Trump mætir ekki fyrir nefndina til að svara fyrir meint embættisbrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2019 06:23 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er sögð vera skortur á sanngirni. Dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar, sem leidd er af Demókrötum, hefur haft meint embættisbrot Trump til rannsóknar. Hin meintu brot snúa að samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Að því er fram kemur á vef Guardian undirbýr nefndin nú að ljúka þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að því að finna út allar staðreyndir málsins. Í kjölfarið skoðar nefndin hvort Bandaríkjaforseti verði mögulega ákærður fyrir embættisbrot vegna samskipta hans við Úkraínuforseta. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að við tökum þátt í skýrslutöku á meðan það er ekki búið að nafngreina öll vitni og á meðan það liggur ekki ljóst fyrir hvort dómsmálanefndin muni gæta sanngirni gagnvart forsetanum í komandi vitnaleiðslum,“ segir í bréfi sem Pat Cipollone, ráðgjafi í Hvíta húsinu, sendi formanni nefndarinnar. Hann vísaði jafnframt í skort á sanngirni hingað til í ferlinu gagnvart Trump en útilokaði ekki að forsetinn gæfi skýrslu í málinu síðar meir, ef hnökrarnir sem forsetinn og menn hans telja að séu til staðar, verða lagaðir. Trump hefur verið mjög gagnrýninn á málareksturinn í fulltrúadeildinni og talað um nornaveiðar. Þá hefur hann alfarið neitað því að hafa brotið af sér í starfi. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og lögfræðingar hans hafa gefið það út að þeir ætli ekki mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings næstkomandi miðvikudag til þess að gefa skýrslu. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er sögð vera skortur á sanngirni. Dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar, sem leidd er af Demókrötum, hefur haft meint embættisbrot Trump til rannsóknar. Hin meintu brot snúa að samskiptum Trump við forseta Úkraínu. Að því er fram kemur á vef Guardian undirbýr nefndin nú að ljúka þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að því að finna út allar staðreyndir málsins. Í kjölfarið skoðar nefndin hvort Bandaríkjaforseti verði mögulega ákærður fyrir embættisbrot vegna samskipta hans við Úkraínuforseta. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að við tökum þátt í skýrslutöku á meðan það er ekki búið að nafngreina öll vitni og á meðan það liggur ekki ljóst fyrir hvort dómsmálanefndin muni gæta sanngirni gagnvart forsetanum í komandi vitnaleiðslum,“ segir í bréfi sem Pat Cipollone, ráðgjafi í Hvíta húsinu, sendi formanni nefndarinnar. Hann vísaði jafnframt í skort á sanngirni hingað til í ferlinu gagnvart Trump en útilokaði ekki að forsetinn gæfi skýrslu í málinu síðar meir, ef hnökrarnir sem forsetinn og menn hans telja að séu til staðar, verða lagaðir. Trump hefur verið mjög gagnrýninn á málareksturinn í fulltrúadeildinni og talað um nornaveiðar. Þá hefur hann alfarið neitað því að hafa brotið af sér í starfi.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira