnir í kringum hana heldur færir árangur kvennaliðsins sem hún stýrir bandaríska sambandinu meiri tekjur en karlaliðið, að því fram kemur í ársskýrslu sambandsins. Tekjurnar hafa aukist verulega frá því 2015 þegar að Ellis vann Heimsmeistarakeppnina en hvorki fyrr né síðar hafa jafn margir Bandaríkjamenn horft á fótboltaleik í sjónvarpinu og þegar Bandaríkin lögðu Japan í úrslitaleiknum. Á sama tíma hefur áhugi á karlaliðinu dvínað, bæði er kemur að áhorfi og mætingu á leiki, eftir að því mistóks að komast á HM 2018. Þrátt fyrir að vera flaggskip bandaríska fótboltans hafa konurnar kvartað sáran undan ójafnrétti bandaríska knattspyrnusambandsins. Leikmennirnir hótuðu að fara í verkfall og mæta ekki á Ólympíuleikana 2016 vegna launamunar kynjanna. Stelpurnar sögðust þá vera að fá 2.400-3.380 dollara (300.000-422.000 krónur) fyrir hvern landsleik en strákarnir fengu á sama tíma 4.260-12.000 dollara (532.000-1.500.000 króna).
Fótbolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira