Yfirlögregluþjónn vill auka löggæslu til að sporna gegn hraðakstri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 18:17 Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi Vísir/Stöð2 Töluverðar fjárhæðir tapast ár hvert vegna óborgaðra hraðasekta. Ítrekað kemur upp sú staða að erlendir ferðamenn fái háar fjársektir fyrir of háan akstur, sem kemst upp um í gegn um hraðamyndavélar, en þær eru aldrei borgaðar. Þessar fjárhæðir innheimtast ekki og eru þannig allt að 250 milljónir á ári afskrifaðar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir vandamálið vera fólgið í brotum sem nást á löggæslumyndavélar. Þær sektir sem gefnar séu úti á götu, þegar lögreglan stöðvar ökumenn, séu yfirleitt greiddar á staðnum. Það hafi gengið vel og gefist öllum kostur á að greiða sektir samstundis, sama hvort það séu erlendir ferðamenn eða Íslendingar. Þetta sagði hann í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Ein leiðin er að breyta lögum þannig að hægt sé að leggja á leigurnar sem framleggja það svo á ökumenn. Önnur leið, sem er unnið að í dag að hluta til, eru samningar á milli Íslands og Norðurlanda um innheimtu sekta og sú leið er notuð mikið líka.“ Hann segir þá leið vera nokkuð kostnaðarsama, sá kostnaður lendi hins vegar ekki á lögreglunni heldur sjái innheimtumiðstöð sektar og sakarkostnaðar sem sjái um þá innheimtu. „Það er alltaf ökumaður sem er ábyrgur þarna og í því strandar þetta, það er ekki hægt að leggja sektir á eigendur bifreiða.“Auka þurfi löggæslu til að fækka slysum Hann segir að breyta þurfi lögum ef eigandi bifreiðar eigi að vera ábyrgur fyrir greiðslu, líkt og með stöðubrot. „Mín skoðun er sú að við eigum að efla þessa umferðarlöggæslu, það er hún sem skilar því að hraðinn detti niður sem sýnir að löggæsla fækkar slysum. Myndavélarnar gera það takmarkað,“ segir Sveinn. Hann segist þó ekki vilja fækka myndavélum en fleiri lögreglubíla þurfi í umferðinni. „Ef við erum að horfa á umferðaröryggi þá er það það sem við viljum sjá aukast og það gerum við með því að auka löggæslu á vegum, að við séum að stoppa fólk í umferðinni. Okkar hlutverk er fyrst og síðast að koma í veg fyrir brotin, ekki bar að sekta fyrir þau.“ Hann segir tilraunir vegagerðarinnar í jafnhraðamyndavélum mjög áhugaverða tækni og að myndavélarnar séu góðar. „Jafnhraðamyndavélin og myndavélarnar eru góðar til síns brúks en þær koma samt ekki í staðin fyrir vettvangslögreglu eða löggæsluna.“ Löggæslusvæði lögreglunnar á Suðurlandi er 31 þúsund ferkílómetra stórt og segir Sveinn vanta töluvert upp á að myndavélar og vettvangslöggæsla séu í jafnvægi. „Við erum að eltast við hálendið líka og við höfum fengið eyru stjórnvalda nokkuð hér á suðurlandinu og náð að fjölga aðeins á stærstu stöðunum hjá okkur en við þurfum að fjölga á þessum fámennustu,“ segir Sveinn. „Innheimtan kemur auðvitað lítið inn á borð lögreglunnar, það er innheimtumiðstöð sektar og sakarkostnaðar sem sér um það og það er inni á borði sýslumannsins á Blönduósi en það er þessi vettvangsinnheimta sem við erum að sýsla með og það gengur vel að innheimta það og það eru ekki mörg mál sem falla niður þar,“ segir Sveinn. „Þetta er ansi sláandi með myndavélarnar hvað er mikið sem tapast úr því, að menn eru ekki að borga sektir sínar.“ „Svo er spurning hvað er sanngjarnt að leggja þessar hraðasektir á bíleigendur, þetta er vissulega ökumaðurinn sem ber ábyrgð á akstrinum,“ bætir hann við.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í klipparanum hér að neðan. Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn sleppa oftast við hraðasektargreiðslur meðan Íslendingar greiða Félag íslenskra bifreiðaeiganda vekur athygli á að nánast allar hraðasektir sem erlendir ferðamenn fá séu felldar niður. Þannig séu um 250 milljónir á ári afskrifaðar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að tekið sé á þessu í nýjum umferðarlögum. 23. nóvember 2019 15:00 Brýnast að auka vegaöryggi á Suðurlandi Brýnast er að auka vegaöryggi á Suðurlandi með því að styrkja löggæsluna. Þetta er niðurstaða samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. 24. nóvember 2019 12:45 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Töluverðar fjárhæðir tapast ár hvert vegna óborgaðra hraðasekta. Ítrekað kemur upp sú staða að erlendir ferðamenn fái háar fjársektir fyrir of háan akstur, sem kemst upp um í gegn um hraðamyndavélar, en þær eru aldrei borgaðar. Þessar fjárhæðir innheimtast ekki og eru þannig allt að 250 milljónir á ári afskrifaðar. