Mark Clattenburg sakar Mo Salah um að reyna ná í gullskóinn með dýfingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2019 09:00 Mohamed Salah er í baráttunni um gullskóinn. Getty/Nick Taylor Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, setti fram samsæriskenningu um meintan leikaraskap Liverpool-mannsins Mohamed Salah. Clattenburg er kominn í hóp með mörgum gagnrýnendum Egyptans sem þykir hafa fengið ódýr víti að undanförnu. Salah reyndi síðan að fiska víti á móti Crystal Palace þegar hann lét sig falla í teignum en ekkert var dæmt. Það atvik var aftur á móti nóg til að kalla á afar athyglisverð viðbrögð frá umræddum Mark Clattenburg. „Mo Salah fór niður án þess að það væri snerting frá Mamadou Sakho,“ sagði Mark Clattenburg í viðtali við Daily Star og hélt svo áfram: „Það skiptir engu máli hvort hann væri að biðja um víti eða ekki því hann var að reyna að plata Jonathan Moss dómara. Moss hefði átt að lyfta gula spjaldinu,“ sagði Clattenburg. „Salah var gagnrýndur fyrir að fara of auðveldlega niður þegar hann fékk víti á móti Arsenal og Newcastle. Í öllum þessum kringumstæðum þá á hann ekki möguleika á því að skora og virðist velja það frekar að reyna að krækja í vítaspyrnu,“ sagði Clattenburg og nú er hann heldur betur kominn í samsæriskenningastuð. „Salah tekur vítaspyrnurnar fyrir Liverpool og veit því að ef hann fær víti þá fær hann frítt skot á mark. Með því eykur hann líkurnar sínar á því að fá gullskóinn,“ sagði Clattenburg. Clattenburg hefur líka tekið eftir einu þegar Mo Salah er að reyna að fiska vítaspyrnur. „Eitt sem ég hef tekið eftir þegar Salah dettur til að reyna að fá víti er að þá fara hendurnar hans upp fyrir haus. Það er eitt af því sem dómarar eiga að horfa eftir þegar þeir meta það hvort um leikaraskap er að ræða eða ekki. Vanalega þegar þú dettur eftir brot þá fara hendurnar þínar niður til að verjast fallinu“ sagði Clattenburg. „Þangað til að við fáum VAR í deildina þá ættu leikmenn að fá leikbann fyrir leikaraskap og þá skiptir engu hvort dómarinn hafi dæmt eða ekki,“ sagði Clattenburg. Mark Clattenburg var á sínum tíma í hópi allra bestu dómara heims og sumarið 2016 þá dæmi hann þrjá stóra úrslitaleiki, í enska bikarnum, í Meistaradeildinni og í Evrópukeppninni. Hann hætti óvænt að dæma í febrúar 2017 til að taka við yfirmanni dómaramála hjá Knattspyrnusambandi Sádi Arabíu. Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira
Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, setti fram samsæriskenningu um meintan leikaraskap Liverpool-mannsins Mohamed Salah. Clattenburg er kominn í hóp með mörgum gagnrýnendum Egyptans sem þykir hafa fengið ódýr víti að undanförnu. Salah reyndi síðan að fiska víti á móti Crystal Palace þegar hann lét sig falla í teignum en ekkert var dæmt. Það atvik var aftur á móti nóg til að kalla á afar athyglisverð viðbrögð frá umræddum Mark Clattenburg. „Mo Salah fór niður án þess að það væri snerting frá Mamadou Sakho,“ sagði Mark Clattenburg í viðtali við Daily Star og hélt svo áfram: „Það skiptir engu máli hvort hann væri að biðja um víti eða ekki því hann var að reyna að plata Jonathan Moss dómara. Moss hefði átt að lyfta gula spjaldinu,“ sagði Clattenburg. „Salah var gagnrýndur fyrir að fara of auðveldlega niður þegar hann fékk víti á móti Arsenal og Newcastle. Í öllum þessum kringumstæðum þá á hann ekki möguleika á því að skora og virðist velja það frekar að reyna að krækja í vítaspyrnu,“ sagði Clattenburg og nú er hann heldur betur kominn í samsæriskenningastuð. „Salah tekur vítaspyrnurnar fyrir Liverpool og veit því að ef hann fær víti þá fær hann frítt skot á mark. Með því eykur hann líkurnar sínar á því að fá gullskóinn,“ sagði Clattenburg. Clattenburg hefur líka tekið eftir einu þegar Mo Salah er að reyna að fiska vítaspyrnur. „Eitt sem ég hef tekið eftir þegar Salah dettur til að reyna að fá víti er að þá fara hendurnar hans upp fyrir haus. Það er eitt af því sem dómarar eiga að horfa eftir þegar þeir meta það hvort um leikaraskap er að ræða eða ekki. Vanalega þegar þú dettur eftir brot þá fara hendurnar þínar niður til að verjast fallinu“ sagði Clattenburg. „Þangað til að við fáum VAR í deildina þá ættu leikmenn að fá leikbann fyrir leikaraskap og þá skiptir engu hvort dómarinn hafi dæmt eða ekki,“ sagði Clattenburg. Mark Clattenburg var á sínum tíma í hópi allra bestu dómara heims og sumarið 2016 þá dæmi hann þrjá stóra úrslitaleiki, í enska bikarnum, í Meistaradeildinni og í Evrópukeppninni. Hann hætti óvænt að dæma í febrúar 2017 til að taka við yfirmanni dómaramála hjá Knattspyrnusambandi Sádi Arabíu.
Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Sjá meira