Örlög Marsjeppans Opportunity virðast ráðin á fimmtán ára afmælinu Kjartan Kjartansson skrifar 1. febrúar 2019 10:22 HiRise-myndavélin á Mars Reconnaissance Orbiter-brautarfarinu náði að staðsetja Opportunity í september. NASA Vísindamenn og verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA eru við það að gefa upp alla von um að þeir nái nokkru sinni sambandi við Marsjeppann Opportunity aftur. Ekkert hefur spurst til geimfarins, sem hefur verið í fimmtán ár á Mars, í tæpa átta mánuði eftir ógurlegan rykstorm sem gekk yfir reikistjörnuna. Stormurinn var sá versti sem menn hafa séð á þeim fjörutíu árum sem þeir hafa send könnunarför til yfirborðs Mars. Náði hann á tímabili þvert yfir reikistjörnuna og lokaði á allt sólarljós. Það voru slæmar fréttir fyrir Opportunity sem er sólarknúinn. Þegar síðast náðist samband við könnunarjeppann 10. júní var sólargeislunin aðeins einn fertugasti af því sem hún hafði verið fyrir storminn, að sögn Scientific American. Talið er að Opportunity hafi lagst í dvala þegar orkan var á þrotum í miðjum storminum. Verkfræðingar NASA hafa síðan reynt að ná sambandi við jeppann en án árangurs. Vonir höfðu staðið til þess að jeppinn gæti hlaðið sig þegar storminum slotaði. Þegar það gerðist ekki vonuðust menn til þess að vindatímabilið á Mars myndi hreinsa sólarsellur geimfarsins. Nú virðist öll von úti um að Opportunity hafi lifað storminn af. Án orku hefur jeppinn ekki getað knúið hitara sem forða viðkvæmum vélbúnaði frá því að verða frostinu á yfirborði Mars að bráð. Búist er við því að NASA lýsi því fljótlega yfir að leiðangurinn sé loks á enda runninn. Opportunity hefur skráð sig í sögubækurnar sem langlífasta könnunarfar á yfirborði annarrar reikistjörnu. Fimmtán ár eru nú liðin frá því að hann lenti á Mars 25. janúar árið 2004 en upphaflega átti leiðangurinn aðeins að standa yfir í þrjá mánuði. Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Langlífasti könnunarjeppi NASA liggur líklega enn í dvala eftir gríðarlegan sandstorm sem gekk yfir Mars í sumar. Óvíst er hvort hann vakni aftur til lífsins. 14. október 2018 08:58 Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Vísindamenn og verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA eru við það að gefa upp alla von um að þeir nái nokkru sinni sambandi við Marsjeppann Opportunity aftur. Ekkert hefur spurst til geimfarins, sem hefur verið í fimmtán ár á Mars, í tæpa átta mánuði eftir ógurlegan rykstorm sem gekk yfir reikistjörnuna. Stormurinn var sá versti sem menn hafa séð á þeim fjörutíu árum sem þeir hafa send könnunarför til yfirborðs Mars. Náði hann á tímabili þvert yfir reikistjörnuna og lokaði á allt sólarljós. Það voru slæmar fréttir fyrir Opportunity sem er sólarknúinn. Þegar síðast náðist samband við könnunarjeppann 10. júní var sólargeislunin aðeins einn fertugasti af því sem hún hafði verið fyrir storminn, að sögn Scientific American. Talið er að Opportunity hafi lagst í dvala þegar orkan var á þrotum í miðjum storminum. Verkfræðingar NASA hafa síðan reynt að ná sambandi við jeppann en án árangurs. Vonir höfðu staðið til þess að jeppinn gæti hlaðið sig þegar storminum slotaði. Þegar það gerðist ekki vonuðust menn til þess að vindatímabilið á Mars myndi hreinsa sólarsellur geimfarsins. Nú virðist öll von úti um að Opportunity hafi lifað storminn af. Án orku hefur jeppinn ekki getað knúið hitara sem forða viðkvæmum vélbúnaði frá því að verða frostinu á yfirborði Mars að bráð. Búist er við því að NASA lýsi því fljótlega yfir að leiðangurinn sé loks á enda runninn. Opportunity hefur skráð sig í sögubækurnar sem langlífasta könnunarfar á yfirborði annarrar reikistjörnu. Fimmtán ár eru nú liðin frá því að hann lenti á Mars 25. janúar árið 2004 en upphaflega átti leiðangurinn aðeins að standa yfir í þrjá mánuði.
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Langlífasti könnunarjeppi NASA liggur líklega enn í dvala eftir gríðarlegan sandstorm sem gekk yfir Mars í sumar. Óvíst er hvort hann vakni aftur til lífsins. 14. október 2018 08:58 Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11 Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Enn spyrst ekkert til Marsjeppans Opportunity Langlífasti könnunarjeppi NASA liggur líklega enn í dvala eftir gríðarlegan sandstorm sem gekk yfir Mars í sumar. Óvíst er hvort hann vakni aftur til lífsins. 14. október 2018 08:58
Marsjeppinn Opportunity reynir að standa af sér sandstorm Stormurinn þekur nú um fjórðung yfirborðs Mars, um 35 milljón ferkílómetra svæði. 13. júní 2018 12:11
Óttast afdrif langlífasta Marsjeppans eftir tröllaukinn sandstorm Sandstormurinn náði um tíma yfir alla rauðu reikistjörnuna. Ekkert hefur heyrst frá Opportunity síðan í júní. 29. ágúst 2018 15:52