Ríkisstjórnin missti meirihlutann í Færeyjum Sylvía Hall skrifar 1. september 2019 08:44 Aksel V. Johannesen, formaður Javnaðarflokksins og lögmaður Færeyja, segist ætla að ræða við formenn hinna flokkanna og athuga hvort möguleiki sé á samstarfi. Vísir/Getty Fólkaflokkurinn var vafalítið sigurvegari gærkvöldsins þegar þingkosningar fóru fram í Færeyjum. Flokkurinn hlaut 24,5 prósent atkvæði og jók þar með fylgi sitt frá fyrri kosningum um 5,6 prósent. Átta frambjóðendur flokksins hlutu náð fyrir augum kjósenda og mun því Fólkaflokkurinn bæta við sig tveimur þingsætum. Kvöldið var ögn erfiðara fyrir stjórnarflokkana þrjá, Javnaðarflokkinn, Tjóðveldi og Framsókn. Fylgi allra flokkanna minnkaði um rúmlega tvö prósent og misstu Javnaðarflokkurinn og Tjóðveldi einn mann hvor á meðan Framsókn stóð í stað.Ætlar að ræða við aðra flokka um mögulegt samstarf Þrátt fyrir minnkandi fylgi Javnaðarflokksins eru þeir vongóðir um að getað myndað ríkisstjórn með öðrum flokkum á þingi. Aksel V. Johannesen, formaður flokksins og núverandi lögmaður Færeyja, sagði í viðtali við Portal.fo að niðurstöðurnar væru ekki svo slæmar í ljósi þess að litlu mátti muna að flokkurinn tryggði sér átta þingmenn. Hann ætlar sér að ræða við formenn hinna flokkanna og athuga hvort einhver möguleiki sé á samstarfi í ríkisstjórn. „Kjósendur hafa talað, maður verður að taka því þó svo að ég sé sannfærður að þær breytingar sem hafa orðið í ríkisstjórninni séu réttar og vona að þeim verði ekki breytt um of,“ sagði Aksel í samtali við Portalin. Möguleiki er á samstarfi milli Fólkaflokksins og Sambandsflokksins, sem jók einnig fylgi sitt um 1,6 prósent og bætti við sig þingmanni, en skoðanakannanir sýndu fram á að kjósendur þessara flokka væru hvað hlynntastir því samstarfi. Flokkarnir þyrftu þó að fá þriðja flokk inn í það samstarf en samanlagt eru þeir með 15 þingsæti af 33. Kjörstaðir í Færeyjum lokuðu klukkan átta í gærkvöldi að staðartíma.Sverri Egholm/Portal.foUngir í sókn Athygli vekur að tíu þingmenn taka nú sæti á þingi í fyrsta sinn og eru fimm þeirra 27 ára eða yngri. Til að mynda vann hinn 22 ára gamli Beinir Johannesen stórsigur í framboði sínu fyrir Fólkaflokkinn og naut mesta fylgis á meðal kjósenda flokksins. Þá var hinn 25 ára gamli Bjarni Kárason Petersen einn þeirra tveggja sem Framsókn náði inn á þing og hlaut hann fleiri atkvæði en formaður flokksins. Tveir nýir flokkar voru í framboði, Færeyjaflokkurinn og Framtakið. Báðir flokkar vöktu athygli í kosningabaráttu sinni en Framtakið, nýjasti flokkurinn í framboði barðist nær eingöngu fyrir lögleiðingu kannabisefna. Færeyjaflokkurinn hafði verið vakinn aftur úr dvala fyrr á árinu og fór óhefðbundnar leiðir í undirskriftasöfnun sinni, en til þess að ná þeim áttahundruð undirskriftum sem þurfti til buðu þeir upp á happdrætti fyrir alla þá sem skrifuðu undir og áttu þeir möguleika á því að vinna flugmiða. Hvorugur flokkanna náði manni inn á þing. Færeyjar Tengdar fréttir Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti. 31. ágúst 2019 12:50 Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Fólkaflokkurinn var vafalítið sigurvegari gærkvöldsins þegar þingkosningar fóru fram í Færeyjum. Flokkurinn hlaut 24,5 prósent atkvæði og jók þar með fylgi sitt frá fyrri kosningum um 5,6 prósent. Átta frambjóðendur flokksins hlutu náð fyrir augum kjósenda og mun því Fólkaflokkurinn bæta við sig tveimur þingsætum. Kvöldið var ögn erfiðara fyrir stjórnarflokkana þrjá, Javnaðarflokkinn, Tjóðveldi og Framsókn. Fylgi allra flokkanna minnkaði um rúmlega tvö prósent og misstu Javnaðarflokkurinn og Tjóðveldi einn mann hvor á meðan Framsókn stóð í stað.Ætlar að ræða við aðra flokka um mögulegt samstarf Þrátt fyrir minnkandi fylgi Javnaðarflokksins eru þeir vongóðir um að getað myndað ríkisstjórn með öðrum flokkum á þingi. Aksel V. Johannesen, formaður flokksins og núverandi lögmaður Færeyja, sagði í viðtali við Portal.fo að niðurstöðurnar væru ekki svo slæmar í ljósi þess að litlu mátti muna að flokkurinn tryggði sér átta þingmenn. Hann ætlar sér að ræða við formenn hinna flokkanna og athuga hvort einhver möguleiki sé á samstarfi í ríkisstjórn. „Kjósendur hafa talað, maður verður að taka því þó svo að ég sé sannfærður að þær breytingar sem hafa orðið í ríkisstjórninni séu réttar og vona að þeim verði ekki breytt um of,“ sagði Aksel í samtali við Portalin. Möguleiki er á samstarfi milli Fólkaflokksins og Sambandsflokksins, sem jók einnig fylgi sitt um 1,6 prósent og bætti við sig þingmanni, en skoðanakannanir sýndu fram á að kjósendur þessara flokka væru hvað hlynntastir því samstarfi. Flokkarnir þyrftu þó að fá þriðja flokk inn í það samstarf en samanlagt eru þeir með 15 þingsæti af 33. Kjörstaðir í Færeyjum lokuðu klukkan átta í gærkvöldi að staðartíma.Sverri Egholm/Portal.foUngir í sókn Athygli vekur að tíu þingmenn taka nú sæti á þingi í fyrsta sinn og eru fimm þeirra 27 ára eða yngri. Til að mynda vann hinn 22 ára gamli Beinir Johannesen stórsigur í framboði sínu fyrir Fólkaflokkinn og naut mesta fylgis á meðal kjósenda flokksins. Þá var hinn 25 ára gamli Bjarni Kárason Petersen einn þeirra tveggja sem Framsókn náði inn á þing og hlaut hann fleiri atkvæði en formaður flokksins. Tveir nýir flokkar voru í framboði, Færeyjaflokkurinn og Framtakið. Báðir flokkar vöktu athygli í kosningabaráttu sinni en Framtakið, nýjasti flokkurinn í framboði barðist nær eingöngu fyrir lögleiðingu kannabisefna. Færeyjaflokkurinn hafði verið vakinn aftur úr dvala fyrr á árinu og fór óhefðbundnar leiðir í undirskriftasöfnun sinni, en til þess að ná þeim áttahundruð undirskriftum sem þurfti til buðu þeir upp á happdrætti fyrir alla þá sem skrifuðu undir og áttu þeir möguleika á því að vinna flugmiða. Hvorugur flokkanna náði manni inn á þing.
Færeyjar Tengdar fréttir Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti. 31. ágúst 2019 12:50 Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti. 31. ágúst 2019 12:50
Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18