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir vandamálið vera fólgið í brotum sem nást á löggæslumyndavélar. Þær sektir sem gefnar séu úti á götu, þegar lögreglan stöðvar ökumenn, séu yfirleitt greiddar á staðnum. Það hafi gengið vel og gefist öllum kostur á að greiða sektir samstundis, sama hvort það séu erlendir ferðamenn eða Íslendingar. Þetta sagði hann í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Ein leiðin er að breyta lögum þannig að hægt sé að leggja á leigurnar sem framleggja það svo á ökumenn. Önnur leið, sem er unnið að í dag að hluta til, eru samningar á milli Íslands og Norðurlanda um innheimtu sekta og sú leið er notuð mikið líka.“ Hann segir þá leið vera nokkuð kostnaðarsama, sá kostnaður lendi hins vegar ekki á lögreglunni heldur sjái innheimtumiðstöð sektar og sakarkostnaðar sem sjái um þá innheimtu. „Það er alltaf ökumaður sem er ábyrgur þarna og í því strandar þetta, það er ekki hægt að leggja sektir á eigendur bifreiða.“Auka þurfi löggæslu til að fækka slysum Hann segir að breyta þurfi lögum ef eigandi bifreiðar eigi að vera ábyrgur fyrir greiðslu, líkt og með stöðubrot. „Mín skoðun er sú að við eigum að efla þessa umferðarlöggæslu, það er hún sem skilar því að hraðinn detti niður sem sýnir að löggæsla fækkar slysum. Myndavélarnar gera það takmarkað,“ segir Sveinn. Hann segist þó ekki vilja fækka myndavélum en fleiri lögreglubíla þurfi í umferðinni. „Ef við erum að horfa á umferðaröryggi þá er það það sem við viljum sjá aukast og það gerum við með því að auka löggæslu á vegum, að við séum að stoppa fólk í umferðinni. Okkar hlutverk er fyrst og síðast að koma í veg fyrir brotin, ekki bar að sekta fyrir þau.“ Hann segir tilraunir vegagerðarinnar í jafnhraðamyndavélum mjög áhugaverða tækni og að myndavélarnar séu góðar. „Jafnhraðamyndavélin og myndavélarnar eru góðar til síns brúks en þær koma samt ekki í staðin fyrir vettvangslögreglu eða löggæsluna.“ Löggæslusvæði lögreglunnar á Suðurlandi er 31 þúsund ferkílómetra stórt og segir Sveinn vanta töluvert upp á að myndavélar og vettvangslöggæsla séu í jafnvægi. „Við erum að eltast við hálendið líka og við höfum fengið eyru stjórnvalda nokkuð hér á suðurlandinu og náð að fjölga aðeins á stærstu stöðunum hjá okkur en við þurfum að fjölga á þessum fámennustu,“ segir Sveinn. „Innheimtan kemur auðvitað lítið inn á borð lögreglunnar, það er innheimtumiðstöð sektar og sakarkostnaðar sem sér um það og það er inni á borði sýslumannsins á Blönduósi en það er þessi vettvangsinnheimta sem við erum að sýsla með og það gengur vel að innheimta það og það eru ekki mörg mál sem falla niður þar,“ segir Sveinn. „Þetta er ansi sláandi með myndavélarnar hvað er mikið sem tapast úr því, að menn eru ekki að borga sektir sínar.“ „Svo er spurning hvað er sanngjarnt að leggja þessar hraðasektir á bíleigendur, þetta er vissulega ökumaðurinn sem ber ábyrgð á akstrinum,“ bætir hann við.Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í klipparanum hér að neðan.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn sleppa oftast við hraðasektargreiðslur meðan Íslendingar greiða Félag íslenskra bifreiðaeiganda vekur athygli á að nánast allar hraðasektir sem erlendir ferðamenn fá séu felldar niður. Þannig séu um 250 milljónir á ári afskrifaðar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að tekið sé á þessu í nýjum umferðarlögum. 23. nóvember 2019 15:00 Brýnast að auka vegaöryggi á Suðurlandi Brýnast er að auka vegaöryggi á Suðurlandi með því að styrkja löggæsluna. Þetta er niðurstaða samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. 24. nóvember 2019 12:45 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Erlendir ferðamenn sleppa oftast við hraðasektargreiðslur meðan Íslendingar greiða Félag íslenskra bifreiðaeiganda vekur athygli á að nánast allar hraðasektir sem erlendir ferðamenn fá séu felldar niður. Þannig séu um 250 milljónir á ári afskrifaðar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að tekið sé á þessu í nýjum umferðarlögum. 23. nóvember 2019 15:00
Brýnast að auka vegaöryggi á Suðurlandi Brýnast er að auka vegaöryggi á Suðurlandi með því að styrkja löggæsluna. Þetta er niðurstaða samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. 24. nóvember 2019 12:45