Erlendir ferðamenn sleppa oftast við hraðasektargreiðslur meðan Íslendingar greiða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 15:00 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda. Vísir/Baldur Félag íslenskra bifreiðaeiganda vekur athygli á að nánast allar hraðasektir sem erlendir ferðamenn fá séu felldar niður. Þannig séu um 250 milljónir á ári afskrifaðar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að tekið sé á þessu í nýjum umferðarlögum. Langflestir bílstjórar bílaleigubíla sem aka of hratt framhjá hraðamyndavélum hér á landi þurfa ekki að greiða sekt samkvæmt úttekt ríkislögreglustjóra. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir afar mikilvægt að þessu verði breytt. „Í um 95% tilvika þegar bílaleigubílar fara framhjá hraðamyndavél þá er ekki borguð sekt. Samkvæmt svona varlegri áætlun lögreglunnar þá eru glatast um 250 milljónir á ári í sektrargreiðslur. Hins vegar greiða um 99 prósent íslenskra ríkisborgara sínar sektir,“ segir Runólfur. Hann segir jafnframt að þetta geti haft áhrif á öryggi vegfarenda. „Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þá aka erlendir ökumenn oft mjög hratt framhjá myndavélunum og það segir sína sögu að ef 95% af þessum kröfum innheimtast ekki að þá fer forvarnargildi hraðamyndavélanna fyrir fyrir lítið þannig að það er verið að ógna öryggi annarra vegfarenda um leið og viðkomandi fer af landi brott án þess að borga krónu. Það er í raun hróplegt óréttlæti að þessu sé svona farið,“ segir Runólfur. Í frumvarpi að nýjum umferðarlögum var upphaflega gert ráð fyrir að ef bílstjóri bílaleigubíls fengi sekt myndaðist krafa á eiganda ökutækis. Þannig gætu bílaleigur rukkað bílstjórann um leið og hann skilaði bílnum að sögn Runólfs. „Bílaleigurnar og Samtök atvinnulífsins börðust gegn þessu af hörku þannig að þetta var tekið út áður en frumvarpið var samþykkt,“ segir hann. Hann segir eðlilegt að ákvæði um þetta fari í ný umferðarlög. Það þurfi ekki að vera flókið. „Þegar bílnum er skilað til bílaleigunnar er komin innheimtukrafa á samninginn þannig að þá er einfalt að ganga frá því strax,“ segir Runólfur að lokum. Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Félag íslenskra bifreiðaeiganda vekur athygli á að nánast allar hraðasektir sem erlendir ferðamenn fá séu felldar niður. Þannig séu um 250 milljónir á ári afskrifaðar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að tekið sé á þessu í nýjum umferðarlögum. Langflestir bílstjórar bílaleigubíla sem aka of hratt framhjá hraðamyndavélum hér á landi þurfa ekki að greiða sekt samkvæmt úttekt ríkislögreglustjóra. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir afar mikilvægt að þessu verði breytt. „Í um 95% tilvika þegar bílaleigubílar fara framhjá hraðamyndavél þá er ekki borguð sekt. Samkvæmt svona varlegri áætlun lögreglunnar þá eru glatast um 250 milljónir á ári í sektrargreiðslur. Hins vegar greiða um 99 prósent íslenskra ríkisborgara sínar sektir,“ segir Runólfur. Hann segir jafnframt að þetta geti haft áhrif á öryggi vegfarenda. „Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þá aka erlendir ökumenn oft mjög hratt framhjá myndavélunum og það segir sína sögu að ef 95% af þessum kröfum innheimtast ekki að þá fer forvarnargildi hraðamyndavélanna fyrir fyrir lítið þannig að það er verið að ógna öryggi annarra vegfarenda um leið og viðkomandi fer af landi brott án þess að borga krónu. Það er í raun hróplegt óréttlæti að þessu sé svona farið,“ segir Runólfur. Í frumvarpi að nýjum umferðarlögum var upphaflega gert ráð fyrir að ef bílstjóri bílaleigubíls fengi sekt myndaðist krafa á eiganda ökutækis. Þannig gætu bílaleigur rukkað bílstjórann um leið og hann skilaði bílnum að sögn Runólfs. „Bílaleigurnar og Samtök atvinnulífsins börðust gegn þessu af hörku þannig að þetta var tekið út áður en frumvarpið var samþykkt,“ segir hann. Hann segir eðlilegt að ákvæði um þetta fari í ný umferðarlög. Það þurfi ekki að vera flókið. „Þegar bílnum er skilað til bílaleigunnar er komin innheimtukrafa á samninginn þannig að þá er einfalt að ganga frá því strax,“ segir Runólfur að lokum.
Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira