Viðskipti innlent

Spá efnahagssamdrætti í fyrsta sinn frá 2011

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans.
Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans.
Í kjölfar áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi er nú útlit fyrir efnahagssamdrátt á þessu ári eftir samfelldan hagvöxt frá árinu 2011. Frá þessu er greint þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankans fyrir árin 2019-2021 sem birtist í morgun.Hagfræðideild Landsbankans hafði gert ráð fyrir 2,6% hagvexti á þessu ári en vegna áfalla í ferðaþjónustu og sjávarútvegi, gjaldþroti WOW air og loðnubrests, er nú gert ráð fyrir 0,5% samdrætti á þessu ári. Hagfræðingar Landsbankans reikna með að samdrátturinn vari stutt og á næsta ári megi gera ráð fyrir um 2,5% hagvexti. Byggist þessi spá á auknum fjárfestingum hins opinbera, íbúðafjárfestingu, einkaneyslu og hægfara viðsnúningi í ferðaþjónustu.Gert er ráð fyrir að erlendum ferðamönnum fækki um 14 prósent á þessu ári en að þeim fjölgi svo aftur um 5 prósent á næsta ári og um 8,7 prósent á árinu 2021. Ef sú spá gengur eftir verður fjöldi ferðamanna árið 2021 svipaður og hann var í fyrra.Verðbólgan á fyrsta ársfjórðungi þessa árs mældist 3,1 prósent en hagfræðingar Landsbankans reikna með að hún nái hámarki á fyrstu sex mánuðum næsta árs og verði þá 3,6 prósent. Búist er við að verðbólga muni leita aftur niður á við og fara niður í verðbólgumarkmiðið, 2,5%, á öðrum ársfjórðungi 2021.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
3,1
23
311.784
SIMINN
2,19
12
338.314
FESTI
2,17
21
348.540
BRIM
1,9
2
187
SJOVA
1,72
14
48.694

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,18
6
69.233
ORIGO
-0,66
1
966
REITIR
-0,2
4
42.828
SKEL
-0,12
4
58.890
EIK
0
3
62.564
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.