Borgin dreifir límmiðum til borgarbúa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2019 15:10 Líf Magneudóttir er borgarfulltrúi Vinstri grænna og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg standi fyrir dreifingu á límmiðum til borgarbúa til að afþakka fjölpóst og fríblöð. Aðgerðin er liður í úrgangsáætlun Reykjavíkurborgar en hefur tafist nokkuð að sögn Lífar Magneudóttur, formanns nefndarinnar, sem fagnar áfanganum. Áætlað er að aðgerðin kosti á bilinu eina til eina og hálfa milljón króna. Í tillögunni segir að litið sé á aðgerðina sem hvatningu til íbúa um að afþakka óumbeðnar fjöldasendingar. Ávinningurinn geti bæði verið af umhverfisvænum og fjárhagslegum toga að því leiti að umfang framleiðslu og dreifingar á efni minnki og þar af leiðandi magn þess pappírs sem fellur til. Þrír möguleikar munu samkvæmt tillögunni standa íbúum til boða með átakinu. Í fyrsta lagi er valmöguleiki um að allur fjölpóstur og fríblöð verði afþökkuð og í öðru lagi að allur fjölpóstur, annar en fríblöð, sé afþakkaður. Í þriðja lagi verður hægt að óska eftir vissum fjölda fríblaða en annar fjölpóstur afþakkaður en þessi valmöguleiki er ætlaður fyrir fjöleignarhús. Ný lög um póstþjónustu taka gildi um áramótin en með þeim verður lögfestur réttur neytenda til að afþakka fjölpóst og fríblöð. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að nægjanlegt sé að setja „ótvíræða merkingu“ um að ekki sé óskað eftir fjölpósti eða fríblöðum til að afþakka sendingarnar. Dreifingaraðila póst verður samkvæmt lögunum skylt „að virða merkingar notenda sem kveða á um að viðkomandi viðtakandi óski ekki eftir óumbeðnum fjöldasendingum, svo sem fjölpósti, fríblöðum eða almennu kynningarefni frá fyrirtækjum.“ Undanþegnar þessu eru tilkynningar frá veitufyrirtækjum ef til að mynda sé um að ræða tilkynningar um tímabundið rof á þjónustu vegna framkvæmda. Sama gildir um kynningarefni vegna kosninga á vegum stjórnvalda, tilkynningar sveitarfélaga til íbúa og tilkynningar sem varða almannahag og almannaöryggi. Að því er fram kemur í úrgangsáætlun borgarinnar er málum þannig háttað nú að íbúar þurfa að skrá vilja sinn hjá þeim aðilum sem dreifa fjölpósti og fríblöðum. Þannig þurfa þeir sem vilja afþakka allar slíkar sendingar að setja upp þrjá límmiða frá tveimur dreifingaraðilum við bréfalúgur eða póstkassa. Borgarstjórn Fjölmiðlar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu þess efnis að Reykjavíkurborg standi fyrir dreifingu á límmiðum til borgarbúa til að afþakka fjölpóst og fríblöð. Aðgerðin er liður í úrgangsáætlun Reykjavíkurborgar en hefur tafist nokkuð að sögn Lífar Magneudóttur, formanns nefndarinnar, sem fagnar áfanganum. Áætlað er að aðgerðin kosti á bilinu eina til eina og hálfa milljón króna. Í tillögunni segir að litið sé á aðgerðina sem hvatningu til íbúa um að afþakka óumbeðnar fjöldasendingar. Ávinningurinn geti bæði verið af umhverfisvænum og fjárhagslegum toga að því leiti að umfang framleiðslu og dreifingar á efni minnki og þar af leiðandi magn þess pappírs sem fellur til. Þrír möguleikar munu samkvæmt tillögunni standa íbúum til boða með átakinu. Í fyrsta lagi er valmöguleiki um að allur fjölpóstur og fríblöð verði afþökkuð og í öðru lagi að allur fjölpóstur, annar en fríblöð, sé afþakkaður. Í þriðja lagi verður hægt að óska eftir vissum fjölda fríblaða en annar fjölpóstur afþakkaður en þessi valmöguleiki er ætlaður fyrir fjöleignarhús. Ný lög um póstþjónustu taka gildi um áramótin en með þeim verður lögfestur réttur neytenda til að afþakka fjölpóst og fríblöð. Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir að nægjanlegt sé að setja „ótvíræða merkingu“ um að ekki sé óskað eftir fjölpósti eða fríblöðum til að afþakka sendingarnar. Dreifingaraðila póst verður samkvæmt lögunum skylt „að virða merkingar notenda sem kveða á um að viðkomandi viðtakandi óski ekki eftir óumbeðnum fjöldasendingum, svo sem fjölpósti, fríblöðum eða almennu kynningarefni frá fyrirtækjum.“ Undanþegnar þessu eru tilkynningar frá veitufyrirtækjum ef til að mynda sé um að ræða tilkynningar um tímabundið rof á þjónustu vegna framkvæmda. Sama gildir um kynningarefni vegna kosninga á vegum stjórnvalda, tilkynningar sveitarfélaga til íbúa og tilkynningar sem varða almannahag og almannaöryggi. Að því er fram kemur í úrgangsáætlun borgarinnar er málum þannig háttað nú að íbúar þurfa að skrá vilja sinn hjá þeim aðilum sem dreifa fjölpósti og fríblöðum. Þannig þurfa þeir sem vilja afþakka allar slíkar sendingar að setja upp þrjá límmiða frá tveimur dreifingaraðilum við bréfalúgur eða póstkassa.
Borgarstjórn Fjölmiðlar Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent