Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júní 2019 19:45 Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili, þegar höggið vegna fækkunar ferðamanna dynur á. Þó eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Hagstofan birti í gær landsframleiðslutölur fyrir fyrsta ársfjórðung, sem hljóðuðu upp á 1,7 prósent hagvöxt frá sama fjórðungi í fyrra. Þrátt fyrir að leita þurfi aftur til ársins 2014 til að finna slakari tölur þá draga þær ekki upp rétta mynd af stöðu efnahagsmála að mati greiningardeildar Arion banka. „Þetta er bara hagkerfi sem á ekki lengur við. WOW fór á hausinn í lok mars þannig að þessar tölur eru þá að sýna ákveðna mynd af hagkerfi sem á ekki lengur við,“ segir Gunnar Bjarni Viðarsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka. Maíspá Hagstofunnar gerðir ráð fyrir að hagkerfið muni dragast um 0,2 prósent í ár og Seðlabankinn áætlar að samdrátturinn verði í kringum 0,4 prósent, það telur greiningardeildin vera full varfærið enda muni ferðamönnum fækka meira en gert hefur verið ráð fyrir til þessa. „Flestir eru að tala um samdrátt um rúmlega tíu prósent. Við erum að gera ráð fyrir sextán prósent samdrætti. Okkur finnst óraunhæft að gera ráð fyrir rúmlega tíu prósent samdrætti þar sem WOW Air var starfandi fyrstu þrjá mánuði ársins,“ segir Gunnar Bjarni. Höggið muni fyrst koma fram í haust. „Það verður ákveðin töf á næstu mestu áhrifunum, maður getur alveg ímyndað sér fyrirtæki í ferðamannaiðnaði að það mun bíða þangað til að mesta ferðamannatíminn er liðinn hjá, það er að segja september og október, og væntanlega bíða með uppsagnir eða að minnka umsvifin þar til þá. Okkur finnst mjög líklegt að mesta höggið komi á þriðja ársfjórðungi eða jafnvel fjórða ársfjórðungi á þessu ári.“ Bölsýnin er þó ekki algjör. „Icelandair hefur tekist ágætlega vel til samkvæmt þeirra upplýsingum að breyta samsetningu á ferðamönnum sem eru að ferðast með þeim. Það eru hlutfallslega fleiri núna sem eru að ferðast til landsins til þess að vera hér í staðinn fyrir að ferðast með þeim bara til þess að fara yfir Atlantshafið,“ segir Gunnar Bjarni. Þá sé jafnvel ekki alslæmt að samdrátturinn í fjölda gistinátta, sem var 6 prósent frá síðasta ári, hafi helst verið í gegnum gistisíður á borð við Airbnb. „Það eru fleiri sem starfa á hótelum en á Airbnb þannig að afleidd störf þeim mun væntanlega ekki fækka jafn mikið útaf því að ferðamenn eru einfaldlega að gista öðruvísi en þeir hafa verið að gera.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Spá efnahagssamdrætti í fyrsta sinn frá 2011 Í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi er nú útlit fyrir efnahagssamdrátt á þessu ári eftir samfelldan hagvöxt frá árinu 2011. Þetta kemur fram í hagspá hagfræðideildar Landsbankans. 17. maí 2019 13:26 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili, þegar höggið vegna fækkunar ferðamanna dynur á. Þó eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Hagstofan birti í gær landsframleiðslutölur fyrir fyrsta ársfjórðung, sem hljóðuðu upp á 1,7 prósent hagvöxt frá sama fjórðungi í fyrra. Þrátt fyrir að leita þurfi aftur til ársins 2014 til að finna slakari tölur þá draga þær ekki upp rétta mynd af stöðu efnahagsmála að mati greiningardeildar Arion banka. „Þetta er bara hagkerfi sem á ekki lengur við. WOW fór á hausinn í lok mars þannig að þessar tölur eru þá að sýna ákveðna mynd af hagkerfi sem á ekki lengur við,“ segir Gunnar Bjarni Viðarsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka. Maíspá Hagstofunnar gerðir ráð fyrir að hagkerfið muni dragast um 0,2 prósent í ár og Seðlabankinn áætlar að samdrátturinn verði í kringum 0,4 prósent, það telur greiningardeildin vera full varfærið enda muni ferðamönnum fækka meira en gert hefur verið ráð fyrir til þessa. „Flestir eru að tala um samdrátt um rúmlega tíu prósent. Við erum að gera ráð fyrir sextán prósent samdrætti. Okkur finnst óraunhæft að gera ráð fyrir rúmlega tíu prósent samdrætti þar sem WOW Air var starfandi fyrstu þrjá mánuði ársins,“ segir Gunnar Bjarni. Höggið muni fyrst koma fram í haust. „Það verður ákveðin töf á næstu mestu áhrifunum, maður getur alveg ímyndað sér fyrirtæki í ferðamannaiðnaði að það mun bíða þangað til að mesta ferðamannatíminn er liðinn hjá, það er að segja september og október, og væntanlega bíða með uppsagnir eða að minnka umsvifin þar til þá. Okkur finnst mjög líklegt að mesta höggið komi á þriðja ársfjórðungi eða jafnvel fjórða ársfjórðungi á þessu ári.“ Bölsýnin er þó ekki algjör. „Icelandair hefur tekist ágætlega vel til samkvæmt þeirra upplýsingum að breyta samsetningu á ferðamönnum sem eru að ferðast með þeim. Það eru hlutfallslega fleiri núna sem eru að ferðast til landsins til þess að vera hér í staðinn fyrir að ferðast með þeim bara til þess að fara yfir Atlantshafið,“ segir Gunnar Bjarni. Þá sé jafnvel ekki alslæmt að samdrátturinn í fjölda gistinátta, sem var 6 prósent frá síðasta ári, hafi helst verið í gegnum gistisíður á borð við Airbnb. „Það eru fleiri sem starfa á hótelum en á Airbnb þannig að afleidd störf þeim mun væntanlega ekki fækka jafn mikið útaf því að ferðamenn eru einfaldlega að gista öðruvísi en þeir hafa verið að gera.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Spá efnahagssamdrætti í fyrsta sinn frá 2011 Í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi er nú útlit fyrir efnahagssamdrátt á þessu ári eftir samfelldan hagvöxt frá árinu 2011. Þetta kemur fram í hagspá hagfræðideildar Landsbankans. 17. maí 2019 13:26 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Spá efnahagssamdrætti í fyrsta sinn frá 2011 Í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi er nú útlit fyrir efnahagssamdrátt á þessu ári eftir samfelldan hagvöxt frá árinu 2011. Þetta kemur fram í hagspá hagfræðideildar Landsbankans. 17. maí 2019 13:26