Mikið hefur gengið á í Búlgaríu eftir að liðið tapaði 6-0 gegn Englandi á mánudagskvöldið þar sem leikmenn enska landsliðsins urðu fyrir rasisma.
Borislav Mihaylov, formaður knattspyrnusambandsins, sagði af sér í gær eftir að forsætisráðherra sagði að allar greiðslur til sambandsins færu á ís meðan hann væri formaður.
Í lögum FIFA stendur það skýrum stöfum að ríkisstjórnir mega ekki skipta sér af knattspyrnusamböndunum og fylgist því FIFA með gangi mála í Búlgaríu.
NEW: FIFA “closely monitoring” Bulgarian FA following its president’s resignation. FIFA laws state ‘Each member association shall manage its affairs independently and without influence from a third party.’ https://t.co/BLGJTLLCRr
— Bryan Swanson (@skysports_bryan) October 16, 2019
„Við erum að fylgjast vel með gangi mála,“ sagði talsmaður FIFA í samtali við Sky Sports.
FIFA hefur enn ekki sett af stað rannsókn á afsögn Borislav en það gæti kostað Búlgaríu bann verði þeir fundnir sekir.