Brexit: Viðræðurnar sagðar ítarlegar og árangursríkar Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2019 21:07 Rebecca Long Bailey, skuggaráðherra viðskiptamála, og Sir Keir Stramer, skuggaráðherra Brexit-mála, yfirgefa fundinn í Westminster síðdegis í dag. Getty Viðræður milli samningshópa breska Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins stóðu yfir í hálfan fimmta tíma í dag. Viðræðurnar miða að því að ná samkomulagi um hvernig Bretar skuli leysa úr þráteflinu þegar kemur að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Viðræðurnar hófust í gær, héldu áfram í dag og verður fram haldið á morgun. BBC hefur eftir talsmanni bresku stjórnarinnar að viðræðurnar hafi verið bæði ítarlegar og árangursríkar. Sir Keir Starmer, skuggaráðherra Brexit-mála, segir að hugmyndir um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um staðfestingu á hverjum þeim útgöngusamningi sem þingið kann að samþykkja, verði til umræðu. Þá staðfesti hann að framhald yrði á viðræðunum á morgun. Breska þingið samþykkti í gær tillögu um að skipa Theresu May forsætisráðherra að biðja ESB um frest á útgöngu Bretlands. Var tillagan samþykkt með eins atkvæðis mun í gærkvöldi. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr sambandinu án samnings. Evrópusambandið hefur þegar framlengt Brexit-ferlið til 12. apríl en upphaflega ætluðu Bretar að ganga út 29. mars síðastliðinn. Breska þingið hefur þó ítrekað hafnað útgöngusamningnum. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Buðu opinberum starfsmönnum sálræna aðstoð vegna Brexit Umhverfis-, matvæla- og landsbyggðarráðuneytið réði fyrirtæki sem sérhæfir sig í hugrænni atferlismeðferð þegar undirbúningur fyrir útgöngu án samnings stóð sem hæst í vetur. 4. apríl 2019 10:58 May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52 Samþykktu að skipa May að biðja ESB um frest Breska þingið fær að ráða hversu langur fresturinn verður samkvæmt frumvarpi sem neðri deildin samþykkti í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar í gær. 4. apríl 2019 07:38 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Viðræður milli samningshópa breska Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins stóðu yfir í hálfan fimmta tíma í dag. Viðræðurnar miða að því að ná samkomulagi um hvernig Bretar skuli leysa úr þráteflinu þegar kemur að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Viðræðurnar hófust í gær, héldu áfram í dag og verður fram haldið á morgun. BBC hefur eftir talsmanni bresku stjórnarinnar að viðræðurnar hafi verið bæði ítarlegar og árangursríkar. Sir Keir Starmer, skuggaráðherra Brexit-mála, segir að hugmyndir um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um staðfestingu á hverjum þeim útgöngusamningi sem þingið kann að samþykkja, verði til umræðu. Þá staðfesti hann að framhald yrði á viðræðunum á morgun. Breska þingið samþykkti í gær tillögu um að skipa Theresu May forsætisráðherra að biðja ESB um frest á útgöngu Bretlands. Var tillagan samþykkt með eins atkvæðis mun í gærkvöldi. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr sambandinu án samnings. Evrópusambandið hefur þegar framlengt Brexit-ferlið til 12. apríl en upphaflega ætluðu Bretar að ganga út 29. mars síðastliðinn. Breska þingið hefur þó ítrekað hafnað útgöngusamningnum.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Buðu opinberum starfsmönnum sálræna aðstoð vegna Brexit Umhverfis-, matvæla- og landsbyggðarráðuneytið réði fyrirtæki sem sérhæfir sig í hugrænni atferlismeðferð þegar undirbúningur fyrir útgöngu án samnings stóð sem hæst í vetur. 4. apríl 2019 10:58 May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52 Samþykktu að skipa May að biðja ESB um frest Breska þingið fær að ráða hversu langur fresturinn verður samkvæmt frumvarpi sem neðri deildin samþykkti í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar í gær. 4. apríl 2019 07:38 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Buðu opinberum starfsmönnum sálræna aðstoð vegna Brexit Umhverfis-, matvæla- og landsbyggðarráðuneytið réði fyrirtæki sem sérhæfir sig í hugrænni atferlismeðferð þegar undirbúningur fyrir útgöngu án samnings stóð sem hæst í vetur. 4. apríl 2019 10:58
May og Corbyn segja viðræðurnar hafa verið „uppbyggilegar“ Leiðtogar stærstu flokkanna á breska þinginu funduðu síðdegis í dag og sammæltust um verkáætlun sem miðar að því að finna leið í Brexit-málum sem þingheimur geti greitt atkvæði um. 3. apríl 2019 17:52
Samþykktu að skipa May að biðja ESB um frest Breska þingið fær að ráða hversu langur fresturinn verður samkvæmt frumvarpi sem neðri deildin samþykkti í trássi við vilja ríkisstjórnarinnar í gær. 4. apríl 2019 07:38