Cloé komin með íslenskan ríkisborgararétt: „Sannarlega biðarinnar virði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júní 2019 12:00 Cloé hefur skorað sjö mörk í sex leikjum í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. vísir/vilhelm Alþingi samþykkti í gær tillögu allsherjar- og menntamálanefndar um að veita Cloé Lacasse íslenskan ríkisborgararétt. Clóe, sem er frá Kanada, hefur leikið með ÍBV undanfarin fimm tímabil og verið í hópi bestu leikmanna Pepsi-deildar kvenna í fótbolta á þeim tíma. „Ég er bara mjög spennt. Ég hef beðið lengi eftir þessu og allir eru glaðir,“ sagði Clóe í samtali við Vísi í dag. Ferlið við að fá ríkisborgararétt er tímafrekt en Cloé segir að þolinmæðin hafi borgað sig. „Við byrjuðum að huga að þessu á síðasta ári. Þetta var svo sannarlega biðarinnar virði,“ sagði Cloé. Hún hefur áður lýst yfir áhuga sínum á að leika fyrir íslenska landsliðið og nú er hún formlega orðin lögleg með því. Frábært að fá tækifæri með landsliðinuCloé í bikarúrslitaleiknum 2017 þar sem ÍBV vann Stjörnuna, 3-2.vísir/ernir„Þetta er auðvitað nýskeð. En það væri frábært að fá tækifæri með landsliðinu. Ég væri mjög stolt og ánægð ef það myndi gerast,“ sagði Clóe. Hún segist ekki hafa heyrt í landsliðsþjálfaranum, Jóni Þór Haukssyni, eða einhverjum frá KSÍ. „Nei, það er svo stutt síðan þetta gerðist,“ sagði Cloé. Þess má geta að fyrrverandi þjálfari kvennaliðs ÍBV, Ian Jeffs, er núverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins. Næstu leikir íslenska landsliðsins eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021 í haust. En er Cloé bjartsýn á að vera valin í landsliðið fyrir þessa mikilvægu leiki? „Ég veit það ekki. Ég geri bara mitt besta fyrir ÍBV og svo kemur það í ljós,“ sagði framherjinn sem hefur skorað sjö mörk í sex leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar. ÍBV er í 4. sæti með níu stig. „Gengið hefur verið upp og niður. Við vildum gera betur en tökum bara einn leik fyrir í einu núna,“ sagði Cloé. Hún hefur alls skorað 50 mörk í 73 leikjum í efstu deild hér á landi. Hún varð bikarmeistari með ÍBV 2017 og skoraði í úrslitaleiknum gegn Stjörnunni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Alþingi samþykkti í gær tillögu allsherjar- og menntamálanefndar um að veita Cloé Lacasse íslenskan ríkisborgararétt. Clóe, sem er frá Kanada, hefur leikið með ÍBV undanfarin fimm tímabil og verið í hópi bestu leikmanna Pepsi-deildar kvenna í fótbolta á þeim tíma. „Ég er bara mjög spennt. Ég hef beðið lengi eftir þessu og allir eru glaðir,“ sagði Clóe í samtali við Vísi í dag. Ferlið við að fá ríkisborgararétt er tímafrekt en Cloé segir að þolinmæðin hafi borgað sig. „Við byrjuðum að huga að þessu á síðasta ári. Þetta var svo sannarlega biðarinnar virði,“ sagði Cloé. Hún hefur áður lýst yfir áhuga sínum á að leika fyrir íslenska landsliðið og nú er hún formlega orðin lögleg með því. Frábært að fá tækifæri með landsliðinuCloé í bikarúrslitaleiknum 2017 þar sem ÍBV vann Stjörnuna, 3-2.vísir/ernir„Þetta er auðvitað nýskeð. En það væri frábært að fá tækifæri með landsliðinu. Ég væri mjög stolt og ánægð ef það myndi gerast,“ sagði Clóe. Hún segist ekki hafa heyrt í landsliðsþjálfaranum, Jóni Þór Haukssyni, eða einhverjum frá KSÍ. „Nei, það er svo stutt síðan þetta gerðist,“ sagði Cloé. Þess má geta að fyrrverandi þjálfari kvennaliðs ÍBV, Ian Jeffs, er núverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins. Næstu leikir íslenska landsliðsins eru gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021 í haust. En er Cloé bjartsýn á að vera valin í landsliðið fyrir þessa mikilvægu leiki? „Ég veit það ekki. Ég geri bara mitt besta fyrir ÍBV og svo kemur það í ljós,“ sagði framherjinn sem hefur skorað sjö mörk í sex leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar. ÍBV er í 4. sæti með níu stig. „Gengið hefur verið upp og niður. Við vildum gera betur en tökum bara einn leik fyrir í einu núna,“ sagði Cloé. Hún hefur alls skorað 50 mörk í 73 leikjum í efstu deild hér á landi. Hún varð bikarmeistari með ÍBV 2017 og skoraði í úrslitaleiknum gegn Stjörnunni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira