Corbyn kynnir róttækustu stefnuskrá flokksins í langan tíma Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. nóvember 2019 05:00 Corbyn var í stuði í Birmingham. Nordicphotos/Getty Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, kynnti stefnuskrá fyrir þingkosningarnar sem fram fara þann 12. desember. Er hún sögð mjög róttæk, jafnvel róttækari en stefnuskráin frá 2017. „Þessi stefnuskrá inniheldur mál sem fólkið vill en stjórnmálakerfið hefur komið í veg fyrir í áratugi,“ sagði Corbyn vígreifur á fundi í Birmingham-háskóla. Stefnuskráin ber heitið „Það er kominn tími á raunverulegar breytingar“. Eins og við var að búast er gert ráð fyrir stórauknum fjárútlátum hins opinbera til ýmissa málaflokka, svo sem heilbrigðis- og skólakerfisins. Byggja á upp innviði og hækka laun opinberra starfsmanna um 5 prósent. Þá er gert ráð fyrir þjóðnýtingu á ýmsum sviðum, svo sem í samgöngum, póstkerfinu og fráveitukerfum. Síma- og netfyrirtæki yrðu þjóðnýtt og það tryggt að allir Bretar hefðu aðgang að netinu. Til að fjármagna útgjöldin hyggst Corbyn skattleggja hina ríku, sem hafa 80 þúsund pund í tekjur á ári, eða tæplega 13 milljónir króna. Myndu því 95 prósent Breta ekki finna fyrir aukinni skattheimtu. Þá verða skattar hækkaðir verulega á fyrirtæki, sérstaklega mengandi stóriðnað, svo sem olíu- og gasfyrirtæki, vegna loftslagsvárinnar. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosningana. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. 19. nóvember 2019 23:03 Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. 20. nóvember 2019 19:00 Corbyn sagði Ratcliffe umhverfissóða í ræðu sem hrellt hefur breska auðkýfinga Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, beindi spjótum sínum að auðkýfingum í fyrstu ræðu sinni í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir í Bretlandi. 3. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, kynnti stefnuskrá fyrir þingkosningarnar sem fram fara þann 12. desember. Er hún sögð mjög róttæk, jafnvel róttækari en stefnuskráin frá 2017. „Þessi stefnuskrá inniheldur mál sem fólkið vill en stjórnmálakerfið hefur komið í veg fyrir í áratugi,“ sagði Corbyn vígreifur á fundi í Birmingham-háskóla. Stefnuskráin ber heitið „Það er kominn tími á raunverulegar breytingar“. Eins og við var að búast er gert ráð fyrir stórauknum fjárútlátum hins opinbera til ýmissa málaflokka, svo sem heilbrigðis- og skólakerfisins. Byggja á upp innviði og hækka laun opinberra starfsmanna um 5 prósent. Þá er gert ráð fyrir þjóðnýtingu á ýmsum sviðum, svo sem í samgöngum, póstkerfinu og fráveitukerfum. Síma- og netfyrirtæki yrðu þjóðnýtt og það tryggt að allir Bretar hefðu aðgang að netinu. Til að fjármagna útgjöldin hyggst Corbyn skattleggja hina ríku, sem hafa 80 þúsund pund í tekjur á ári, eða tæplega 13 milljónir króna. Myndu því 95 prósent Breta ekki finna fyrir aukinni skattheimtu. Þá verða skattar hækkaðir verulega á fyrirtæki, sérstaklega mengandi stóriðnað, svo sem olíu- og gasfyrirtæki, vegna loftslagsvárinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosningana. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. 19. nóvember 2019 23:03 Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. 20. nóvember 2019 19:00 Corbyn sagði Ratcliffe umhverfissóða í ræðu sem hrellt hefur breska auðkýfinga Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, beindi spjótum sínum að auðkýfingum í fyrstu ræðu sinni í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir í Bretlandi. 3. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Óljóst hvor stóð sig betur í fyrstu kappræðunum Boris Johnson, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins tókust á í kvöld í fyrstu kappræðunum í aðdraganda bresku þingkosningana. Álitsgjafar segja óljóst hvor þeirra hafi haft betur og almenningur virðist sammála. 19. nóvember 2019 23:03
Íhaldsflokkurinn í sterkri stöðu fyrir kosningarnar Íhaldsflokkurinn er með gott forskot nú þegar það styttist í þingkosningar á Bretlandi. Leiðtogar mættust í kappræðum í gærkvöldi. 20. nóvember 2019 19:00
Corbyn sagði Ratcliffe umhverfissóða í ræðu sem hrellt hefur breska auðkýfinga Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, beindi spjótum sínum að auðkýfingum í fyrstu ræðu sinni í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir í Bretlandi. 3. nóvember 2019 23:00