Skólar í Frakklandi loka vegna hitabylgjunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. júní 2019 21:48 Hitastigið í Lyon í Frakklandi er ansi hátt þessa dagana. Vísir/Getty Yfirvöld í Essonne-héraði, rétt sunnan við París, í Frakklandi hafa brugðið á það ráð að loka skólum í héraðinu vegna hitabylgju sem geisar nú víðs vegar um Evrópu. Um 50 skólum hefur verið lokað vegna hitabylgjunnar en spár gera ráð fyrir að hiti geti náð allt að 40 stigum á morgun. Þá munu skólar í Val-de-Marne-héraði og Seine-et-Marne-héraði einnig loka vegna hitabylgjunnar. Hitabylgjan teygir sig þó víðar en til Frakklands en gert er ráð fyrir að hitinn nái 45 stigum í norðausturhluta Spánar á föstudag. Heldur „kaldara“ er í Þýskalandi og á Ítalíu en þar helst hitinn undir 40 gráðu markinu. Svisslendingar hafa ekki farið varhluta af hitabylgjunni en yfirvöld þar hafa gefið út tilmæli um að skólar skuli haldast opnir. Ekki sé hægt að ætlast til þess af vinnandi foreldrum að líta eftir börnum sínum á miðjum degi. Frönsk yfirvöld hafa sökum þessa gríðarlega hita kyrrsett öll vélknúin farartæki nema þau sem menga allra minnst, en í heitu veðri þarf lítið til þess að rykský setjist yfir Parísarborg.Rekja má tíðni hitabylgna til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum Í kjölfar hitabylgjunnar hefur í evrópskum fjölmiðlum mikið verið rætt og ritað um hvort hægt sé að skella skuldinni á gróðurhúsaáhrifin svokölluðu. Séu hitatölur aftur til seinni hluta átjándu aldar skoðaðar kemur í ljós að meðalhitastig jarðar hefur hækkað um það sem nemur nálægt einni gráðu síðan iðnbyltingin ruddi sér til rúms. Þá sýna rannsóknir loftslagsfræðistofu í Potsdam í Þýskalandi að fimm heitustu sumur Evrópu frá árinu 1500 hafi öll verið á 21. öldinni. Frakkland Ítalía Loftslagsmál Spánn Sviss Þýskaland Tengdar fréttir Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Yfirvöld í Essonne-héraði, rétt sunnan við París, í Frakklandi hafa brugðið á það ráð að loka skólum í héraðinu vegna hitabylgju sem geisar nú víðs vegar um Evrópu. Um 50 skólum hefur verið lokað vegna hitabylgjunnar en spár gera ráð fyrir að hiti geti náð allt að 40 stigum á morgun. Þá munu skólar í Val-de-Marne-héraði og Seine-et-Marne-héraði einnig loka vegna hitabylgjunnar. Hitabylgjan teygir sig þó víðar en til Frakklands en gert er ráð fyrir að hitinn nái 45 stigum í norðausturhluta Spánar á föstudag. Heldur „kaldara“ er í Þýskalandi og á Ítalíu en þar helst hitinn undir 40 gráðu markinu. Svisslendingar hafa ekki farið varhluta af hitabylgjunni en yfirvöld þar hafa gefið út tilmæli um að skólar skuli haldast opnir. Ekki sé hægt að ætlast til þess af vinnandi foreldrum að líta eftir börnum sínum á miðjum degi. Frönsk yfirvöld hafa sökum þessa gríðarlega hita kyrrsett öll vélknúin farartæki nema þau sem menga allra minnst, en í heitu veðri þarf lítið til þess að rykský setjist yfir Parísarborg.Rekja má tíðni hitabylgna til gróðurhúsaáhrifa af mannavöldum Í kjölfar hitabylgjunnar hefur í evrópskum fjölmiðlum mikið verið rætt og ritað um hvort hægt sé að skella skuldinni á gróðurhúsaáhrifin svokölluðu. Séu hitatölur aftur til seinni hluta átjándu aldar skoðaðar kemur í ljós að meðalhitastig jarðar hefur hækkað um það sem nemur nálægt einni gráðu síðan iðnbyltingin ruddi sér til rúms. Þá sýna rannsóknir loftslagsfræðistofu í Potsdam í Þýskalandi að fimm heitustu sumur Evrópu frá árinu 1500 hafi öll verið á 21. öldinni.
Frakkland Ítalía Loftslagsmál Spánn Sviss Þýskaland Tengdar fréttir Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39