Íslenskar konur fundu fyrir mestu ógninni inni á landtökusvæði Ísraelsmanna Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2019 19:30 Tvær konur sem herlögregla handtók í Palestínu í morgun upplifðu mestu ógnina þegar þeim var sleppt úr haldi inni á svæði ísraelskra landnema. Þær segja landnema og hermenn skipulega trufla palestínska bændur til að koma í veg fyrir að þeir nái uppskeru sinni.Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi og Tinna Eyberg Örlygsdóttir hafa verið í sjálfboðavinnu á vegum Alþjóðafriðarþjónustu kvenna á Vesturbakkanum í þrjár vikur. Þær voru að tína ólífur með bændum í Burin sunnan Nablus ásamt tveimur sjálfboðaliðakonum frá Frakklandi í morgun.„Svo kom þarna landtökumaður og kvartaði undan viðveru okkar. Svo kom herinn og landtökulögregla og okkur var sagt að fara burt frá þessari hlíð og við bara hlýddum því. Okkur var sagt að við værum á hernaðarlega lokuðu svæði,“ segir Björk.Þetta hafi komið þeim á óvart þar sem hópur frá friðarþjónustunni hafi verið óáreittur á sama stað í gær. Björk og Tinna voru við störf í grennd við Burin á Vesturbakkanum.Vísir/GrafíkBjörk og Tinna neituðu að afhenda vegabréf sín en afhentu ökuskírteini og voru þá handteknar og hafðar í haldi í um þrjár klukkustundir í landtökubænum Ariel og ræðismanni Íslands á svæðinu meinað að tala við þær.Ísraelskir landtökumenn, oft með aðstoð hersins, beita ýmsum brögðum og ofbeldi til að koma í veg fyrir uppskeru palestínskra bænda. En samkvæmt ísraelskum lögum geta þeir yfirtekið land ef ekki hefur verið uppskera á því í tiltekinn tíma.Björk og Tinna hafa verið við sjálfboðaliðastörf í Palestínu. Hér er Björk með Öddu Guðrúnu Gylfadóttur.Mynd/AðsendÞú varðst vitni að svona skemmdarverkum?„Já í síðustu viku urðum við vitni að því þegar þúsund ólífutré voru brennd. það var mjög stórt svæði og landnemar, um þrjátíu menn, réðust að hópi sjálfboðaliða og bænda.“Sjö manns hafi særst í þeim árásum segir Björk en þetta er fimmta haustið hennar á þessu svæði.Björk er á heimleið en Tinna verður á svæðinu í mánuð til viðbótar.„Okkur var sagt í dag á lögreglustöðinni að ef við látum sjá okkur aftur á sama stað þá yrðum við handteknar og væntanlega vísað úr landi,“ segir Tinna.Lögreglustöðin er í Ariel inni á landnemasvæðunum sem eru tuttugu og fjögur og umlykja átján palestínsk þorp miðsvæðis á Vesturbakkanum.„Mér fannst það mest ógnvekjandi þegar við vorum látnar lausar. Það var augljóst að við vorum í ólífufötum og með bakpoka á bakinu. Maður fann svona fyrir ógnvekjandi augnaráði frá vegfarendum,“ segir Björk Vilhelmsdóttir sem hafði aldrei áður komið inn á landtökusvæði.Vesturbakkinn.Vísir/Grafík. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Björk ítrekað orðið vitni að ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum Björk Vilhelmsdóttir var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. 23. október 2019 12:29 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Sjá meira
Tvær konur sem herlögregla handtók í Palestínu í morgun upplifðu mestu ógnina þegar þeim var sleppt úr haldi inni á svæði ísraelskra landnema. Þær segja landnema og hermenn skipulega trufla palestínska bændur til að koma í veg fyrir að þeir nái uppskeru sinni.Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi og Tinna Eyberg Örlygsdóttir hafa verið í sjálfboðavinnu á vegum Alþjóðafriðarþjónustu kvenna á Vesturbakkanum í þrjár vikur. Þær voru að tína ólífur með bændum í Burin sunnan Nablus ásamt tveimur sjálfboðaliðakonum frá Frakklandi í morgun.„Svo kom þarna landtökumaður og kvartaði undan viðveru okkar. Svo kom herinn og landtökulögregla og okkur var sagt að fara burt frá þessari hlíð og við bara hlýddum því. Okkur var sagt að við værum á hernaðarlega lokuðu svæði,“ segir Björk.Þetta hafi komið þeim á óvart þar sem hópur frá friðarþjónustunni hafi verið óáreittur á sama stað í gær. Björk og Tinna voru við störf í grennd við Burin á Vesturbakkanum.Vísir/GrafíkBjörk og Tinna neituðu að afhenda vegabréf sín en afhentu ökuskírteini og voru þá handteknar og hafðar í haldi í um þrjár klukkustundir í landtökubænum Ariel og ræðismanni Íslands á svæðinu meinað að tala við þær.Ísraelskir landtökumenn, oft með aðstoð hersins, beita ýmsum brögðum og ofbeldi til að koma í veg fyrir uppskeru palestínskra bænda. En samkvæmt ísraelskum lögum geta þeir yfirtekið land ef ekki hefur verið uppskera á því í tiltekinn tíma.Björk og Tinna hafa verið við sjálfboðaliðastörf í Palestínu. Hér er Björk með Öddu Guðrúnu Gylfadóttur.Mynd/AðsendÞú varðst vitni að svona skemmdarverkum?„Já í síðustu viku urðum við vitni að því þegar þúsund ólífutré voru brennd. það var mjög stórt svæði og landnemar, um þrjátíu menn, réðust að hópi sjálfboðaliða og bænda.“Sjö manns hafi særst í þeim árásum segir Björk en þetta er fimmta haustið hennar á þessu svæði.Björk er á heimleið en Tinna verður á svæðinu í mánuð til viðbótar.„Okkur var sagt í dag á lögreglustöðinni að ef við látum sjá okkur aftur á sama stað þá yrðum við handteknar og væntanlega vísað úr landi,“ segir Tinna.Lögreglustöðin er í Ariel inni á landnemasvæðunum sem eru tuttugu og fjögur og umlykja átján palestínsk þorp miðsvæðis á Vesturbakkanum.„Mér fannst það mest ógnvekjandi þegar við vorum látnar lausar. Það var augljóst að við vorum í ólífufötum og með bakpoka á bakinu. Maður fann svona fyrir ógnvekjandi augnaráði frá vegfarendum,“ segir Björk Vilhelmsdóttir sem hafði aldrei áður komið inn á landtökusvæði.Vesturbakkinn.Vísir/Grafík.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Björk ítrekað orðið vitni að ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum Björk Vilhelmsdóttir var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. 23. október 2019 12:29 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Sjá meira
Björk ítrekað orðið vitni að ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum Björk Vilhelmsdóttir var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. 23. október 2019 12:29